Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 44
14. október 2011 FÖSTUDAGUR SENDU SMS SKEYTIÐ ESL THOR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/THOR FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! HEIMSFRUMSÝND 14. OKTÓBER ...OG 10 ÖÐRUM STÖÐUM UM LAND ALLT VILTU VINNA MIÐA? Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Fyrsta íslenska teiknimyndin í þrívídd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 14. október 2011 ➜ Tónleikar 17.15 The Vintage Caravan, Dark Harvest, Dimma, Wicked strangers, Two tickets to Japan, Fönksveinar, Monsoon Drive, Kalli Tender og Heima spila á Dillon. Aðgangur er ókeypis. 18.30 Treasure of Grundo, Nuke Dukem, Hjaltalín, Beatless, Vigri, Reykjavík!, Mammút spila á B Waves á Bakkusi. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Skúli mennski, Gímaldin, Hek, Gunnbjörn Þorsteinsson, Magnús Ein- arsson, Hjalti Þorkelsson og Hermann Stefánsson koma fram á Obladi Oblada, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Beggi Mood heldur tónleika á Café Rosenberg. 21.30 Skuggamyndir frá Býsans spila á Café Haiti. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hvanndalsbræður spila á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. 23.00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Dj Gay Latino Man koma fram á Prikinu. ➜ Iceland Airwaves off-venue 12.00 Jón Jónsson, Einar Stray og Dream Central Station spila fyrir gesti Munnhörpunnar. Allir velkomnir. 13.00 Other lives, The Twilight Sad, Hjaltalín, John Grant, Caged Animals spila á Kexi Hostel. Aðgangur ókeypis. 13.00 Úlfur, Dad rocks!, Mimas, Team me, Jenny Hval og Ólafur Arnalds koma fram í Norræna húsinu. Allir velkomnir. 14.00 Ylja, Útidúr, Íris Þórarins, II, Sing for me Sandra, Japanese Super Shift og Stolið spila fyrir gesti í Reykjavík Backpackers. Allir velkomnir. 14.00 Low Roar spilar á tónleikum á Laundromat. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Hellvar og Úlfur spila á tón- leikum í Smekkleysu. Allir velkomnir. 15.00 Matthew Hemerlein, Ghost Town Jenny, Vibeke Falden, Elephant Stone og Lockerbie á Reykjavík Down- town Hostel. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Caged Animals, Murmansk, Ter Haar og K-X-P spila á tónleikum á Hressó. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Vigri, Vicky og Sykur spila á tón- leikum í Hjartagarðinum. Allir velkomnir. 16.00 Berndsen, Hermigervill, Oculus, President Bongo með Högna Egilssyni og Earth, Rabbi Bananas, Snorri Helga- son, Sykur og Þórunn Antonía koma fram á Ingólfsstræti 8. Allir velkomnir. 16.00 Hyrrrokkin, Just Another Snake Cult, Sindri Eldon, Instrument project, Miri, Úlfur, Guðmundur Úlfarsson, Baku Baku og oFF koma fram á Kaffistofunni. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Hellvar, Úlfur Úlfur, Less Win, Bárujárn og Deathcrush spila á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Útidúr og Sóley spila í Eymunds- son í Austurstræti. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Borko og Retro Stefson spila í Kormáki og Skildi. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Spaceships are cool, TechSoul, The Esoteric Gender, Þórunn Antonía, Möllerdiskó, Nana, Magga og Ragga og Haffi Haff koma fram á Barböru. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Mógil og Helgi Rafn Jónsson spila í versluninni 12 Tónum. Allir velkomnir. 18.00 Dj AnDre, Subminimal, Ahma, Beatmakin Troopa spila tónlist á vegum Extreme Chill í Vesturbæjarlauginni. 18.00 Dikta, Rakel Mjöll og Gabby Maiden koma fram á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis. 18.10 Hauschka, Nadia Sirota og Valgeir Sigurðsson, Guðrið, Bedroom Community DJ, Karlakór Kaffibarsins og DJ Kári halda uppi stuðinu á Kaffi- barnum. