Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 12
14. október 2011 FÖSTUDAGUR12 Á n þess að ég fari of djúpt í ástæður þess að ég hætti, þá er alveg ljóst að mín sýn og sýn eigandans fór ekki alltaf saman og í staðinn fyrir að vera alltaf í reip- togi varðandi stefnur og hvernig ætti að bregðast við ákveðnum atriðum þá lá þetta bara beint við og gerðist í sæmilegu bróðerni.“ Þetta segir Matthías Ims- land, fyrrverandi forstjóri Ice- land Express um starfslok sín hjá fyrirtækinu fyrir tæpum mán- uði. Matthías hafði gegnt starf- inu í fimm ár en mánuðina áður en hann hætti hafði gustað hressilega um félagið, það sætti harðri gagn- rýni fyrir tíðar seinkanir og ýmiss konar önnur óþægindi sem farþeg- ar upplifðu og sögðu frá opinber- lega. „Eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að vaxa hægar, nota tækifærið og fjárfesta meira í inn- viðunum og þjónustu,“ útskýrir Matthías. Þarf að fjárfesta í innviðum Þessi öri vöxtur var einmitt það sem eftirmaður Matthíasar, Birgir Jónsson, gagnrýndi hvað helst í við- tali við Fréttablaðið þegar hann var nýtekinn við starfinu. Hann nefndi sérstaklega að honum hefði þótt of skarpt farið í flug vestur um haf. Birgir hætti tíu dögum síðar eftir deilur við Pálma Haralds son, eig- anda og stjórnarformann félagsins. Var það sem sé að undirlagi Pálma sem umsvifin jukust svo mikið? „Pálmi hefur vissulega mjög mikinn áhuga á þessum geira. hann er með hugmyndir og metn- að til þess að stækka Iceland Express. Það sem við rákum okkur á er að það þarf að fjárfesta líka vel í innviðum til að standa undir svo mikilli stækkun,“ segir Matthías. „Það var mjög spenn- andi að fara í Amer- íkuflugið vegna þess hversu góður tengi- flötur Ísland er á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Það er áhugavert að byggja upp Ísland sem flughöfn á milli tveggja heimsálfa. Ice- landair hefur gert það mjög vel, en þeir hafa tekið sér góðan tíma og hafa hægt og rólega byggt ofan á þann árangur sem frumherj- ar flugsins á Íslandi höfðu náð. Það er hins vegar mjög flókið að fara inn á þann mark- að, það þarf mikið af leyfum, það þarf að semja um margt laga- lega og tengingar þurfa að vera í lagi. Það var þess vegna mjög krefj- andi verkefni að hefja þetta flug.“ Sanngjörn gagnrýni Matthías fór síst varhluta af gagn- rýninni sem beindist að félaginu í vor og sumar. Hann segir starfs- fólk félagsins hafa tekið gagnrýn- ina inn á sig og sumarið hafi verið því erfitt. En fannst Matthíasi gagnrýnin sanngjörn? „Já, oftast var gagn- rýnin sanngjörn. Það er eðlilegt að fólk gagnrýni ef það fær ekki þá vöru sem það hefur keypt. Starfsfólk Iceland Express er hins vegar gríðarlega öflugt og gott fólk sem hefur reynt að standa sig og það er ekki því að kenna að hlutirnir hafi þróast í þessa átt,“ segir hann. Var það þá Pálma að kenna? „Það er óþarfi að tala um hverjum þetta hafi verið að kenna. Hins vegar er ljóst að vandræð- in stöfuðu mikið til af því að vélar komu seint frá Bandaríkj- unum og fóru þar af leiðandi seint út til Evrópu og við náðum aldrei að vinna nógu vel úr þessu. Eftir á að hyggja hefði verið skynsamlegt að fjár- festa meira í þjónustu og fara aðeins hægar í stækkunina. Ég gengst við minni ábyrgð og hef reynt að skoða hvaða ákvarðanir það voru sem voru rangar. Stundum er samt ekki nóg að taka réttar ákvarðanir. Við sjáum að mjög mörg flugfélög hafa lent í vandræðum á undan- förnum árum, hvort sem það eru Föstudagsviðtaliðföstuda gur Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express Oftast var gagnrýnin sanngjörn. Það er eðli- legt að fólk gagnrýni ef það fær ekki þá vöru sem það hefur keypt. Hætti í bróðerni eftir reiptog við Pálma Iceland Express óx of hratt á kostnað þjónustu við farþega, segir Matthías Imsland í viðtali við Stíg Helgason. Hann og eigandann hafi greint á um stefnuna. Matthías telur að tvöfalda megi fjölda ferðamanna á Íslandi. BRATTUR Matthías veður í hugmyndum um það hvernig megi bæta íslenska ferðaþjónustu og afla þannig þjóðarbúinu meiri gjaldeyristekna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TILBOÐ ELDSNEYTI STAÐIRMITT N1LÍFIÐDEKK NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ Með nýja N1 appinu geturðu keypt eldsneyti með símanum þínum, skoðað færslur og punktastöðu, kynnt þér N1 tilboðin, fundið næstu N1 stöð á korti og jafnvel réttu dekkin eftir bílnúmerinu þínu. Vertu með á nótunum og appaðu þig í gang með N1!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.