Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 51

Fréttablaðið - 14.10.2011, Page 51
FÖSTUDAGUR 14. október 2011 35 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Ökum undir bleikum merkjum enn á n‡ í október og nóvember H A N D B O LT I B i r k i r Ív a r Guðmundsson, markvörður Hauka, sýndi í gær að hann getur skipt sköpum fyrir lið sitt enda átti hann stærstan hlut í naumum sigri sinna manna á Akureyri í gær, 23-22. Birkir Ívar varði 21 skot í gær, þar af fjögur vítaskot, og þar að auki skot Bjarna Fritzsonar á loka- sekúndum leiksins. Heimir Óli Heimisson hafði þá komið Hauk- um yfir og, þökk sé Birki, reyndist það sigurmark leiksins. Leikur liðanna í gær var æsispennandi en þó voru Haukar skrefinu framar lengst af í leiknum. Misjöfn dómgæsla bætti ekki úr skák og bæði leikmenn og þjálfarar létu hana fara mikið í taugarnar á sér. Fyrir vikið var handboltinn ekki upp á marga fiska en skemmtanagildið þeim mun meira. Haukar fengu tækifæri til að gera fyrr út um leikinn en liðið er skipað ungum leikmönnum sem skortir stöðugleika. „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. En það er eðlilegt að það séu sveiflur í svo ungu liði.“ Lið Akureyrar saknar öflugra leikmanna og var flogið með varn- armanninn Hrein Þór Hauksson sérstaklega til landsins til að spila þennan leik. Hann fer aftur utan til Svíþjóðar í dag þar sem hann er í námi. „Við erum með marga leikmenn sem eru að fá sénsinn í fyrsta sinn. Þeir eru að fá dýrmætar mínútur og þeir munu læra af því. Það er ekkert lið sem hefur efni á því að missa fimm menn á einu bretti og það skýrir gengi okkar,“ sagði Atli en Akureyri hefur nú tapað þrem- ur leikjum í röð í deildinni. „En það var dýrt að brenna af fimm vítum í þessum leik.“ - esá Akureyri tapaði í gær sínum þriðja leik í röð í N1-deild karla þegar liðið tapaði 22-23 fyrir Haukum í gær: Haukar höfðu betur í taugastríði á Ásvöllum BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON Varði vel í marki Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM N1 deild karla í handbolta Valur-Fram 20-21 (10-14) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfús Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6). Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar) Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri) Utan vallar: 4 mínútur Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2). Varin skot: Magnús Erlendsson 18 Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2) Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán) Utan vallar: 2 mínútur. Haukar-Akureyri 23-22 (14-13) Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%). Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1). Fiskuð víti: 1 (Freyr 1). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzs. 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1). Varin skot: Sveinbjörn Péturss. 14 (37/1, 38%). Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1). Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1). Utan vallar: 8 mínútur. HK-FH 30-30 (14-16) Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1) Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5% Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm) Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó) Utan vallar: 8 mínútur Mörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1) Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8% Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari) Fiskuð víti: 1 (Ólafur) Utan vallar: 6 mínútur STAÐAN Í N1 DEILD KARLA: Fram 4 4 0 0 103-92 8 Haukar 4 3 0 1 106-91 6 HK 4 2 1 1 107-101 5 FH 4 2 1 1 106-105 5 Valur 4 1 1 2 93-90 3 Akureyri 4 1 0 3 100-98 2 Grótta 3 0 1 2 67-80 1 Afturelding 3 0 0 3 61-86 0 Iceland Express karla í körfu KR-Þór Þorl. 90-84 (48-42) Stig KR: Edward Lee Horton Jr. 24, David Tairu 21, Hreggviður Magnússon 15, Finnur Atli Magnússon 15, Emil Þór Jóhannsson 9, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Jón Orri Kristjánsson 1. Stig Þór Þ.: Darrin Govens 28 (10 frák.), Michael Ringgold 22 (15 frák.), Guðmundur Jónsson 13, Darri Hilmarsson 12, Grétar Ingi Erlendsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Grindavík-Keflavík 86-80 (36-38) Stig Grindavíkur: Giordan Watson 23 (6 stoðs.), Páll Axel Vilbergsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13, Þorleifur Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 9, Ólafur Ólafsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 7. Stig Keflavíkur: Jarryd Cole 29 (16 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 28 (6 stoðs.), Gunnar H. Stefánsson 6, Valur Orri Valsson 5, Ragnar Gerald Albertsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Charles Michael Parker 3. Fjölnir – ÍR 101-109 (47-48) Stig Fjölnis: Árni Ragnarsson 23, Nathan Walkup 19, Jón Sverrisson 17, Calvin O’Neal 16, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Ægir Þór Steinarsson 11, Hjalti Vilhjálmsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 32, James Bartolotta 25, Kristinn Jónasson 19, Sveinbjörn Claessen 14, Hjalti Friðriksson 9, Eiríkur Önundarson 5, Ellert Arnarson 5. Fyrsta umferðin klárast í kvöld en þá mætast Valur-Njarðvík, Tindastóll-Stjarnan og Haukar- Snæfelli. Allir leikir hefjast klukkan 19.15. ÚRSLIT Í GÆR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.