Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 8
14. október 2011 FÖSTUDAGUR8 JAFNRÉTTISMÁL Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Konur skipuðu í heild 40 prósent nefndar- sæta á vegum ráðuneytanna og karlar 60 prósent. Hlutfallið var hins vegar ólíkt milli ráðuneyta og var félags- og tryggingamála- ráðuneytið eina ráðuneytið þar sem konur voru í meirihluta nefnda í fyrra. Þær voru 51 prósent nefndarmanna á móti 49 prósentum karla, en í heilbrigðisráðuneytinu voru hlutföll kynjanna hnífjöfn. Í öðrum ráðuneytum voru karlar í meirihluta. Kveðið er á um kynjakvóta í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins í lögum og á hlutur hvors kyns ekki að vera minni en 40 prósent nema málefnalegar ástæður liggi að baki. Helmingur þeirra nefnda sem voru starfandi á síðasta ári var í samræmi við lög um kynja- kvóta, en 66 prósent þeirra nefnda sem voru skipaðar í fyrra uppfylltu skilyrði laganna. Utanríkisráðuneytið var eina ráðuneytið sem skipaði þá í allar sínar nefndir samkvæmt lög- unum. Dóms- og mannréttindaráðuneytið skip- aði aðeins 38 prósent sinna nefnda í samræmi við þau. - þeb Mjög misjafnt er hversu vel ráðuneyti fara eftir lögum um kynjakvóta við skipan í nefndir: Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Nefndir sem skipaðar voru á vegum utanríkisráðuneytisins í fyrra voru allar í samræmi við lög um kynjakvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Hvernig vill ný stjórn Danmerkur breyta konungsvaldinu? 2 Hvaðan eru hljómsveitirnar sem unnu samkeppni um að spila á Iceland Airwaves? 3 Hvert verður réttargeðdeildin á Sogni flutt? SVÖR: 1. Minnka vægi þess. 2. Frá Bandaríkj- unum. 3. Á Klepp. SPRENGJA FJARLÆGÐ Brennuvargarnir vilja koma af stað „félagslegu eldgosi“. FRÉTTBLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Sextánda bensín- sprengjan fannst við járnbraut- arteina í Berlín í gær. Fyrsta sprengjan fannst á mánudag. Aðeins ein af sprengjunum hefur sprungið og olli spreng- ingin skemmdum á lestarteinum. Kveikjubúnaður annarrar fór af stað án þess að sprengjan spryngi. Brennuvargarnir kenna sig við íslenska eldfjallið Heklu og segj- ast vilja koma af stað „félagslegu eldgosi“ eins og það er orðað í til- kynningu frá þeim á netinu. Að öðru leyti er lítið vitað um þennan hóp. Ekki er vitað hvenær sprengj- unum var komið fyrir. Mögulegt þykir að þær hafi allar verið settar við teinana um síðustu helgi. - gb Brennuvargar í Berlín: Kenna sig við eldfjall á Íslandi ESB Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, hefur ákveðið að eftir 17. nóvember megi ein- ungis selja sjálfslökkvandi sígar- ettur innan aðildarríkjanna. Fyrirtæki fá engan aðlögunar- tíma til þess að selja birgðir af gömlum sígarettum. Bann við sölu á öðrum sígar- ettum en sjálfslökkvandi tók gildi í Finnlandi 1. apríl í fyrra. Þar fækkaði eldsvoðum af völdum reykinga um 30 prósent á tímabilinu apríl til júní miðað við sama tímabil árið áður. Sams konar reglur hafa tekið gildi víða um heim, að því er sænskir vefmiðlar greina frá. - ibs Sjálfslökkvandi sígarettur: Minni bruna- hætta með nýjum rettum Fangelsi eftir árás Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík. Hann á sakaferil að baki allt frá 16 ára aldri. Ákært fyrir kannabis Þrír karlmenn á aldrinum frá tæplega þrítugu til fimmtugs hafa verið ákærð- ir fyrir að rækta 89 kannabisplöntur í Hafnarfirði. Þá eru tveir mannanna ákærðir fyrir að hafa haft lítilræði af kannabisefni í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af þeim. DÓMSMÁL ST. JÓSEFSSPÍTALI Bæjarstjórn Hafnar fjarðar mótmælir samhljóma fyrirhugaðri lokun spítalans. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harð- lega ákvörðun yfirstjórnar Land- spítalans um lokun St. Jósefsspít- ala og krefst þess að hún verði endurskoðuð og sameining við Landspítalann dregin til baka. Ákvörðunin gangi þvert á fyrir- heit um að St. Jósefsspítali gegni áfram mikilvægu hlutverki í nær- þjónustu við Hafnarfirðinga. