Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 54
14. október 2011 FÖSTUDAGUR38 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Believe með Cher. Þá líður mér eins og árið sé 1999 þegar allt var gott.“ Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður í Týndu kynslóðinni. Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsileg- um galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstadd- ur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scand- inavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimm- tíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guð- jónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúnings- nefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldn- anna og forsetaembætta Norður- landanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna upp- ljóstrana um svallferðir konungs- ins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregs- konungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donald- son, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslend- ingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðar- forstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigur- jón Sighvatsson kvikmyndafram- leiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophus- son. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn sam- takanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kring- um kvöldverðinn, meðal ann- ars opnun sýningarinnar Lum- inous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan. org, má finna dagskrá kvöldverð- arins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is HLYNUR GUÐJÓNSSON: AÐEINS GEFIÐ Í VEGNA AFMÆLISINS Forsetahjónin skemmta sér með norræna aðlinum „Þetta hafðist og nú fer undirbúningur bara á fullt,“ segir Baltasar Kormákur kvik- myndaleikstjóri. Samningar hafa náðst um að hann leik- stýri spennumyndinni 2 Guns með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu var Baltasar í viðræðum um að leikstýra tveimur verk- efnum í Hollywood, annars vegar 2 Guns og hins vegar fjallamyndinni Everest. Samkvæmt vefmiðlum í Bandaríkjun- um verður þetta engin smámynd, talið er að kostnaðurinn verði í kringum 60 til 90 milljónir dollara eða sex til tíu milljarðar íslenskra króna eða næstum helmingi dýrari en Contraband, fyrsta alvöru Hollywood- mynd Baltasars. „Það er gert ráð fyrir því að tökur hefjist í mars á næsta ári.“ Verið er að ræða við aðra stórstjörnu um að leika í myndinni en Vince Vaughn, gam- anleikarinn góðkunni, hefur verið orðaður við hana í dágóðan tíma. Ekki er þó líklegt að hann verði fenginn til verksins. Að sögn leikstjórans er horft til Nýju- Mexíkó sem aðaltökustaðar og standa tökur væntanlega yfir í rúma þrjá mán- uði. „Þetta er hálft ár sem fer í þetta verk- efni þannig að maður þarf að finna hús, helst með sundlaug,“ grínast Baltasar með. 2 Guns er byggð á myndasögu eftir Steven Grant en það er handritshöfundur- inn Blake Masters sem mun aðlaga söguna að hvíta tjaldinu. Meðal framleiðenda er Marc Platt en hann á meðal annars heið- urinn af kvikmyndunum Drive og Scott Pilgrim vs. the World. - fgg Baltasar semur um Wahlberg-mynd SANNKÖLLUÐ STÓRMYND Baltasar Kormákur leikstýrir kvikmyndinni 2 Guns sem Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í. Tökur fara væntanlega fram í Nýju-Mexíkó en kostnaðurinn við gerð hennar er talinn hlaupa á sex til tíu milljörðum íslenskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka svo mikið til,“ segir Bryndís Jakobsdóttir sem spilar í Kaldalóns- sal Hörpunnar á laugardagskvöld. Þar kynnir hún fyrstu plötu dúettsins Song For Wendy, Meeting Point, sem kemur út í lok næstu viku á vegum Senu. Sveitin er samstarf Bryndís- ar og kærasta hennar, Danans Mads Mouritz. Þau kynntust árið 2008 í vinnubúðum fyrir lagasmiði á vegum tónlistarhátíðarinnar Spot í Árósum og hafa síðan þá unnið mikið saman í tónlistinni. „Við höfum verið að hjálpast mikið að en svo ákváðum við að byrja að semja saman og það gekk eitthvað svo vel. Það var allt saman svo auðvelt ferli. Við áttum aldrei í vandræðum með að semja saman,“ segir Bryndís. Hún og Mads tóku upp plötuna eftir að hafa farið í tónleikaferðalag í desember í fyrra. Áður höfðu þau safnað saman mörgum af sínum uppáhaldsljóðum og voru lögin samin undir áhrifum frá þeim. Í Hörpunni á laugardagskvöld verða þau tvö á sviðinu. Bæði syngja þau auk þess sem Mads spilar á kassagítar á meðan Bryndís býr til alls kyns fal- leg hljóð í tölvunni sinni. Lögin eru mörg hver róm- antísk og hugguleg með elektrónískum áhrifum. Bryndís segist vera með annan fótinn á Íslandi en þau Mads fara til Danmerkur á mánudag ásamt syni sínum Magnúsi sem er níu mánaða. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stundar hún lagasmíða- nám við The Royal Danish Academy of Music og er einnig að vinna að næstu sólóplötu sinni. Sú fyrsta kom út fyrir þremur árum við góðar undirtektir. - fb Gott að semja með kærastanum SONG FOR WENDY Fyrsta plata Bryndísar Jakobsdóttur og Mads Mouritz kemur út í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG GLÆSILEGUR GALA-KVÖLDVERÐUR Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd glæsilegan galakvöldverð hjá American-Scandinavian Foundation. Dýrustu borðin kosta í kringum sex milljónir íslenskra króna en meðal nafntogaðra Íslendinga sem hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna eru Helgi Tómasson og Björgólfur Guð- mundsson. Veislustjóri kvöldsins verður hins vegar hin norska Liv Ullmann. 25 ára velgengni EÐAL GINSENGS á Íslandi Eingöngu notaður virkasti hluti rótarinnar Skerpir athygli - eykur þol Kveðjum slen og streitu fagnar tímamótunum með því að bjóða 25% afslátt til 25. október Snemma morguns dreifa um 450 blaðberar pósti og Fréttablaðinu heim til lesenda. Til að tryggja öryggi blaðbera og dreifingu þarf lýsing að vera til staðar og aðkoma að póstlúgu í lagi. Höfum útiljósin kveikt. Með fyrirfram þökk, Sími: 585 8300 www.postdreifing.is Allt í myrkri? Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.