Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 18
18 14. október 2011 FÖSTUDAGUR Í tilefni 25 ára afmælis leiðtogafundarins í Reykjavík Dagskrá: 13:00 Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og málþingsstjórnandi, opnar þingið 13:10 Jón Gnarr borgarstjóri: Fundur & friður 13:20 Mynd Blixa-nefndarinnar: Weapons of Terror 13:40 Frú Vigdís Finnbogadóttir: Dagarnir örlagaríku 13:50 Myndbrot úr heimildamyndinni In My Lifetime, eftir Bob Frye, um leiðtogafundinn í Reykjavík 1986 14:05 Dr. Rebecca Johnson: Then and Now: from the INF Treaty to Nuclear Abolition 15:00 Kaffi 15:30-17:00 Pallborðsumræður Allir velkomnir. Málþing í þágu friðar haldið í Hörpu laugardaginn 15. október 2011 Mannréttindi sjúk- linga eða byggðapot? Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þing- menn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinn- ar að Sogni út frá byggðasjónar- miðum og atvinnumálum í hér- aði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstak- lingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjót- um og góðum aðgangi að lækn- um og öðru heilbrigðisstarfs- fólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigð- isþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslend- ingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveit- arstjórnarmenn hafa af geðsjúk- um eða geðsjúkdómum. Fram- gangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.á m. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess stað- ar þar sem hún á heima: sam- neyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geð- sjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frek- ar en að æsa þær upp. Heilbrigðismál Auður Styrkársdóttir aðstandandi Svanur Kristjánsson aðstandandi Kirkjur og kynferðisbrot Liðið sumar markar þáttaskil í umræðu um kynferðisbrot í kirkjulegu umhverfi hér á landi. Rannsóknarnefnd sem kirkjuþing skipaði til að kanna viðbrögð og starfshætti vegna ásakana á hend- ur Ólafi Skúlasyni skilaði skýrslu í sumarbyrjun. Vinnu á grundvelli hennar var hleypt af stað á auka- kirkjuþingi í kjölfarið og mun fram haldið í haust. Í sama mund komu fram upplýsingar um brot í kaþ- ólsku kirkjunni hér sem nú hefur stofnað sína rannsóknarnefnd. Mikilvægt er að umræðan um kynferðisbrot og kirkjur verði opin og að hún varpi ljósi á þau félags- legu samskipti sem ríkja á þeim vettvangi og valda því að slík brot fá þrifist í umhverfi sem ætti að vera öllum öruggur griðastaður. Freistingarnar sex Kirkjur og trúfélög eru vettvangur náinna samskipta. Þar myndast oft persónuleg trúnaðartengsl og þar getur fólk verið mjög berskjaldað. Gerendur í kynferðisbrotum sem framin eru á kirkjulegum vettvangi eru oftar en ekki leiðtogar. Þolend- ur eru oft nýliðar, konur, börn, ung- lingar sem standa höllum fæti. Sú staða getur því komið upp að kirkja standi frammi fyrir vali: Með hvor- um aðilanum á að standa? Hvor er trúverðugri? Oft falla söfnuðir í einhverja af þeim sex freistingum sem guðfræðingarnir Marie For- tune og James Poling hafa bent á en bæði hafa starfað að forvörnum kynferðisofbeldis um áratugaskeið: Að neita að trúa þolandanum. — Gerandinn er oft virtur í söfnuðin- um jafnvel prestur og einn af boð- endum „sannleikans“. Að verja ímynd kirkjunnar. — Ósk um að viðhalda óflekkaðri mynd af kirkjunni fær besta fólk til að þagga niður raddir um ofbeldi af hálfu leiðtoga sinna. Að ásaka þolandann sem hugsan- lega er óþekktur í hópi þeirra sem völdin hafa. Að vorkenna meintum geranda. — Kastljósinu er beint að því hve sárt það sé að verða fyrir ásökun- um. Að koma í veg fyrir að gerandinn þurfi að gjalda fyrir gerðir sínar. — Málinu er haldið leyndu í stað þess að kæra það til opinberra aðila. Að bjóða upp á ódýra fyrirgefn- ingu. — Ef viðurkennt er að leið- togi hafi brotið af sér er strax boðið upp á fyrirgefningu og að málinu sé gleymt. Það er umhugsunarefni hvort íslenska þjóðkirkjan hafi fallið í þessar freistingar fyrir hálfum öðrum áratug og hvort hún hafi öðl- ast þann styrk að hún varist þær nú. Að læra af reynslu Þegar kirkja eða trúfélag hefur farið í gegnum þá sáru reynslu að viðurkenna að leiðtogi í hennar röðum hefur misbeitt stöðu sinni er mikilvægt að hún opni fyrir víð- tæka umræðu um það sem gerst hefur og dragi lærdóma af því, ekki síst um þau tengsl og valdahlutföll