Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING lyklar og lásar14. OKTÓBER 2011 FÖSTUDAGUR 3 Á undanförnum árum hafa rafrænar aðgangsstýringar tekið miklum framförum og kerfin orðið fullkomnari, betri og fjölhæfari,“ upplýsir Hrafn Leó Guðjónsson, vörustjóri Securitas sem á síðustu áratugum hefur selt flestum stærri fyrirtækjum lands- ins rafræn aðgangsstýrikerfi. Hrafn Leó segir starfsfólk fyrir- tækja f lest orðið kunnugt því að opna dyr með aðgangskortum, en ný kerfi auki enn á öryggi. „Samhliða aðgangskortum eru nú notaðir augnskannar og fingra- faralesarar og með því tryggt að réttur aðili komist inn. Á sama tíma eru lán aðgangskorta útilok- uð þar sem augn- og fingrafaralest- ur kemur strax upp um falska að- gangstilraun,“ segir Hrafn Leó. Með nýjum aðgangsstýrikerfum samtengir Securitas þau við hús- stjórnar- og myndavélakerfi bygg- inga, en með því fæst heildstætt umsjónarkerfi gagnvart innbrot- um og óæskilegri hegðun. „Möguleikarnir eru margvísleg- ir og þar á meðal tenging við stimp- ilklukkukerfi fyrirtækja. Þá stimpl- ast starfsmaður inn og úr vinnu um leið og hann notar aðgangskort til að komast inn í fyrirtækið. Með því verður til nákvæm skráning á ferð- um fólks, um leið og allir losna við lykla sem alltaf geta týnst og lent í höndum óprúttinna aðila sem þá komast inn í óleyfi. Við sömu að- stæður er auðvelt að eyða týndu aðgangskorti úr kerfinu án þess að þurfi að skipta um skrár og lása með tilheyrandi kostnaði,“ útskýr- ir Hrafn Leó. Hann segir smartkort vera helstu byltingu rafrænna aðgangs- stýrikerfa nú. „Með tilkomu smartkorta eykst öryggi til mikilla muna, enda ógjörningur að afrita smartkort. Þá aukast notkunarmöguleikar mikið því með smartkortum má aðgangs- stýra tölvum og prenturum starfs- manna, ásamt því að nota þau til greiðslu í mötuneytum, um leið og tryggt er að enginn gangi um fyr- irtækið sem ekki á þangað erindi,“ segir Hrafn Leó. Hann bendir á að nú séu helstu verðmæti fyrirtækja geymd í tölvu- kerfum þeirra og því hækki örygg- isstigið mikið með aðgangsstýrð- um tölvum og prenturunum, auk þess sem smartkortið bjóði einnig upp á rafræna undirskrift. „Aðga ngsst ý r i ng prenta ra kemur í veg fyrir að viðkvæm gögn liggi á glámbekk. Þá fæst papp- ír ekki útprentaður nema smart- kort sé borið að honum, en það gæti lækkað árlegan prentkostn- að um allt að 20 þúsund á hvern starfsmann, í stað þeirrar sóunar þegar prentað var á pappír sem svo var ekki sóttur og endaði í ruslinu,“ segir Hrafn Leó. Önnur mikilvæg þróun í rafræn- um aðgangsstýringum Securitas er þráðlaus aðgangsstýring, en í hana þarf engar lagnir. „Í staðinn eru settir upp þráð- lausir rafhlöðudrifnir lásar á hurð- ir. Það tryggir sama öryggi en mun fljótari uppsetningu og lægri upp- setningarkostnað,“ útskýrir Hrafn Leó og tekur fram að rafræn að- gangsstýrikerfi henti einnig heim- ilum. „Þá er notaður rafrænn lykill í stað hefðbundins lykils í skráar- gat, sem er mun öruggari kostur og kemur í veg fyrir hættu á innbroti ef lykill týnist.“ Með tilkomu smartkorta eykst öryggi til mikilla muna, enda ógjörningur að afrita smartkort. Tryggir rétta fólkinu aðgang SALTO er einkar fullkomið og öfl- ugt aðgangsstýrikerfi, byggt upp með nettengdum og sjálfstæð- um rafhlöðudrifnum lásum sem hægt er að opna allt að 90 þús- und sinnum á hverri rafhlöðu. Rafhlöðudrifnir lásar þurfa ekki lagnir og passa í nánast allar teg- undir hurða, hvort sem það er ál, timbur eða gler. Þar sem ekki þarf lagnir í lása er uppsetningarkostnaður mun lægri í samanburði við venjuleg aðgangsstýrikerfi. Unnt er að hafa allt að 64.000 hurðir og notendur í kerfinu, 256 tímasvæði, 256 daga- töl og óendanlega margar not- endagrúppur. Fullkominn hug- búnaður stjórnar kerfinu, stofn- ar notendur og sækir upplýsingar um notkun. Upplýsingar um notkun, eydd kort og dagatöl eru flutt á milli nettengdra og sjálfstæðra lása með aðgangskortum, og með þráðlausum sendum er hægt að fá raun- tíma upplýsingar um notkun. S A LT O b ý ð u r ei n n ig lausn i r á skápalásum, en lás- arnir passa í allar teg- undir skápa, meðal annars sundlaugar- skápa, og auðvelt að koma þeim fyrir í nýja sem eldri. SALTO Aelement er öflugt og fullkomið að- gangsstýrikerfi, sérhann- að fyrir hótel. Með þráð- lausum sendum má fá rauntíma upplýsingar um notkun, ásamt rauntíma stjórnun á allar hurðir. Kerfið er hægt að setja á allar hurðir sem þarf að að- gangsstýra svo sem starfmanna- aðstöðu, geymslur og lyftur. Hægt er að fá SALTO aðgangs- stýrikerfi á allar tegundir hurða og auðvelt að stækka kerfið sem er einstaklega notendavænt, hag- kvæmt, sveigjanlegt og öruggt. Hrafn Leó Guðjónsson vörustjóri Securitas sem býður rafrænar aðgangsstýringar í úrvali. MYND/DANÍEL Ný tækni í aðgangsstýringum Í áratugi hefur Securitas verið leiðandi í rafrænum aðgangsstýringum fyrirtækja. Með aukinni þróun hafa kerfin orðið betri og fjölhæfari, og mikið er um spennandi nýjungar sem auka enn á öryggi, þægindi og hagkvæmni. Að ofan má sjá rafrænan augnskanna, en til hliðar og að neðan hurðarhúna með rafhlöðudrifnum lásum sem passa í nær allar tegundir hurða, hvort sem það eru ál-, timbur- eða glerhurðir. Þráðlaus aðgangsstýrikerfi ryðja sér nú mjög til rúms hjá Securitas, enda auð veld og hagstæð í upp setningu en alveg jafn trygg þegar kemur að öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.