Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 2
14. október 2011 FÖSTUDAGUR2 Eva, eruð þið svona miklar hópsálir? „Já, annað er hópless.“ Eva Björk Kaaber er meðlimur í framandverkaflokknum Kvissbúmmbang sem stendur fyrir innsetningu á Jafn- réttisdögum í Háskóla Íslands. Í inn- setningunni er fólki hjálpað að finna sinn minnihlutahóp en hugmyndin er að setja spurningarmerki við þá tilhneigingu að hólfa fólk alltaf niður. DÓMSMÁL Gunnar Rúnar Sigurþórs- son var síðdegis í gær sóttur á rétt- argeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafn- framt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeig- andi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geð- lækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunn- ar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi,“ segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að Gunnar sakhæfur og fluttur á Litla-Hraun Hæstiréttur hefur snúið við sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni og dæmt hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnar Rúnar var sóttur á Sogn síðdegis í gær og fluttur á Litla-Hraun. GUNNAR RÚNAR SIGURÞÓRSSON Gunnar Rúnar í Héraðsdómi Reykjaness ásamt verjanda sínum, Guðrúnu Sesselju Arnardóttur hrl. „Eftir 9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghug- myndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveru- leikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér. Athygli vekur hversu fljótt ást hans til D hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega ástarsýki (erotomaniu), slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð […] Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum […] Hann er eins og að ofan getur ekki með nú formlegan geðsjúkdóm í þess orðs vanalegu merkingu.” Úr vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæm- ist, þar á meðal neitaði hann stað- fastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins.“ Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetning- ur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur,“ segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Stjórnarbyggingar í Stokk- hólmi voru rýmdar um tíma í gær- morgun vegna sprengjuhættu. Tveir pakkar fundust sem talið var að gætu innihaldið sprengjur. Á svæðinu sem var rýmt eru meðal annars skrifstofur Fred- riks Reinfeldt forsætisráðherra og Beatrice Ask dómsmálaráð- herra. Ask var á staðnum en Rein- feldt ekki. Stórt svæði var innsigl- að á meðan á rannsókninni stóð. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til og voru pakkarnir fjarlægðir með hjálp fjarstýrðs vélmennis. Þeir voru svo flutt- ir burt og rannsakaðir. Engin sprengjuhótun hafði borist og strax voru taldar litlar líkur á að innihald pakkanna væri hættulegt. Mikið eftirlit er hins vegar með byggingunum, ekki síst vegna sprengjunnar í Ósló í sumar. Í ljós kom svo að ekki var um sprengjur að ræða. Fréttamiðlar í Svíþjóð greindu frá því í gær að pakkarnir væru hluti af gjöf- um frá forseta Úrúgvæs, Jose Mujica, sem er í opinberri heim- sókn í Svíþjóð um þessar mundir. - þeb Stjórnarbyggingar í Stokkhólmi voru rýmdar í gærmorgun: Sprengja reyndist gjöf frá forseta FORSÆTISRÁÐHERRANN Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki á skrifstofu sinni þegar þurfti að rýma hana í gær. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Skipulagsstjóri Akureyrar hefur samþykkt útgáfu byggingarleyfis til ÁTVR vegna viðbyggingar við Vínbúð á Hóla- braut en bendir á að deiliskipu- lagsbreyting vegna málsins hafi verið kærð til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Það geti haft áhrif á gildi byggingar- leyfis eða framkvæmdir stöðv- aðar á meðan málið er skoðað. Framkvæmdir verði þó heimil- aðar uppfylli ÁTVR öll skilyrði en þá á ábyrgð fyrirtækisins. - gar Umdeild stækkun Vínbúðar: ÁTVR byggir á eigin ábyrgð Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA SPURNING DAGSINS UMHVERFISMÁL Valur Richter meindýraeyðir segir við Bæjar- ins besta á Ísafirði að meira sé um mink inni í bænum en áður var. Þá hafi Valur farið í nokk- ur útköll vegna minks í manna- bústöðum í bænum. „Að sögn Vals er erfitt að eiga við minkinn þegar hann er kom- inn inn í hús og eina ráðið sé að veiða hann í gildru. Mikilvægt er þó að fara varlega