Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 50
14. október 2011 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is SVINDL STABÆK-MANNA í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga mun ekki aðeins kom niður á franska félaginu Nancy. Það kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að íslensku félögin Stjarnan og KR, þar sem Veigar Páll lék með áður en hann fór út, eru líka að missa af stórum upphæðum við það að kaupverð Veigar sé skráð upp á eina milljón en ekki upp á fimm milljónir sem það virðist hafa verið. Stjarnan, uppeldisfélag Veigars Páls, missti af þremur milljónum, við þetta brask Stabæk og Vålerenga. FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi 18 manna hóp fyrir úti- leiki gegn Ungverjum og Norður- Írlandi í undankeppni EM sem fara fram 22. og 26. október. Edda Garðarsdóttir kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli, Katrín Ómarsdóttir er ekki valin að þessu sinni en Laufey Ólafs- dóttir heldur sæti sínu. Að öðru leyti kemur Sigurður Ragnar ekki á óvart með vali sínu en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörn- unnar, er sú eina í hópnum sem ekki á að baki A-landsleik. - óój Landsliðshópurinn Markverðir: Þóra B. Helgadóttir Malmö Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Aðrir leikmenn: Katrín Jónsdóttir Djurgården Edda Garðarsdóttir Örebro Margrét Lára Viðarsdóttir Kristianstad Dóra María Lárusdóttir Djurgården Hólmfríður Magnúsdóttir Valur Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Örebro Sara Björk Gunnarsdóttir Malmö Sif Atladóttir Kristianstad Guðný B. Óðinsdóttir Kristianstad Laufey Ólafsdóttir Valur Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur Hallbera Guðný Gísladóttir Valur Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Dagný Brynjarsdóttir Valur Þórunn Helga Jónsdóttir Vitoria de Santao Anta Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjarnan Kvennalandsliðið valið: Edda aftur með BREYTINGAR Edda og Sara Björk verða með en ekki Katrín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI UEFA dæmdi í gær enska landsliðsmanninn Wayne Rooney í þriggja leikja bann fyrir brottrekstur hans á móti Svart- fjallandi á dögunum. Rooney missir því af allri riðlakeppni EM næsta sumar. Rooney fékk beint rautt spjald á 73. mínútu í 2-2 jafntefli í Svart- fjallalandi eftir að hafa sparkað aftan í Svartfellinginn Miodrag Dzudovic. Sparkspekingar fóru í fram- haldinu af þessum dómi UEFA að velta því fyrir sér hvort Fabio Capello, landsliðsþjálfari Eng- lands, myndi yfirhöfuð velja Roo- ney í EM-hópinn sinn en flestir telja þó að Rooney fái að vera með. - óój UEFA dæmdi Rooney í gær: Missir af allri riðlakeppni EM HANDBOLTI Bjarki Már Elísson var hetja HK þegar hann jafnaði metin úr vítakasti 30-30 gegn Íslandsmeisturum FH í gærkvöld eftir að leiktíminn var liðinn. „Þetta var virkilega sætt. Mér fannst ég vera heitur á vítapunktinum í leiknum og það var enginn efi í mínum huga. Ég fór bara beint á punktinn og klára þetta. Ég tók bara boltan,“ sagði Bjarki sem skoraði þar sitt ellefta mark í leiknum. „Við réðum ekkert við Ólaf Gústafsson í fyrri hálfleik og hann var ástæðan fyrir því að við vorum undir. Við náðum að pressa á hann í seinni hálfleik. Mér fannst við vel geta tekið bæði stigin en eftir á að hyggja er eitt stig betra en ekkert.“ „Fólk er búið að tala um að það sé einhver deyfð yfir þessu hjá okkur. Ég er ekki sammála því og við sýndum það í leiknum. Það var mikil stemning sem skilaði sér á pallana þar sem áhorfendur skemmtu sér,“ sagði Bjarki Már að lokum. - gmi HK og FH gerðu jafntefli: Bjarki Már var hetja HK-liðsins BJARKI MÁR ELÍASSON Ellefta marki hans tryggði HK stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Það hefur eitthvað verið viðloðandi þetta hús, ég veit ekki alveg hvað það hefur verið,“ sagði Magnús Erlendsson, mark- vörður Fram, eftir að liðið sótti bæði stigin á Hlíðarenda í gær. Framarar höfðu ekki unnið á heimavelli Vals síðan 2007. Loks kom sigurinn í gær en hann gerir það að verkum að Fram er með fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Fram