Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 35
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði www.hotelork.is Gleðjumst saman á aðventunni og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborðið á Hótel Örk er ómissandi hluti af jólaundirbúningnum og hefst það 25. nóvember. Verð: kr. 6900. Gisting með jólahlaðborði og morgunverði kr. 27.900 fyrir tvo. Jólarokkbandið flytur valdar jólaperlur og síðan tekur við hressandi danstónlist og gestir geta stigið dans. Fjölskyldujólahlaðborð verður í hádeginu sunnudag- inn 4. desember. Jólasveinninn dansar í kringum jólatréð með börnunum. Verð: fullorðnir kr. 4900 og kr. 2000 fyrir 6-12 ára. Frítt fyrir 0-5 ára. Fáðu jólatilboð fyrir hópinn þinn! Pantanir í síma 483 4700 eða á info@hotel-ork.is. w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3 Hotel Viking - ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum. Tilboð gilda til 15. apríl 2012. Auka gistinótt kostar kr. 5.000 á mann fyrir tveggja manna herbergi. 1. jólapakki: Gisting og jólahlaðborð Tveggja manna herbergi á kr. 11.900 á mann. 2. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu í Fjörunni. Tveggja manna herbergi kr. 11.900 á mann. 3. Þorrapakki: Gisting og fordrykkur með þorrahlaðborði í Fjörugarðinum. Tveggja manna herbergi kr. 11.900 á mann. 4. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði í Fjörugarðinum. Tveggja manna herbergi kr. 12.550 á mann. Föstudagskvöldin 25. okt og 2. des spilar Rúnar Þór ásamt hljómsveit. Laugardagskvöldin 26. okt og 3. des spila þeir Gylfi, Megas og Rúnar Þór. Helgarnar 9. - 10. og 16. - 17. desember Ólafur Árni Bjarnason og Færeyingurinn Holgar Jacobsen trúbadorar sjá um að halda mönnum við efnið eftir að borðhaldi lýkur. Að vanda verður glæsilegt jólahlaðborð hjá okkur og verður engin undantekning í ár. Verð á jólahlaðborði með fordrykk (Grýlumjöður) er kr. 6.900 föstudaga og laugardaga í Hellinum á Hótel Viking. Tilboðspakkar Jólahlaðborð Dansleikir Sé farið rúm tuttugu ár aftur í tím- ann eru helstu veitingastaðir sem buðu upp á jólahlaðborð farnir að gera tilraunir með að bjóða upp á lifandi tónlist í flutningi nafntog- aðra skemmtikrafta. Þá voru tæp 10 ár síðan þreifingar hófust hér- lendis með eiginleg jólahlaðborð. Veitingahúsið Arnarhóll fékk hljómsveit André Bachmann til að leika fyrir gesti árið 1989 og á jólahlaðborðinu í Skrúði og Súlna- sal Hótels Sögu það sama ár léku feðgarnir Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir jólatónlist meðan gestir gæddu sér á síld og grísasteik. Þá tróð Ómar Ragnarsson upp eitt kvöld í Súlnasal á einu hlaðborðinu. Lítið var af annarri skemmt- un á jólahlaðborðum en tveimur árum síðar færðist líf í tuskurnar. Þá flutti til að mynda Haukur Morthens og hljómsveit hans jólalög fyrir gesti á Naustinu og á Hótel Borg léku Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari fyrir matargesti. Um miðj - an 10. áratug síðustu aldar voru skemmti- kraftar á jóla- hlaðborðum orðnir fremur venja en undan- tekning. Á jólahlaðborði Leikhús- kjallarans komu Grétar Örvars- son, Sigga Beinteins og Bjarni Ara gestum í jólastemningu. Í Súlnasal voru Bergþór Pálsson og Ragnar Bjarnason. Á Hótel Íslandi var jólahlaðborð á öllum föstudögum á aðventunni þar sem Björgvin Halldórsson, Helgi Björnsson og Svala Björgvins- dóttir sungu meðal annarra. Á meðan spilaði hljómsveit Ingu Eydal fyrir norð- an. Á jólahlaðborði Hótel KEA og í Skíðaskálanum í Hveradölum var snætt undir harmonikkuleik. Um árþúsundamótin var öflug söngdagskrá á jólahlaðborði Broadway en þar fluttu Eirík- ur Hauksson og Gildran Queen- lög milli þess sem Álftagerðis- bræður skemmtu. Jólahlaðborð með ákveðnu tónlistarþema hafa verið vinsæl síðustu árin, má þar nefna Tinu Tur- ner jólahlaðborð fyrir fimm árum og í fyrra var Michael Jackson jólahlaðborð á Broad- way. Þess má geta að samkvæmt sænskum fréttum hefur það aukist þar í landi að leigja heims- fræga skemmti- krafta í jóla- hlaðborðin. Má þar nefna nöfn eins og Rolling Stones og The Eagles. juliam@frettabladid.is veitingastadir.is hefur á síðu sinni lista yfir veitingastaði sem bjóða upp á jólahlaðborð. Tónlist í stóru hlutverki Upphaf jólahlaðborða hérlendis má rekja til ársins 1980 en sú sterka hefð sem hefur skapast fyrir því að fá skemmtikrafta til að leika tónlist fyrir matargesti er aðeins yngri. Sigríður Beinteins- dóttir, rokkarinn Eiríkur Hauksson og Björgvin Halldórsson hafa öll sungið á jólahlaðborðum í gegnum tíðina. Haukur Morthens og Ómar Ragnarsson komu báðir fram á jólahlaðborðum. Á myndinni til vinstri er Haukur Morthens i upp- tökusal í tengslum við plötuna Jólaboð sem kom út fyrir jólin 1981. Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.