Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 20
14. október 2011 FÖSTUDAGUR20
Dóttir mín, eiginkona mín, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
Kristrún Helga M. Waage
Brekkubæ 21, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á 11E krabbameinsdeild
Landspítalans, mánudaginn 10. október. Útför fer fram
frá Árbæjarkirkju mánudaginn 17. október kl. 13.00.
Jarðsett verður í Hvammskirkjugarði í Dölum
daginn eftir.
Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir
Viðar G. Waage
Bjarki V. Waage Sveinbjörg Ólafsdóttir
Smári V. Waage María Sunna Einarsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur bróðir minn og frændi,
Kristján Sturlaugsson
tryggingastærðfræðingur
frá Múla í Ísafjarðardjúpi,
löngum til heimilis að Bogahlíð 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 5. október.
Útförin verður gerð frá Grensáskirkju
fimmtudaginn 20. október kl. 13.00.
Gerður Sturlaugsdóttir
og fjölskylda.
Okkar ástkæra
Jóna Steinunn Patricia
Conway (Pattý)
Skjólvangi 1, Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 8. október í faðmi fjölskyldu
og vina á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 17. október kl. 13.00.
Helgi Vilhjálmsson
Kristín Helgadóttir Gísli Jón Gíslason
Ingunn Helgadóttir Atli Einarsson
Rut Helgadóttir Jóhann Ögri Elvarsson
Helgi Már Gíslason Ása Karen Jónsdóttir
Liis Vitsut
Patrik Snær Atlason, Nadía Atladóttir,
Sunneva Gísladóttir, Ísak Atli Atlason, Siim Hannesson og
Patricia Jóhannsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bryndís Sveinsdóttir
Sunnuvegi 9, Selfossi,
lést mánudaginn 10. október. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju laugardaginn 15. október kl. 11.00.
Ingvar Jónsson Þórdís Kristjánsdóttir
Þórir Jónsson
Pálmi Jónsson Guðrún Elíasdóttir
Guðmundur Jónsson Áslaug Pálsdóttir
Haukur Jónsson Aldís Anna Nielsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín,
Ragna Gunnarsdóttir
Samtúni 10, Reykjavík,
lést 27. september á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 3. hæð á Skjóli fyrir
góða umönnun og kærleiksríkt viðmót.
Þakka auðsýnda samúð,
Garðar Sölvi Helgason
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur hlýhug og
samúð vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
Jóns Trausta Kárasonar
fyrrum aðalbókara Pósts og síma,
sem lést 24. ágúst sl. Við þökkum sérstaklega starfs-
fólki á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir mikla alúð og
vinsemd.
Bjarghildur Stefánsdóttir
Gylfi Jónsson Þórunn Ásgeirsdóttir
Birgir Jónsson Dagrún Þórðardóttir
Kári Jónson Hermína Hermannsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir
má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Tösku- og hanskabúðin er meðal elstu
verslana hérlendis sem hafa samfleytt
verið reknar í því húsnæði sem starf-
semin hófst í, á Skólavörðustíg 7. Hjón-
in Ingibjörg Jónsdóttir og Þorgrímur
Brynjólfsson stofnuðu verslunina árið
1961 en árið 2005 tóku nýir eigendur
við rekstrinum. Verslunin fagnar því
hálfrar aldar afmæli nú í ár en Gréta
Oddsdóttir, verslunarstjóri Tösku- og
hanskabúðarinnar, segir marga við-
skiptavini hafa fylgt versluninni lengi.
„Margir hafa haldið tryggð við versl-
unina í gegnum árin enda er sá hópur
fólks sem vill koma í bæinn og versla
við sérverslanir alltaf til staðar. Það er
fólk á öllum aldri, frá 20 ára til nærri
tíræðs, sem kíkir við hjá okkur,“ segir
Gréta.
Verslunin er starfrækt í stærri hluta
af húsnæðinu að Skólavörðustíg en var í
upphafi og ferð þangað vekur minning-
ar hjá mörgum sem muna eftir að hafa
farið þangað með foreldrum, ömmum
og öfum. Hanskar, töskur, skartgripa-
skrín, regnhlífar og aðrar vörur versl-
unarinnar hafa fylgt þjóðinni lengi og
margir hafa það sem fastan punkt í til-
verunni að fara niður í bæ og kaupa
hanska á Þorláksmessu, að sögn Grétu.
