Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 42
14. október 2011 FÖSTUDAGUR26 Verð frá kr.: 159.900 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð 26 menning@frettabladid.is Þeir sem fylgst hafa með fornum köppum sem lifnað hafa við á leik- lofti Landnámssetursins muna Skallagrímsson og hina íðilfögru Brák. Nú hefur Þorgeir Ljósvetn- ingagoði og hans lið bæst í þenn- an hóp. Þór Tulinius fer svipaða leið og farin var í verkinu um Skallagrímsson og tengir saman nútímann og örlagasögur úr Íslendingasögunum. Þór nýtir rýmið vel. Hann er með örlitla dúkku eða spýtukubb um hálsinn sem hann notar sem lykil að frásögninni. Kannski var þetta helgimynd, kannski vernd- argripur eða kannski bara drasl. Með þessar vangaveltur smeygir hann sér inn á sögusviðið. Hér er um heilmikinn massa af upplýs- ingum að ræða og tókst Þór snilld- arlega að halda mannskapnum við efnið með skemmtilegum, kenn- aralegum endurtekningum, þar sem Páll, sögukennari hans úr bernsku, kemur oft við sögu. Allar þær hetjur sem komu sér fyrir í mismunandi búðum á Þing- völlum höfðu hver sitt yfirbragð. Hinn karlmannlegi þræll Skinni sem gerir hosur sínar grænar fyrir Sólveigu, dóttur Þormóðs, birtist okkur sterkur og mynd- arlegur meðan stúlkutetrið var svona fremur fáfengileg og lýsti leikarinn því með ýktri líkams- beitingu feiminnar smástelpu og var það fyndið. Atburðarásin er öll kringum þessa daga á Þingvöll- um og var kristnisögunni fléttað inn í. Það ástand sem ríkti í sam- skiptum heiðinna manna og þeirra kristnu leikur Þór á hlaupum milli liða. Hvort sem það er trúverðugt eður ei þá var útfærslan skemmti- leg og áhorfendur dilluðu sér af hlátri. Búningur Þórs og yfirbragð var smekklega hlutlaus og skórn- ir rosalega flottir. Beiting málsins var skýr og fullt gefið af skýring- um á því hvers vegna fornkappar töluðu eins og þeir gerðu og féll það áhorfendum mjög vel í geð. Það stíga ýmsir á stokk eins og Síðu-Hallur, Hjalti Skeggja- son og Snorri goði. Nokkrar pers- ónur hafa þó líklega komið til í ritsmiðju Þórs sjálfs og gerir það verkið skemmtilegra. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar er hógvær en undirstrikar allan tímann gang atburða, Þór hélt undurvel utan um persónurnar og brá sér oní þindina í leit að slíkum hljóðum að helst mætti líkja þeim við forn blásturs- hljóðfæri. Loksins fáum við líka að vita af hverju stíllinn í sögunum er svo knappur, jú vegna þess að kálfskinnin voru svo dýr. Á köfl- um var sýningin líka spennandi, norskar leyniskyttur ná næstum því að breyta gangi sögunnar. Hér er skemmtilega unnið með þessar heimildir úr Íslendingabók Ara fróða um leið og Finnur draum- spaki og Mjaldur finnski fá víga- legt rými í alls kyns ástandi. Peter Engkvist, sem er sérfræð- ingur í því að leikstýra einleikj- um, hefur hér náð góðum tökum á verkefninu þar sem jafnvægi milli staðreynda eða upplýsingaflæðis- ins og hinnar leikrænu nándar er vel gætt. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Þór nýtur sín í þessu hlutverki og er alveg óhætt að mæla með enn einu fræðandi og skemmti- legu stefnumóti við forna kappa uppi í Borgarnesi. Kænn kappi í Landnámssetrinu Leiklist ★★★★ Blótgoðar - uppistand um- heiðingja Höfundur og flytjandi: Þór Tulinius. Leikstjóri: Peter Engkvist. Landnámssetrið í Borgarnesi Bækur ★★★ Flugan sem stöðvaði stríðið Bryndís Björgvinsdóttir Vaka-Helgafell Þjónn, það er fluga í stríðinu mínu Stríð geisar í ímynduðu, fjarlægu landi þar sem tvær nágrannaþjóðir eru á góðri leið með að gera út af við hvor aðra. Húsflugur sem hafa flúið heimkynni sín í leit að frið- sælum íverustað blandast í átökin og í kjölfarið taka málin óvænta stefnu. Þannig hljómar í stuttu máli söguþráður bókarinnar Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur sem hlaut á dögunum Íslensku barna- bókaverðlaunin 2011. Sagan er séð frá sjónarhóli lítilmagnans, fimm hús- flugna sem eiga undir högg að sækja í samvistum við mannfólkið. Þetta er ólíkur hópur, hver með sín sérkenni, viðfelldin grey sem sjá heiminn með saklausum augum og skilja ekki hvað mannskepnunni gengur til með skefjalausri græðgi og grimmd. Lítill greinarmunur er hins vegar gerður á mannfólkinu sem er með fáeinum en ýktum undantekningum fremur illa innrættar, blóðþyrstar skepnur. Það er þekkt stef að minnka muninn milli dýra og manna í