Fréttablaðið - 14.10.2011, Side 30

Fréttablaðið - 14.10.2011, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGlyklar og lásar FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 20114 FYRSTI HENGILÁSINN Elstu heimildir um hengilása eru frá rómverska tímabilinu og sýna að slíkir lásar hafa verið til frá því árið 500 fyrir Krist. Þeir voru mikið notaðir af kaupmönnum sem ferðuðust hinar fornu siglingaleiðir frá Evrópu til Asíu. Hengilásar hafa einnig fundist í York í Englandi sem taldir eru vera frá árinu 850 og hafi því verið notaðir af víkingum. Bláskeggur harðbannar söguhetjunni að opna leyniklefann en hún stenst ekki freistinguna. SAFNAÐI LÁSUM Katrín II, jafnan kölluð mikla, keisaraynja í Rússlandi, átti stórt og mikið lyklasafn. Fallega skreyttir hengilásar nutu vinsælda þegar hún var uppi og vandað handbragð listamannanna heillaði víst keisara- ynjuna. Sagan segir að eitt sinn hafi hún orðið svo hrifin af lyklakeðju eftir lyklasmið sem var í útlegð í Síberíu að hún hafi gert sér fyrir lítið og náðað manninn. ÝMISLEGT LEYNIST Á BAK VIÐ LUKTAR DYR Lyklar gegna oftar en ekki mikilvægu hlutverki í skáldskap. Sem dæmi eru lyklar táknrænir í viktorískum bókmenntum þar sem þeir opna oftar en ekki dyr að framandi heimum, svo sem í The Golden Key, sem birtist í smásagnasafni George MacDonald, Dealing with Fairies frá árinu 1867 og hinni vel þekktu Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll frá 1885. Fleira getur þó leynst á bak við luktar dyr eins og sagan um Blá- skegg er til vitnis um, en hana var vinsælt að setja upp í leikhúsi á 19. öld og kvikmynda síðar meir. Í sögunni hunsar ung kona fyrirmæli Bláskeggs eiginmanns síns um að opna læstan leyniklefa í kastala hans. Þar með er voðinn vís því konunni til mikillar skelfingar er þar að finna hræðilega útleikin lík fyrri eiginkvenna Bláskeggs sem hafa virt fyrir- mælin að vettugi. Lyklar gegna táknrænu hlutverki í Lísu í Undralandi. METHAFI Í GUINNESS Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á Bandaríkjamaðurinn Brent Dixon frá Georgíu heimsins stærsta safn af lyklakippum eða 41.418 stykki. Þeim hefur hann dundað sér við að safna frá árinu 2001. Georgiou Evagoras á hins vegar heiðurinn að því að hafa látið framleiða heimsins stærsta lykil, 5,5 metra langan og 2,6 metra breiðan. Lykillinn var form- lega sýndur og mældur á Kýpur 20. september 2006. ÝKTAR ÖRYGGISRÁÐSTAF ANIR Keisarar á Indlandi beittu ýmsum brögðum til að verja auðævi sín á öldum áður. Dæmi eru um að þeir hafi látið setja verðmæti í box sem var komið fyrir á litlum eyjum eða sökkt í laugar í hallargörðunum. Fáir gerðust svo djarfir að reyna að nálgast verðmætin þar sem þeirra var gætt af sveltum krókódílum sem voru vísir með að ráðast á þá sem hættu sér ofan í. Leikir erkifjendanna í Liverpool og Manchester snúast um svo miklu meira en þrjú stig. Heiðurinn er að veði – og rúmlega það. 15. OKTÓBER Á STÖÐ 2 SPORT 2 LIVERPOOL GEGN MANCHESTER UNITED 29. OKTÓBER Hver verður fyrstur í Nýju Delí? FORMÚLA 1 - INDLAND Keppni þeirra bestu heldur áfram. MEISTARADEILD EVRÓPU 18-19. OKTÓBER A-landslið karla mætir Ronaldo og félögum í undankeppni EM. PORTÚGAL – ÍSLAND 7. OKTÓBER Dagur og félagar fá lærisveina Alfreðs í heimsókn. FÜCHSE BERLIN – KIEL 30. OKTÓBER Vinna stóru liðin eða verða óvænt úrslit að hætti Deildabikarsins? ENSKI DEILDABIKARINN 25-26. OKTÓBER Hvað gera snillingarnir í spænska boltanum? REAL MADRID - VILLAREAL 26. OKTÓBER Toppleikur í spænsku deildinni. BARCELONA – SEVILLA 22. OKTÓBER Heil helgi af fyrsta flokks golfi. ASIA ONE MÓTARÖÐIN 8-9. OKTÓBER Spennan magnast í Evrópudeildinni. EVRÓPUDEILDIN 20. OKTÓBER 13. OKTÓBER Átök, tækni og mögnuð spenna. EAS ÞREKMÓTARÖÐIN Risaslagur í Staples Center í Los Angeles HOPKINS vs DAWSON 15. OKTÓBER 15. OKTÓBER 55 hringir af æsispennandi hraðakstri og átökum. FORMÚLA 1 - SUÐUR-KÓREA 23. OKTÓBER Topp- og nágrannaslagur erkifjendanna í Manchester. MAN.UTD – MAN.CITY 29. OKTÓBER Lundúnaslagur fyrir lengra komna. CHELSEA – ARSENAL SUNNUDAGSMESSAN SUNNUDAGA MUTV, Liverpool TV og Chelsea TV fylgja frítt með áskrift að Stöð 2 Sport 2 Þú færð meira fyrir peningana Golf Channel fylgir frítt með áskrift að Stöð 2 Sport Gummi og Hjörvar fara yfir leiki helgarinnar í Enska boltanum. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.