Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 16
16 14. október 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Manneskjan á krossgötum. Manneskj-an andspænis því góða og slæma í
eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauð-
anum. Manneskjan sem þarf að standa
vörð um eigin virðingu og annarra.
Kvikmyndir miðla glímunni við lífið.
Áhorfandinn speglar sig í sögunum á
hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur
fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna.
Góð kvikmynd býður til þannig samtals,
án þess að dæma eða þvinga.
Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu,
trúverðugum leik og góðu handverki.
Þetta þrennt kemur saman í kvikmynd-
inni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars
Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er
honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri
verkum Rúnars – hvernig manneskjan
bregst við breytingum sem aldurinn færir
óhjákvæmilega með sér.
Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra
og staða manneskjunnar þegar heilsan
bregst er áleitið efni í samtímanum og
snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna
Eldfjalls stendur í þessum sporum og er
knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð.
Hann þarf að horfast í augu við lífshlaup-
ið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór
aflaga.
Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkj-
unnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóð-
kirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir
á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru
ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur
eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar-
og tilvistarspurningar samtímans.
Eldfjall sýnir ástina á sterkan og
ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og
styrkleika í aðstæðum sem eru krepp-
andi og vonlausar. Hún minnir á mikil-
vægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi
manneskjunnar.
Eldfjall knýr til umhugsunar og sam-
tals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi
við okkur vegna þess að hún er listaverk
sem miðlar von og mannvirðingu.
Eldfjall
Samfélags-
mál
Árni Svanur
Daníelsson
prestur
Kristín Þórunn
Tómasdóttir
prestur
Aðstæður aldraðra,
umönnun sjúkra og staða
manneskjunnar þegar heilsan
bregst er áleitið efni í samtímanum
og snerta marga á Íslandi í dag.
F
yrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópu-
sambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá
rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í
aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasam-
tökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum.
Sem stendur er engin sátt um tillögurnar í ESB og þær eru gagn-
rýndar úr öllum áttum, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi og land-
búnaðarstefnan umdeild eins og sums staðar annars staðar. Megin-
drættirnir í umbótatillögunum eru að gera landbúnaðarstefnuna
umhverfisvænni og skilvirkari,
draga úr markaðstruflandi
stuðningi við landbúnaðinn og
jafna út landbúnaðarstyrkjum
milli gömlu aðildarríkjanna og
þeirra nýrri í Austur-Evrópu.
Fyrir Íslendinga vekur athygli
að framkvæmdastjórn ESB
leggur til að stjórnvöldum í ein-
stökum aðildarríkjum verði heimilað að styrkja bændur á harðbýl-
um svæðum sérstaklega. Í tillögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir
að stuðningur við unga bændur, sem eru að byrja búskap, verði
aukinn. Setja á þak á stuðning við stór verksmiðjubú en leggja
meiri áherzlu á að styðja sjálfbæran fjölskyldubúskap. Að þessu
leyti gæti landbúnaðarstefna ESB verið að þróast með hagstæðum
hætti fyrir íslenzka hagsmuni, rétt eins og sjávarútvegsstefnan.
Að öðru leyti þýða tillögurnar að landbúnaðarstefna ESB færist
enn lengra frá þeirri stefnu, sem nú er rekin hér á landi. Stuðn-
ingur verður færður úr framleiðslutengdum styrkjum og mun í
meira mæli en áður miðast við búsetu, að bændur gangi vel um
landið, auki líffræðilega fjölbreytni þess, gefi dýralífi svigrúm og
plægi ekki upp beitiland.
Þessar áherzlur eru ólíkar þeim sem nú ríkja í íslenzkri land-
búnaðarstefnu, þar sem framleiðslutengdur stuðningur er ríkjandi.
En spyrja má hvort það væri slæmt að stuðningur við íslenzkan
landbúnað færðist í það horf sem ESB áformar.
Í því sambandi þarf meðal annars að hafa í huga að tillögur
framkvæmdastjórnar ESB eru öðrum þræði viðbrögð við tillögum,
sem árum saman hafa verið til umræðu á vettvangi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO) og gera ráð fyrir að opinber stuðn-
ingur við landbúnað minnki og dregið verði stórlega úr markaðs-
truflandi framleiðslustyrkjum.
Íslenzkir bændur þurfa að velta fyrir sér hver staða þeirra
verður, náist samkomulag um nýtt regluverk í WTO. Verða þeir
þá óviðbúnir, staddir á berangri úreltrar landbúnaðarstefnu, eða
verður íslenzkur landbúnaður orðinn hluti af stærri heild, þar sem
menn hafa hugsað til framtíðar og lagað landbúnaðarkerfið að nýju
viðskiptaumhverfi?
Það er að minnsta kosti ástæða til þess að bændur og aðrir
hagsmunaaðilar skoði vel hverju endurskoðun landbúnaðarstefnu
ESB kann að breyta um það hversu hagstæð ESB-aðild gæti orðið
íslenzkum landbúnaði. Og kannski ætti ekki að útiloka fyrirfram
að útkoman gæti orðið áhugaverð.
Evrópusambandið ætlar að
endurskoða landbúnaðarstefnuna.
Betra ESB fyrir
íslenzka bændur?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Auðmýktarbrýningin
Svandís Svavarsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, var gestur á
opnum fundi þingnefndar í gær. Hún
var nýkomin frá Frankfurt og upprifin
vegna glæsileika Íslendinga þar og
vildi helst „fylla vélar af Íslendingum
út“ svo þeir sjái hve menning vor
rís hátt í landi þýðverskra. Þráinn
Bertelsson tók undir að þar væri
margt gott gert, en minnti þó
á að sannri list fylgir auðmýkt.
Íslendingar hefðu gjarnan
tilhneigingu til að sigra
heiminn, en ættu að fara
varlega í heimssigrana.
Orð í tíma töluð.
Laun bankamanna
Tólf þingmenn úr öllum flokkum
hafa á ný lagt fram beiðni um skýrslu
um mánaðarlegar launagreiðslur
til bankastjóra, skilanefndarmanna
og bankaráðsmanna í landinu og
hvernig þær hafi þróast frá árinu
2005. Það verður áhugavert að
fylgjast með hvort launahækkanir
þar á bæ fylgi hefðbundnum
3,5 prósenta hækkunum
almennra launamanna.
Smekkvísi dómaranna
Héraðsdómur hefur nú dæmt blaða-
mann til að greiða 1,5 milljónir
króna þar sem hann rifjaði upp dóm
sem kona sem hann fjallaði um
hafði eitt sinn hlotið. Rök dómarans
voru þau að ósmekklegt væri að
vísa í gömul dómsmál og þau ættu
ekkert erindi við almenning. Fyrir nú
utan vitleysuna að dómarar ákveði
smekklegheit og hvað eigi erindi við
almenning, er athyglisvert að dómari,
sem vinnur við að dæma fólk, dæmi
fréttamann fyrir að segja frá því
að einhver hafi verið dæmdur
af því það svertir mannorð við-
komandi. kolbeinn@frettabladid.is
1. 2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
21.
22.
15.
16.
23.
24.
25.
15.
26.
27.
28.
29.
30.
31.
32.
33.
34.
35.
36.
37.