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að staðið verði við lof- orð velferðarráðherra um samráð og þegar verði teknar upp við- ræður milli velferðarráðherra og Hafnarfjarðarbæjar um hvernig áframhald starfsemi á St. Jósefs- spítala verði tryggð,“ segir í sam- þykkt bæjarstjórnarinnar. - gar Hörð mótmæli í Hafnarfirði: St. Jósefsspítala verði ekki lokað VARNARMÁL Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórn- málakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofn- un sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórn- málanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brott- hvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáver- andi ráðamanna íslenskra öryggis- mála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar her- varnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjöl- þjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósam- komulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönn- um erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagn- Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi Auk kreppu í efnahagsmálum og stjórnmálum er einnig kreppa í öryggismál- um á Íslandi, að mati rannsóknardeildar sænska hersins sem hefur sent frá sér skýrslu um ástandið á Íslandi. Pólitískar deilur flækja og tefja stefnumótun. kvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norður- skautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheim- inn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jóns- son, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálf- stæður maður getur étið.“ Þrjósku- leg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is HERÆFING Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggis- mál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Upplifa kynin tím- ann á ólíkan máta? Þessari spurn- ingu mun Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, prófessor í félagsfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, velta fyrir sér í fyrirlestri sem hún heldur í dag. Fyrirlesturinn fer fram á Hall- veigarstöðum og hefst klukkan 12 á hádegi. „Ég mun fjalla bæði um eigin rannsóknir og rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bretlandi og á hinum Norðurlöndunum. Þær hafa leitt í ljós að konur og karl- ar tjá sig mjög ólíkt um tímann,“ segir Guðbjörg en bætir við að þetta eigi auð- vitað ekki við um hvern ein- asta karl og hverja einustu konu. Kynbund- ið munstur sé hins vegar til staðar. „Konur tala eins og þær séu með marga bolta á lofti í einu á meðan karlar tala frekar um einstök verkefni sem þeir skipta niður á tímalínu. Konur tjá sig meira um tímann eins og tími þeirra tilheyri öðrum, það er að segja að þær ráði ekki fullkomlega yfir því hvernig honum er ráðstafað. Karlar í sam- bærilegri stöðu tjá sig meira eins og þeir hafi völd yfir sínum tíma, þeir ákveði hvernig þeir hagi honum,“ segir Guðbjörg. Þá segir Guðbjörg að í erlend- um rannsóknum hafi ólík upplifun kynjanna á tíma verið sett í sam- hengi við heilsu og líðan. Konur kvarti meira en karlar yfir vanlíð- an, þreytu og streitu, en lifi samt lengur en karlar. - mþl Fyrirlestur Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur á Hallveigarstöðum í hádeginu í dag: Ólík upplifun kynjanna á tíma GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SLYS Sjö ára drengur stakk sig á sprautunál í Reykjanesbæ á miðvikudag. Drengurinn fann sprautunálina við fjölbýlishús að Ásbrú. Farið var með drenginn á spítala í Reykjavík. Hann fékk sprautur við lifrarbólgusmiti, en þarf að halda áfram slíkri með- ferð næstu mánuði. Frá þessu var greint í Víkurfréttum. Móðir hans segir að fyrir skömmu hafi fundist þrjár nálar á svipuðum stað og því sé ástæða til að vara við hættunni af nálum. - þeb Nálar fundist við Ásbrú: Sjö ára stakk sig á sprautunál VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.