Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 6
14. október 2011 FÖSTUDAGUR6 HEILBRIGÐISMÁL Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, hélt át ta sta rfs - mannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðar- aðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa ein- kennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerð- irnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta ein- stök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spít- alans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöð- um víðs vegar um spít- alann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af fram- haldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvern- ig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítal- ans með þá ákvörðun að flytja rétt- argeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrota- mönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- alanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustu- skerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangs- miklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erf- iðara fyrir að reka spítal- ann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveð- ið los á fólk, sem batn- ar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verð- ug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Þetta eru umfangsmikl- ar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann. ÓLAFUR BALDVINSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI LÆKNINGA Á LSH EVRÓPUSAMBANDIÐ Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóð- ir þeirra eru orðnir nógu digrir til að stand- ast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á miðvikudag þegar hann kynnti nýjar og enn öflugri aðgerðir til bjargar Grikklandi, evr- unni og bönkum aðildarríkjanna. Meðal annars á að taka af allan vafa um að Evrópusambandið veiti Grikkjum þá aðstoð, sem þarf til að halda efnahagslífi Grikklands gangandi. Þá á að efla enn frekar neyðarsjóð ESB og hraða stækkun hans. Enn fremur á að grípa til samhæfðra aðgerða til að styrkja banka í Evrópusambandinu, meðal annars með því að aðstoða þá við að útvega sér fé í nægilega stóra varasjóði. Öll sautján ríki evrusvæðisins þurfa að samþykkja þessar nýju tillögur áður en hægt verður að hrinda þeim í framkvæmd, sem er langt og strangt ferli Síðast í gær samþykkti Slóvakía þær aðgerðir, sem ákveðið var að ráðast í síðasta sumar, en þær fólust meðal annars í verulegri stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hafði fellt þær á þriðjudag, með þeim afleiðingum að ríkis- stjórn landsins hrökklaðist frá völdum, en eftir það var þinginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja stækkun neyðarsjóðsins. - gb Framkvæmdastjórn ESB kynnir næstu viðbrögð við skuldakreppu og evruvanda: Bönkum meinað að greiða arð og bónus STEFAN FÜLE OG JOSÉ MANUEL BARROSO Kynntu nýja leið út úr kreppunni meðan Slóvakía lét bíða eftir sam- þykki síðustu úrræða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans Niðurskurðaraðgerðir Landspítalans munu kosta 85 manns starfið og fjölda deilda verður þjappað saman. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar verða erfiðari en oft áður, en fólk taki fregnunum af æðruleysi. BJÖRN ZOËGA AÐGERÐIR KYNNTAR STARFSMÖNNUM Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Niðurskurðaraðgerðir Landspítalans árið 2012 Aðgerð Sparnaður í milljónum króna St. Jósefsspítala lokað (-18 rúm) 180 Vörustjórnun, lækkun kostnaðar vegna útboða og endurskipulagning á lagerum 100 Lækkun lyfjakostnaðar, s.s. vegna útboða og lagerstjórnunar 60 Þétting á starfsemi geðsviðs, m.a. með flutningi réttargeðdeildarinnar á Klepp 54 Líknardeildir spítalans sameinaðar í Kópavogi (-4 rúm) 50 Samþætting á starfsemi stoðeininga og breytt skipurit á ýmsum einingum spítalans 50 Hagræðingaraðgerðir á rekstrar- og fjármálasviðum 49 Hagræðingaraðgerðir í tengslum við sjúkraskrárritun og skjalavistun 25 Ýmis smærri verkefni 62 Niðurskurðaraðgerðir samtals 630 EVRÓPUMÁL Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggða- málum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Sú áætlun þarf að liggja fyrir áður en ESB fellst á að hefja efnis- legar viðræður í þeim málaflokki