Gréta segir vinsælustu vörurnar,
sjálfa hanskana, ekki vera síður vin-
sæla hjá yngra fólki. „Okkar föstu við-
skiptavinir sem koma hingað vegna
hanskanna eru líklega stærsti hópur-
inn. Þær vörur sem þjóðin kaupir líka
aftur og aftur eru til að mynda ferða-
töskur og skjalatöskur,“ upplýsir Gréta
og segir þann gamla grunn sem versl-
unin byggi á hafa hjálpað í efnahags-
kreppunni, þar sem traust viðskipta-
sambönd séu til staðar og mörg merki
hafi lengi fylgt versluninni.
juliam@frettabladid.is
TÖSKU- OG HANSKABÚÐIN Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG: HÁLFRAR ALDAR GÖMUL
Fastur punktur hjá mörgum
ALLTAF Á SAMA STAÐ Margrét Harðardóttir, Gréta Oddsdóttir og Sæunn Auðunsdóttir, starfs-
konur Tösku- og hanskabúðarinnar á Skólavörðustíg sem hefur verið starfrækt í húsinu frá
árinu 1961. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Mæðrastyrksnefnd voru
nýlega afhentir 250 bíómið-
ar á kvikmyndina Hetjur
Valhallar – Þór. Snædís
Baldursdóttir, sjö ára,
afhenti, fyrir hönd Títans
fjárfestingafélags, Senu
og CAOZ, Ragnhildi Guð-
mundsdóttur, framkvæmda-
stjóra Mæðrastyrksnefndar,
miðana ásamt 250 gjafamið-
um fyrir poppi og gosi.
Með þessu vildu áður-
nefnd fyrirtæki stuðla að
því að sem flestir sjái sér
fært að sjá myndina sem
verður heimsfrumsýnd á
föstudaginn á ellefu stöð-
um og í 24 bíósölum um
land allt. Kvikmyndin er
fyrsta íslenska þrívíddar-
teiknimyndin í fullri lengd
og fjallar um uppvaxtar-
ár þrumuguðsins Þórs, en
myndin er fjölskyldumynd
sem höfðar til allra aldurs-
hópa.
Hetjur Valhallar – Þór er
framleidd af CAOZ en Sena
sér um dreifingu myndar-
innar á Íslandi. Fleiri upp-
lýsingar um myndina er
hægt að nálgast á sena.is/
thor.
Mæðrastyrksnefnd fær miða á Þór
SKEMMTILEG GJÖF Snædís Baldursdóttir, sjö ára, afhenti Ragnhildi
Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar, gjöfina.
BJARNI ÞORSTEINSSON (1861-1938 ) prestur og þjóðlagasafnari fæddist þennan dag fyrir 150 árum.
„Oft er ekki nema hársbreidd milli hins góða og hins misjafna, milli gleðinnar og sorgarinnar.“
Martin Luther King (1929-1968) helgaði líf
sitt baráttunni fyrir jöfnum kjörum hvítra og
afrískættaðra Bandaríkjamanna á 6. og 7.
áratug síðustu aldar. Sú barátta varð til þess
að hann vann til friðarverðlauna Nóbels 14.
október 1964 og varð þar með yngstur til að
hljóta þau, aðeins 38 ára.
Fjórum árum síðar var King myrtur þegar
hann var staddur í Memphis í Tennessee til
að sýna svörtum flutningaverkamönnum í
verkfalli stuðning. Hann gisti á móteli þar í
borg og á svölum þess var hann skotinn til
bana.
Dauði Kings var mikið áfall fyrir baráttu
blökkumanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið
bárust fjölskyldu hans fimmtíu þúsund bréf,
símskeyti og aðrar samúðarkveðjur frá fólki
alls staðar að úr heiminum
ÞETTA GERÐIST: 14. OKTÓBER 1964
King hlaut friðarverðlaun Nóbels