Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 26
4 föstudagur 14. október Þ egar blaðamaður bank- ar upp á hjá Sóleyju er hún sjálf nýkomin heim. Hún hafði verið að spila í Kastljósi um morgun- inn, þaðan lá leið hennar í útvarps- viðtal á Rás 2 og seinna sama dag þurfti hún að mæta í hljóðprufu uppi í Hörpu því hún átti að koma fram á Airwaves það kvöld. Sóley gaf út sína fyrstu sólóplötu, We Sink, í haust og líkt og greina má hefur hún verið dugleg við að fylgja henni eftir. Sóley gerði garðinn fyrst fræg- an með hljómsveitunum Seabear og Sin Fang Bous og segir tilvilj- un hafa í raun ráðið því að hún gaf út eigið efni. „Tomas Morr, eig- andi plötuútgáfunnar Morr Music, spurði mig hvort ég ætti einhver lög til að senda honum. Ég sendi honum nokkur og allt í einu var ég komin með nóg efni í stuttskífu og í raun er breiðskífan óbeint fram- hald af henni,“ útskýrir Sóley, en stuttskífan kom út vorið 2010 og lofaði góðu um framhaldið. Sóley steig á svið í Kaldalóns- salnum í Hörpunni á miðvikudag- inn var og viðurkennir að hún finni enn alltaf fyrir svolitlum fiðringi í maganum áður en hún stígur á svið. „Maður verður alltaf svolít- ið stressaður en núna kann maður betur að takast á við það. Það er allt öðruvísi að koma fram þegar ég er að spila mína eigin tónlist heldur en þegar ég kem fram með Seabear. Það sem er öðruvísi er athyglin á mér, ég þarf að tala á milli laga og syngja og þetta stendur svolítið og fellur með mér.“ Þegar Sóley er spurð hvort það sé ekki tímafrekt að undirbúa sig fyrir eins stóra hátíð og Airwaves segist hún hafa fengið góða æfingu á tónleikaferðalagi sínu í septem- ber síðastliðnum. „Ég spilaði með og hitaði upp fyrir Sin Fang á tón- leikaferðalagi í september og það kom sér mjög vel því ég og tromm- arinn minn náðum að spila okkur vel saman meðan á því stóð. En það er margt annað sem þarf að gera í kringum Airwaves eins og að fara í viðtöl og sinna öðrum uppákom- um og það getur tekið sinn tíma.“ GRÆÐIR LÍTIÐ Á TÓNLIST Sóley útskrifaðist sem tónsmiður frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og stundar nú nám við FÍH auk þess sem hún kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún segir stundum erfitt að samræma vinnu, nám og einkalífið við tónlistina og enda- laus tónleikaferðalög um heim- inn. „Það gengur af því að kærast- inn minn er ótrúlega skilningsrík- ur og hjálpsamur. Þegar mér finnst þetta verða alltof mikið og eigin- lega „fríka“ út af stressi þá er gott að eiga góða að sem halda mér við hlutina,“ segir hún og brosir. Hún segir tónleikahald gefa lítið í aðra hönd og að tónleika- ferðalög þjóni fyrst og fremst sem kynning fyrir tónlistarmanninn. „Maður græðir voða lítið á tón- leikaferðalögum og á sama tíma missir maður úr vinnu þannig að maður kemur sjaldnast út í mikl- um plús. Tónlistarmenn græða held ég mest á því að selja lög í auglýs- ingar, sjónvarpsþætti eða kvik- myndir. Seabear seldi einu sinni lag í sjónvarpsþáttinn Grey‘s Anatomy og við fengum einhverjar milljón- ir fyrir það, en helmingurinn fór til bókarans og svo deildist restin á okkur sjö þannig að þó þetta sé fínn peningur þá urðum við engir milljónamæringar.