Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 44
14. október 2011 FÖSTUDAGUR SENDU SMS SKEYTIÐ ESL THOR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/THOR FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! HEIMSFRUMSÝND 14. OKTÓBER ...OG 10 ÖÐRUM STÖÐUM UM LAND ALLT VILTU VINNA MIÐA? Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Fyrsta íslenska teiknimyndin í þrívídd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 14. október 2011 ➜ Tónleikar 17.15 The Vintage Caravan, Dark Harvest, Dimma, Wicked strangers, Two tickets to Japan, Fönksveinar, Monsoon Drive, Kalli Tender og Heima spila á Dillon. Aðgangur er ókeypis. 18.30 Treasure of Grundo, Nuke Dukem, Hjaltalín, Beatless, Vigri, Reykjavík!, Mammút spila á B Waves á Bakkusi. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Skúli mennski, Gímaldin, Hek, Gunnbjörn Þorsteinsson, Magnús Ein- arsson, Hjalti Þorkelsson og Hermann Stefánsson koma fram á Obladi Oblada, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Beggi Mood heldur tónleika á Café Rosenberg. 21.30 Skuggamyndir frá Býsans spila á Café Haiti. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hvanndalsbræður spila á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. 23.00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Dj Gay Latino Man koma fram á Prikinu. ➜ Iceland Airwaves off-venue 12.00 Jón Jónsson, Einar Stray og Dream Central Station spila fyrir gesti Munnhörpunnar. Allir velkomnir. 13.00 Other lives, The Twilight Sad, Hjaltalín, John Grant, Caged Animals spila á Kexi Hostel. Aðgangur ókeypis. 13.00 Úlfur, Dad rocks!, Mimas, Team me, Jenny Hval og Ólafur Arnalds koma fram í Norræna húsinu. Allir velkomnir. 14.00 Ylja, Útidúr, Íris Þórarins, II, Sing for me Sandra, Japanese Super Shift og Stolið spila fyrir gesti í Reykjavík Backpackers. Allir velkomnir. 14.00 Low Roar spilar á tónleikum á Laundromat. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Hellvar og Úlfur spila á tón- leikum í Smekkleysu. Allir velkomnir. 15.00 Matthew Hemerlein, Ghost Town Jenny, Vibeke Falden, Elephant Stone og Lockerbie á Reykjavík Down- town Hostel. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Caged Animals, Murmansk, Ter Haar og K-X-P spila á tónleikum á Hressó. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Vigri, Vicky og Sykur spila á tón- leikum í Hjartagarðinum. Allir velkomnir. 16.00 Berndsen, Hermigervill, Oculus, President Bongo með Högna Egilssyni og Earth, Rabbi Bananas, Snorri Helga- son, Sykur og Þórunn Antonía koma fram á Ingólfsstræti 8. Allir velkomnir. 16.00 Hyrrrokkin, Just Another Snake Cult, Sindri Eldon, Instrument project, Miri, Úlfur, Guðmundur Úlfarsson, Baku Baku og oFF koma fram á Kaffistofunni. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Hellvar, Úlfur Úlfur, Less Win, Bárujárn og Deathcrush spila á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Útidúr og Sóley spila í Eymunds- son í Austurstræti. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Borko og Retro Stefson spila í Kormáki og Skildi. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Spaceships are cool, TechSoul, The Esoteric Gender, Þórunn Antonía, Möllerdiskó, Nana, Magga og Ragga og Haffi Haff koma fram á Barböru. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Mógil og Helgi Rafn Jónsson spila í versluninni 12 Tónum. Allir velkomnir. 18.00 Dj AnDre, Subminimal, Ahma, Beatmakin Troopa spila tónlist á vegum Extreme Chill í Vesturbæjarlauginni. 18.00 Dikta, Rakel Mjöll og Gabby Maiden koma fram á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis. 18.10 Hauschka, Nadia Sirota og Valgeir Sigurðsson, Guðrið, Bedroom Community DJ, Karlakór Kaffibarsins og DJ Kári halda uppi stuðinu á Kaffi- barnum. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Gálma er sýnt í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Miðaverð er kr. 1.800. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Á botninum í Smiðjunni. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði fjallar um ólíka upplifun kynjanna á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. 12.00 Hjörleifur Sveinbjörnsson flytur fyrirlesturinn Huang Nubo og kínversk- íslenski menningarsjóðurinn í Árnagarði 301 í Háskóla Íslands. 12.00 Dr. Gunilla Herolf flytur fyrir- lesturinn Breytingar á öryggissamvinnu í Evrópu - áhrif á stofnanir og smáríki í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands. 14.00 Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, flyt- ur fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili. Aðgangur er ókeypis. ➜ Eldri borgarar 09.30 Korpúlfarnir standa fyrir sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og listasmiðju á Korpúlfsstöðum kl. 13. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tónleikar ★★★★ Björk Silfurberg í Hörpu Iceland Airwaves, 12. okt. 2011 Það ríkti mikil eftirvænting í Silf- urbergssal Hörpu á miðvikudags- kvöldið, en þar fóru fram fyrstu tónleikarnir í Biophiliu-tónleikaröð Bjarkar í Hörpu sem um leið voru hennar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þegar geng- ið var í salinn blasti við óvenjuleg uppsetning. Stórt svið var í miðjum salnum, en áhorfendum var raðað út frá því í fjórar áttir. Á sviðinu mátti sjá skrýtin hljóðfæri, þar á meðal fjóra þriggja metra háa pendúla. Yfir því héngu svo skjáir í hring sem í upphafi sýndu Biophi- liu-stjörnukortið. Þegar tónlistarfólkið hafði komið sér fyrir á sviðinu kynnti rödd Davids Attenborough Bio- Lifandi vísindi Bjarkar philiu-verkefnið í nokkrum orðum og tilfinningin sem maður fékk var meira eins og að vera staddur á einhverri vísindasýningu en tón- leikum. Áður en fyrsta lagið, Thun- derbolt, hófst seig stórt búr niður úr loftinu, en í því voru tvö Tesla- kefli sem neistuðu eldingum þegar bassalínan í laginu hljómaði. Mjög tilkomumikil sjón. Björk flutti öll lögin af Bio- philiu-plötunni á tónleikunum, en að auki nokkra eldri smelli, m.a. Hidden Place, Isobel og Mouth‘s Cradle. Það voru þrír hljóðfæra- leikarar á sviðinu með henni; tölvu- og hljómborðsleikarinn Matt Robertson, slagverksleikar- inn Manu Delago og Jónas Sen sem lék í nokkrum lögum og fékk m.a. þann heiður að leika á sérsmíðaða selestu. Mest fór samt fyrir stelp- unum úr Graduale Nobili-kórnum sem voru yfir tuttugu talsins og sungu og dönsuðu í flestum lög- unum. Þetta voru mjög óvenjulegir tón- leikar. Biophiliu-lögin voru flest mjög lík útgáfunum á plötunni, en eldri lögin voru í nýjum útsetning- um í anda plötunnar. Það var mikil hreyfing á sviðinu allan tímann, Björk sneri sér til skiptis að áhorf- endum allt í kringum sviðið og stelpurnar voru á stöðugri hreyf- ingu. Á skjáunum var sýnt mynd- efni sem tengdist lögunum sem var verið að spila, oftast náttúru- og vísindatengt. Biophilia fjallar um tengsl tónlistar við náttúru og tækni og oft fannst manni maður vera staddur á einhvers konar náttúruvísindasýningu. Það er samt líka alltaf ævintýrablær hjá Björk, sem á miðvikudagskvöldið kom m.a. fram í litskrúðugum og glansandi búningum kórstelpn- anna og þessari stóru og skrýtnu rauðu hárkollu sem Björk hafði á hausnum. Eftir fimmtán lög hvarf Björk af sviðinu, en kom aftur eftir upp- klapp og flutti lögin One Day, Nátt- úra (sem hún tileinkaði Eyjafjalla- jökli „og Kötlu ef hún stendur sig“) og Declare Independence, við mik- inn fögnuð. Útsetningin á One Day var einn af hápunktum kvöldsins en í því var enginn annar undir- leikur en hang-ásláttur Manus Delago. Á heildina litið var þetta einstök kvöldstund. Þetta voru ekki bara tónleikar, heldur flókin og úthugs- uð margmiðlunarsýning. Ég hefði alveg verið til í að heyra aðeins fleiri gömul lög til að létta stemn- inguna aðeins, en þetta var samt mjög flott. Mikilfenglegt. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlun- ar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.