þar sem mink- urinn ver sig ef hann er króaður af, en hann getur bitið nokkuð illa. Valur segir að eina ráðið við að halda minkum í skefjum sé að veiða þá en dregið hefur úr veið- um þar sem minna fjármagn fæst í þær frá ríkinu,“ segir í bb.is. - gar Sótt að húsum Ísfirðinga: Veiðar á mink berast inn í bæ MINKUR Óvelkominn en gerir sig samt heimakominn. SVEITARSTJÓRNIR „Ef svo fer fram sem horfir blasir við áfram- haldandi akstur um erfiða, oft illfæra og hættulega fjallvegi næstu áratugi. Þetta er óásætt- anlegt,“ segir í sameiginlegri áskorun til þingmanna frá bæjar- stjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps og Reyk- hólahrepps. Áskorunin er birt í heilsíðuauglýsingu í Frétta- blaðinu í dag. „Láglendisvegur er eina lausnin í samgöngumálum svæðisins og hefja þarf vinnu við hann sem allra fyrst, ef byggð á ekki að leggjast af á sunnanverð- um Vestfjörðum,“ segja bæjar- stjórarnir. - gar Biðja um liðstyrk þingmanna: Láglendisvegur er eina lausnin ATVINNA Rúmlega helmingur aðild- arfyrirtækja Samtaka atvinnu- lífsins telur að starfsmannafjöldi haldist óbreyttur á þessu ári. Tæpur fjórðungur telur að starfs- mönnum fækki og rúmur fimmt- ungur að þeim fjölgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um stöðu atvinnumála og efna- hagshorfur. Heildarfjöldi starfa á almennum vinnumarkaði verður því óbreyttur milli ára. Í könnuninni kemur einnig fram að nærri sex af hverjum tíu fyrir- tækjum muni ekki leggja í umtals- verðar fjárfestingar eða endur- bætur á næsta ári. Aðeins fjórtán prósent hyggja á fjárfestingar. - þeb Könnun SA meðal fyrirtækja: Óbreytt staða á vinnumarkaði Eitt hús byggt á árinu Verið er að byggja íbúðarhús í Kirkjuhvammi á Rauðasandi. Húsinu er ætlað að hýsa starfsfólk Franska kaffihússins á staðnum. Það mun vera eina íbúðarhúsið sem byggt er á sunnanverðum Vestfjörðum á árinu, að því er fram kemur á vef Patreks- fjarðar. VESTFIRÐIR LÖGREGLUMÁL Fíkniefnahundurinn Jökull, sem er í þjónustu lögreglunnar á Akureyri, átti stóran þátt í því að um sjötíu grömm af sterkum fíkniefnum fund- ust í heimahúsi í bænum í fyrradag, auk mikils magns lyfseðlisskyldra lyfja. Jökull er einn sjö hvolpa sem fíkniefnahundur lögreglunnar á Suðurnesjum, Ella, og fíkniefnahundur tollgæslunnar, Nelson, eignuðust á síðasta ári, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Afkomendur hafa reynst frábærlega vel í baráttu lög- reglu gegn dreifingu og sölu fíkniefna. Það var um miðjan dag sem lögreglan á Akureyri gerði húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hjá manninum fundust um þrjá- tíu grömm af amfetamíni og nokkur grömm af kanna- bisefnum. Í mögnurum hafði maðurinn svo falið um 40 grömm af muldum e-töflum. Jökull aðstoðaði við leitina að fíkniefnunum og fann meðal annars e-töflu- duftið í mögnurunum. „Það má alveg segja að þessum heimi sem þrífst á sölu og dreifingu fíkniefna standi ógn af þessum ungu hundum,“ segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, sem nýkominn er heim frá því að þjálfa leitarhunda í Bretlandi. „Unghund- arnir okkar eru ekki síðri en hundarnir þar,“ bætir hann við. Steinar segir enn fremur að unghundarnir fari í sitt lokapróf hjá Lögregluskólanum í febrúar. Hann segir að til standi á næsta ári að leiða saman annað par fíkniefnahunda, því enn vanti nokkur lög- regluembætti hund. Milljónasparnaður náist takist að rækta góða hunda hér heima. - jss Fíkniefnahundurinn Jökull fann fíkniefni á Akureyri í vikunni: Íslenskir hundar ógna dópheiminum FÍKNIEFNAHUNDURINN JÖKULL Jökull hefur skilað frábærum árangri þó ungur sé að árum. BELGÍA, AP Vonast er til þess að bundinn hafi verið endi á stjórnar- kreppuna í Belgíu. Belgar hafa verið án starfandi ríkisstjórnar frá síðustu kosningum 13. júní 2010. Elio Di Rupo segist verða for- sætisráðherra í sex flokka ríkis- stjórn. Kristilegir demókratar, frjálslyndir og Sósíalistaflokkur- inn munu mynda ríkisstjórnina en hverjum flokki verður skipt í tvennt eftir landsvæðunum. Þann- ig verða þrír frönskumælandi og þrír flæmskumælandi flokkar. Samkomulag hefur einnig náðst um breytingar á stjórnarskránni sem gefa tveimur hlutum landsins meiri sjálfstjórn. - þeb Sex flokka ríkisstjórn mynduð: Stjórnarkreppa á enda í Belgíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.