var í betri gír í gær og miðað við hvern- ig leikurinn spilaðist voru fáar vísbendingar um að áhorfendur fengju spennu í lokin. Sóknarleikur Vals var lengst af hugmyndasnauður en varnarleik- urinn gerði það að verkum að gest- irnir náðu ekki að stinga alvarlega af. Í lokin fékk Valur tækifæri til að jafna leikinn en tókst það ekki. „Ég veit ekki hvað þetta var í lokin,“ sagði Magnús. „Það var eins og menn þorðu ekki að klára leikinn, við vorum alltof rólegir sóknarlega og enginn var að þora að taka af skarið. Þegar við skut- um á markið var enginn kraftur í skotunum. Sem betur fer héldum við þá haus varnarlega.“ Magnús man eftir síðasta sigri Fram á Hlíðarenda. „Mig minnir að Rúnar Kárason hafi skorað tíu mörk úr tíu skotum í seinni hálf- leik og átt leik lífsins,“ sagði hann. „Byrjun tímabilsins er miklu betri en við þorðum að vona. Við vissum að við ættum eftir að spila okkur betur saman sóknarlega svo við höfum lagt áherslu á vörn og markvörslu. Þetta hefur gengið vel og skilað okkur átta stigum.“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, sagði eftir leik að Fram væri einfaldlega líklegasta liðið í dag en Magnús er ekki byrjaður að fagna. „Mótið er nýbyrjað, við unnum marga leiki í röð í fyrra og fólk sagði það sama en svo kom mjög lélegur kafli. Það er of snemmt að segja til um það,“ sagði Magnús. - egm Fram yfirbugaði grýluna Óvænt spenna varð í lokin í leik Vals og Fram í gær. Á endanum náðu gestirnir úr Safamýri að vinna og hafa fullt hús eftir fjórar umferðir. Framarar unnu þarna sinn fyrsta sigur í Vodafone-höllinni síðan árið 2007. EINIR MEÐ FULLT HÚS Á TOPPNUM Ingimundur Ingimundarson og félagar í Fram hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í N1 deild karlam en Ingimundur gekk til liðs við Safamýrarliðið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG KÖRFUBOLTI KR-ingar áttu í erfiðleikum með nýliðana í Þór Þorlákshöfn í gær en lönduðu samt sem áður mikilvægum sigri, 90-84, í DHL-höllinni í gær, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og eru til alls líklegir í vetur. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Krist- jánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í gær. „Fyrstu leikir móts geta verið erfiðir og þessi leikur spilaðist í raun alveg eins og ég bjóst við. Við vorum að spila lélega vörn í leiknum og hleyptum þeim allt of auðveldlega í gegn, en við náðum að klóra okkur fram úr þessu. Ég er svekktur með það að liðið náði aldrei almennilega að slíta sig frá Þórsurum.“ „Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var mjög jafn leikur en slæmur kafli í öðrum leikhluta hleypti þeim of langt frá okkur. Mér fannst við vera sjálfum okkur verstir oft á tíðum í kvöld og það gengur ekki á móti liði eins og KR.“ Grindavík og ÍR unnu sína leiki Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistara- keppni KKÍ með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik. Grindavík var 86-71 yfir en Keflavík lagaði stöðuna með því að skora níu síðustu stigin. Sjö leikmenn Grindavíkur skoruðu sjö stig eða meira. Magnús Þór Gunnarsson og Jarryd Cole fóru fyrir Keflavíkurliðinu. ÍR-ingar byrjuðu einnig vel með því að vinna sjö stiga sigur á Fjölnismönnum í Graf- arvoginum. - sáp, - óój KR, Grindavík og ÍR unnu sína leiki í fyrstu umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi: Meistararnir í erfiðleikum með nýliða Þórs DAVID TAIRU KR-ingar voru búnir að losa sig við gula litinn úr búningi sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Annaðhvort Eistland eða Írland komast í úrslitakeppni EM í fótbolta eftir að þjóðirnar drógust saman í gær í umspili um laust sæti á EM 2012. Leikirnir eru áhugaverðir en Portúgal, sem kemur úr riðli Íslands, þarf að glíma við Bosníu og Hersegóvínu sem var mjög nálægt því að slá út Frakka. Fyrri leikirnir fara fram 11. og 12. nóvember en síðari leikirnir 15. nóvember. - óój Leikirnir í umspilinu: Tyrkland - Króatía Eistland - Írland Tékkland - Svartfjallaland Bosnía - Portúgal Umspil um sæti á EM 2012: Eistar og Írar drógust saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.