bókum, einkum barnabókum, með því að manngera dýr og draga fram dýrslegt eðli manna. Tilgangurinn er sá að lesendur, börn, geti sett sig í annarra spor, óháð útliti og stöðu. Sagan boðar þannig hugmyndir um frið, jöfnuð og samkennd. Höfundi liggur mikið á hjarta og kemur því ágætlega á framfæri í þessari litlu og vel meinandi sögu. Textinn er á heildina ágætlega skrifaður, nær að kalla fram einstaka bros þótt undirtónninn sé alvarlegur, stríð með öllum sínum ljótu birtingarmyndum, og inn á milli skemmtilega ljóðrænar mynd- líkingar. Eins og þegar flugurnar ferðast með flugvél til hins ímyndaða Assam- bad: „… horfa niður á skýin sem hímdu undir flugvélinni eins og eyðiland úr þeyttum rjóma“. (s. 32) Helsti vandinn er sá að textinn er á köflum helst til flatur og heldur fyrir vikið ekki alltaf athygli. Atburðarásin er þétt en rislítil og ekki fyrr í seinni hluta þegar húsflugurnar taka höndum saman um að binda enda á blóðbaðið sem sagan kemst á gott flug. Þá fyrst færist fjör í leikinn þegar ýktar birtingarmyndir góðs og ills, tvívíðar persónur sögunnar, takast á í grátbroslegri viðureign sem krefst að lokum hinnar fullkomnu fórnar, færðar í kærleika svo friður náist að nýju. Þræðir eru hnýttir vel saman í lokin sem kallast á við upphafið og ramma frásögnina rækilega inn. Roald Eyvindarson Niðurstaða: Fallegur boðskapur og ágæt tilraun til að varpa nýju ljósi á til- gangsleysi stríðs, þótt aðeins vanti upp á slagkraftinn. Leikfélag Akureyrar hefur vetrardagskrá sína í kvöld með frumsýningu gaman- leiksins Svörtu kómedí- unnar, sem gerist í svarta myrkri svo enginn sér handa sinna skil. Nema áhorfendur. Svarta kómedían er eftir enska leikskáldið Peter Shaffer, sem er hvað þekktastur fyrir leikrit- in Amadeus og Equus sem sam- nefndar kvikmyndir voru gerðar eftir. Leikurinn gerist í London árið 1965. Ungur, fátækur lista- maður og unnusta hans fá ríku- lega antíkhúsmuni að láni án leyf- is til að ganga í augun á föður hennar og þýskum auðkýfingi sem er væntanlegur til að skoða verk listamannsins unga. Fyrir- varalaust fer rafmagnið af. Eig- andi húsgagnanna kemur óvænt heim, fyrrverandi ástkona mætir óboðin og heimspekilegur raf- virki reynir að bjarga málunum með afdrifaríkum og hlægilegum afleiðingum. „Þetta er óvenjulegur farsi að því leyti að hann hvílir meira á persónusköpuninni en ærslum,“ segir María Sigurðardóttir, leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar, sem jafnframt leikstýrir verk- inu. Mikið mæðir á leikurunum í verkinu; meginþorri verksins ger- ist í rafmagnsleysi en áhorfendur í sal þurfa auðvitað að sjá hvað fer fram á sviðinu. „Leikararnir þurfa því að leika eins og þeir sjái ekki handa sinna skil og það er hægara sagt en gert,“ segir María. „Enda fór mikill undirbúningur í einmitt þetta, þau hafa æft mikið í myrkri gagngert til að að skoða hvernig maður hreyfir sig, hlustar og skynjar umhverfi sitt.“ Átta leikarar leika í verkinu. „Þetta er mjög spennandi blanda yngri og eldri leikara. Einar Aðalsteinsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir eru tiltölulega nýútskrifaðir en mjög efnileg- ir leikarar, Þóra Karítas og Ívar Helgason eru ung en með nokkra reynslu á bakinu. Þau Árni Pétur Guðjónsson, Guðmundur Ólafsson, Sunna Borg og Gestur Einar Jón- asson eru hins vegar gamalkunn- ug á sviði, mér reiknast til að sam- anlagt séu þau með um 160 ára sviðsreynslu. Þessi hópur hefur náð mjög vel saman og árangur- inn er meinfyndinn.“ bergsteinn@frettabladid.is Rafmagnslaus farsi BIKASVART Verkið segir frá ungu pari sem fær falleg húsgögn „lánuð” frá fagurker- anum í næstu íbúð til að ganga í augun á ströngum föður stúlkunnar og þýskum listaverkakaupanda. Þau áform fara fyrir lítið þegar rafmagnið fer. Einar Aðalsteins- son, Anna Gunnhildur Guðmundsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir eru hér í hlut- verkum sínum. GRADUALE NOBILI Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur útgáfutónleika í Langholtskirkju á morgun klukkan 16. Tilefnið er útgáfa geisladisks sem ber nafnið X ten years Graduale Nobili. Diskurinn er safndiskur í tilefni tíu ára starfs kórsins og samanstendur af úrvali af tveimur diskum kórsins Graduale Nobili (2001) og In Paradisum (2008). Aðgangur er ókeypis og nýi diskurinn verður til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.