“ Á tónleikaferðalögum reyna hljómsveitirnar að lifa spart, enda kostar uppihald, gisting og öku- ferðir á milli staða sitt. Stundum kemur það þó fyrir að tónlistarfólk- ið fær allt greitt undir sig og minn- ist Sóley þess þegar hún dvaldi eitt sinn á 5 stjörnu hóteli í Þýskalandi. „Mér skilst að þetta hafi verið ein- hver viðburður til að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifunum og Seabear var flogið til Berlínar og komið fyrir á 5 stjörnu hóteli. Við spásseruðum þar um í hvítum sloppum og kíkt- um í spa og það var alveg frábært. En oftast eru ferðalögin þannig að maður reynir að eyða sem minnstu og gista á ódýrum hótelum því pen- ingurinn er fljótur að fara. Það þarf að borga bílaleigubíl, mat, gistingu, hljóðmanni og svo framvegis.“ SPILAÐI Á SLAGVERK Sóley hóf tónlistarnám aðeins fjög- urra ára gömul og hefur stundað píanóleik frá átta ára aldri. Hún segir tónlistaráhugann loða við fjölskylduna því faðir hennar er básúnuleikari og tónlistarkennari, bróðir hennar er trompetleikari og yngri systir hennar leikur á horn. „Bróðir minn var í lúðrasveit og ég man að ég öfundaði hann oft af því að vera í hljómsveit. Það er gaman að spila á píanó en það getur líka verið svolítið einmanalegt og þess vegna ákvað ég að ganga til liðs við hljómsveit þegar ég var tólf ára og lærði á slagverk. Það var mjög skemmtilegt og ég kynntist fullt af frábærum krökkum sem eru enn vinir mínir í dag.“ Sóley er fjölhæfur tónlistarmað- ur og þótt hún leiki helst á píanó spilar hún einnig á gítar, bassa, trommur og á harmonikku auk þess að geta spilað einn tónstiga á trompet. „Maður getur svo sem gripið í ýmis hljóðfæri en ég held að margir tónlistarmenn geti gert það sama. Þetta er bara eitthvað sem lærist.“ VILDI VERÐA DÝRALÆKNIR Sóley deilir heimili með fress- inu Gosa og kærasta sínum, Héðni Finnssyni sem stundar myndlist- arnám við LHÍ. „Við fengum Gosa fyrir tæpu einu og hálfu ári. Mér finnst mjög gaman að eiga kött því þeir eru svo miklir karakter- ar og skemmtilega sjálfstæð dýr,“ segir Sóley og viðurkennir að hún sé mikill dýravinur og að hana hafi dreymt um að gerast dýralæknir þegar hún var barn. „Ég átti alltaf bara hamstra þegar ég var yngri því stóri bróðir minn var með ofnæmi fyrir kött- um og hundum. Helst langar mig að eiga fleiri ketti og hesta og líka hund. Mig langaði alltaf að verða dýralæknir þegar ég var lítil, eða alveg þar til ég áttaði mig á því að það fylgir starfinu að þurfa að svæfa dýrin. Ég man líka að ég átti það til að elta konur sem voru í pelsum svo ég gæti klappað feld- inum og ég á eina minningu af því að hafa hangið í pels gamall- ar konu í Kringlunni,“ segir hún hlæjandi. Sóley og Héðinn eru sannkallað listamannapar og þegar blaðamað- VILDI VERÐA DÝRALÆKNIR Fjölhæfur tónlistarmaður Sóley Stefánsdóttir spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal píanó, gítar, bassa og harmonikku. Hún sló í gegn með fyrstu sólóplötu sinni sem kom út í haust. Sóley Stefánsdóttir gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, We Sink, og hefur hlotið mikið lof fyrir. Hún steig á svið í fyrsta sinn ein síns liðs á Airwaves á miðvikudag- inn var. Viðtal: Sara McMahon Myndir: Anton Brink Ver› a›eins kr. „Bróðir minn var í lúðrasveit og ég man að ég öfundaði hann oft af því að vera í hljómsveit. Það er gaman að spila á píanó en það getur líka verið svolítið einmanalegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.