að því er fram kemur í orðsend- ingu sem fylgdi niðurstöðum rýni- vinnu til íslenskra stjórnvalda frá fastafulltrúa Póllands hjá ESB. Pólland fer sem stendur með for- mennsku hjá sambandinu. Í rýniskýrslunni segir að þar sem Ísland hyggist ekki innleiða regluverk ESB áður en þjóðar- atkvæðagreiðsla um aðild fer fram, verði erfitt að semja um málið og í ljós reynslunnar verði knappur tími milli samþykktar og gildistöku samningsins. Þess vegna þurfi að liggja fyrir ítarleg, tímasett áætlun um fram- kvæmd á sviði byggðamála. Meðal annars sem kemur fram í rýniskýrslunni er það mat ESB að íslensk löggjöf í þessum mála- flokki sé að mestu í samræmi við kröfur, en þó þurfi að styrkja laga- grundvöll á ýmsum sviðum. - þj Ekki hægt að hefja samninga um byggðamál fyrr en aðgerðaáætlun liggur fyrir: Hefja strax vinnu við áætlunargerð VILJA SJÁ ÁÆTLUN ESB vill sjá aðgerða- áætlun um innleiðingu byggðamála áður en viðræður hefjast. MYND/ÚR SAFNI Geðhjálp fagnar færslu réttargeðdeildarinnar frá Sogni á Klepp. Í ályktun frá Geðhjálp, sem RÚV greinir frá, segir að samtökin hafi um áraraðir barist fyrir því að deildinni yrði lokað í þeirri mynd sem hún hefur starfað. Niðurstöður úttektar sem Geðhjálp hafi gert fyrir þremur árum hafi leitt í ljós lélegan aðbúnað og algera vanhæfni stofnunarinnar til að endurhæfa geðsjúka brotamenn. Þá harmar Geðhjálp afstöðu þingmanna í Suðurkjördæmi til lokunar á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi og kallað er eftir faglegum rökum fyrir máli þeirra. Fagna flutningi réttargeðdeildar SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra fiskiskipa fyrstu sjö mánuði ársins var 928 þúsund tonn, en nam á sama tíma í fyrra 845 þúsund tonnum. Aflaaukning í september, á föstu verði, jókst um 0,8 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Alls veiddust tæp 106 þúsund tonn í september, en heildarafl- inn í september 2010 var tæp 94 þúsund tonn. Botnfiskafli dróst hins vegar saman í september, miðað við september 2010, um rúm 2.200 tonn. - kóp Aflaverðmæti eykst: Heildaraflinn er meiri í ár VIÐIURKENNDI ÁRÁS Í yfirheyrslum viðurkenndi Strauss-Kahn að hafa ráðist á Tristane Banon árið 2003. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Skrifstofa sak- sóknara í París hefur fellt niður rannsókn á nauðgunarmáli gegn Dominique Strauss-Kahn, fyrr- verandi yfirmanns Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Saksóknarinn segir ekki nægar sannanir fyrir því að Strauss- Kahn hafi reynt að nauðga franska rithöfundinum Tristane Banon árið 2003, þegar hún hugð- ist taka viðtal við hann. Í yfirheyrslum viðurkenndi Strauss-Kahn veigaminni glæp, kynferðislega árás á Banon, en sá glæpur fyrnist á þremur árum og kemur því ekki til kasta dóm- stóla. - gb Strauss-Kahn laus mála: Saksóknarinn vísar máli frá DÓMSMÁL Tveir kannabisrækt- endur hafa verið dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi hvor. Annar mannanna, sem er á þrí- tugsaldri, var tekinn með ræktun sem samanstóð af 53 kannabis- plöntum. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnað, fíkniefna- lagabrot, líkamsárás og hrað- akstur. Hinn maðurinn, tæplega þrí- tugur, var dæmdur fyrir að hafa ræktað 48 kannabisplöntur og verið með nær kíló af kannabis- laufum. Báðir mennirnir játuðu brot sín. Upptæk voru gerð tæki og tól sem notuð voru við rækt- unina. - jss Dæmdir í 30 daga fangelsi: Kannabisrækt- endur á skilorð DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karl- manni 400 þúsund krónur í bætur vegna eftirlýsingar, handtöku og vistunar í fangaklefa. Hann krafðist fimm milljóna króna í miskabætur. Maðurinn var eftirlýstur í fjöl- miðlum í tengslum við svokallað mansalsmál sem upp kom hér á landi 2009. Hann gaf sig fram við lögreglu og var yfirheyrður, þegar hann hafði verið í haldi lögreglu í tvær klukkustundir. Að því búnu var honum sleppt þar sem ljóst þótti orðið að hann var ekki maðurinn sem leitað var að, né tengdist málinu. - jss Krafðist fimm milljóna: Fékk 400 þús- und í bætur Áttu von á að aðildarviðræður Íslands við ESB muni ganga hratt fyrir sig? Já 29,8% Nei 70,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursgestur? Segðu þína skoðun á vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.