sem tíðkast innan hennar. Í því sambandi reynast skrif Marie For- tune einnig gefandi. Hún bendir á: Að oftast séu konur og börn fórn- arlömb en karlar misnoti stöðu sína gagnvart þeim í krafti trúar- hugmynda sem ýti undir yfir- burði karla. Þögn um kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum er því rökrétt afleiðing af viðhorfi sem upphefur hið sterka og lítur niður á hið veika. Að þögn um kynferðisbrot sé við- haldið með því að kynlífi og ofbeldi sé ruglað saman en kynlíf er sjald- an rætt á vettvangi trúfélaga. Kyn- ferðisbrot snúast aftur á móti ekki um kynlíf heldur ofbeldi. Að guðfræðin hafi brugðist með því að benda ekki á hið augljósa: Að kynferðisofbeldi sé synd. Sé það viðurkennt er umræða um kyn- ferðisbrot sett í nýjan farveg. Í stað þess að beita þöggun er leitað rétt- lætis fyrir þolendur og gerendur krafðir um iðrun, yfirbót og ábyrgð. Ofbeldi er synd Framlag guðfræðinnar felst eink- um í því að innleiða klassísk, guð- fræðileg hugtök í orðræðuna um þetta mikla vandamál samtíðar- innar. Þar er ekki síst um hugtak- ið synd að ræða. Marie Fortune bendir á þrjú merkingarsvið þess í tengslum við kynferðisofbeldi. Eitt varðar manneskjuna sem persónu, annað tengsl hennar við aðra en hið þriðja á við hið samfélagslega svið: Kynferðislegt ofbeldi er synd vegna þess að það brýtur gegn pers- ónulegum mörkum og frelsi mann- eskju til að ráða yfir eigin líkama og gjörðum. Gerandinn óvirðir þolandann með því að meðhöndla hann ekki sem persónu með frjáls- an vilja. Kynferðisofbeldi er í öðru lagi synd þar sem það feli í sér svik. Það traust sem áður ríkti milli persóna er að engu gert. Þá er kynferðisofbeldi synd í þeirri merkingu að það þrífst best þar sem valdsboð kynja- og kyn- þáttahyggju eru ríkjandi. Í sam- félögum þar sem slík viðhorf eru viðurkennd eru konur og börn ekki óhult. Rof og rán Marie Fortune bendir á að hugtak- ið synd feli í sér bæði rof og rán þegar það er notað um kynferðis- ofbeldi. Það sem er rofið er fyrst og fremst sjálfsvirðing þolandans en um leið traust manna í mill- um. Slíkt hefur áhrif á allt sam- félagið. Í þessu felst að þolendur kynferðislegs ofbeldis eru rændir trausti sem er nauðsynleg undir- staða mannlegrar tilveru sem og siðferðilegu valdi yfir eigin lífi og velferð. Það rán sem felst í kynferðis- ofbeldi þarf þó ekki að vera end- anlegt eða óafturkræft. Það er mögulegt að skila ránsfengnum og afhenda hann eiganda sínum að nýju. Það ber gerendum kynferðis- ofbeldis að gera. Þeim ber að iðr- ast, biðjast fyrirgefningar og leit- ast við að bæta skaðann. Það er einnig það sem allt samfélagið þarf að taka höndum saman um. Þau sem hafa verið rænd því sem er for- senda sjálfræðis og siðferðis eiga rétt á miskabótum – táknrænum eða efnislegum. Samfélagið þarf að stuðla að því að þeir geti að nýju tekið virkan þátt í samfélaginu með fullri reisn og virðingu. Kynferðisofbeldi Anna Sigríður Pálsdóttir Arnfríður Guðmundsdóttir Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Pétur Pétursson Sigrún Óskarsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir Sigurður Árni Þórðarson sjö guðfræðingar Það rán sem felst í kynferðisofbeldi þarf þó ekki að vera endanlegt eða óaftur- kræft. Það er mögulegt að skila ráns- fengnum og afhenda hann eiganda sínum að nýju. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svan- hildur Kaaber, skrifaði í Frétta- blaðið 28. september sagði hún það „handvömm“ að heiti Ríkis- útvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Rík- isútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufa- skapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Rík- isútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta hand- vömm eða er þetta skýr og ein- beittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrif- ara bent á að í prentaðri síma- skrá ársins 2011 er nafn Ríkisút- varpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisút- varpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brota- vilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarp- ið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisút- varpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Rík- isútvarpsins. „Handvömm“ – Heyr á endemi! Menning Eiðu Guðnason fv. sendiherra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.