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Gálma er sýnt í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Miðaverð er kr. 1.800. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Á botninum í Smiðjunni. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði fjallar um ólíka upplifun kynjanna á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. 12.00 Hjörleifur Sveinbjörnsson flytur fyrirlesturinn Huang Nubo og kínversk- íslenski menningarsjóðurinn í Árnagarði 301 í Háskóla Íslands. 12.00 Dr. Gunilla Herolf flytur fyrir- lesturinn Breytingar á öryggissamvinnu í Evrópu - áhrif á stofnanir og smáríki í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands. 14.00 Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, flyt- ur fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili. Aðgangur er ókeypis. ➜ Eldri borgarar 09.30 Korpúlfarnir standa fyrir sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og listasmiðju á Korpúlfsstöðum kl. 13. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tónleikar ★★★★ Björk Silfurberg í Hörpu Iceland Airwaves, 12. okt. 2011 Það ríkti mikil eftirvænting í Silf- urbergssal Hörpu á miðvikudags- kvöldið, en þar fóru fram fyrstu tónleikarnir í Biophiliu-tónleikaröð Bjarkar í Hörpu sem um leið voru hennar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þegar geng- ið var í salinn blasti við óvenjuleg uppsetning. Stórt svið var í miðjum salnum, en áhorfendum var raðað út frá því í fjórar áttir. Á sviðinu mátti sjá skrýtin hljóðfæri, þar á meðal fjóra þriggja metra háa pendúla. Yfir því héngu svo skjáir í hring sem í upphafi sýndu Biophi- liu-stjörnukortið. Þegar tónlistarfólkið hafði komið sér fyrir á sviðinu kynnti rödd Davids Attenborough Bio- Lifandi vísindi Bjarkar philiu-verkefnið í nokkrum orðum og tilfinningin sem maður fékk var meira eins og að vera staddur á einhverri vísindasýningu en tón- leikum. Áður en fyrsta lagið, Thun- derbolt, hófst seig stórt búr niður úr loftinu, en í því voru tvö Tesla- kefli sem neistuðu eldingum þegar bassalínan í laginu hljómaði. Mjög tilkomumikil sjón. Björk flutti öll lögin af Bio- philiu-plötunni á tónleikunum, en að auki nokkra eldri smelli, m.a. Hidden Place, Isobel og Mouth‘s Cradle. Það voru þrír hljóðfæra- leikarar á sviðinu með henni; tölvu- og hljómborðsleikarinn Matt Robertson, slagverksleikar- inn Manu Delago og Jónas Sen sem lék í nokkrum lögum og fékk m.a. þann heiður að leika á sérsmíðaða selestu. Mest fór samt fyrir stelp- unum úr Graduale Nobili-kórnum sem voru yfir tuttugu talsins og sungu og dönsuðu í flestum lög- unum. Þetta voru mjög óvenjulegir tón- leikar. Biophiliu-lögin voru flest mjög lík útgáfunum á plötunni, en eldri lögin voru í nýjum útsetning- um í anda plötunnar. Það var mikil hreyfing á sviðinu allan tímann, Björk sneri sér til skiptis að áhorf- endum allt í kringum sviðið og stelpurnar voru á stöðugri hreyf- ingu. Á skjáunum var sýnt mynd- efni sem tengdist lögunum sem var verið að spila, oftast náttúru- og vísindatengt. Biophilia fjallar um tengsl tónlistar við náttúru og tækni og oft fannst manni maður vera staddur á einhvers konar náttúruvísindasýningu. Það er samt líka alltaf ævintýrablær hjá Björk, sem á miðvikudagskvöldið kom m.a. fram í litskrúðugum og glansandi búningum kórstelpn- anna og þessari stóru og skrýtnu rauðu hárkollu sem Björk hafði á hausnum. Eftir fimmtán lög hvarf Björk af sviðinu, en kom aftur eftir upp- klapp og flutti lögin One Day, Nátt- úra (sem hún tileinkaði Eyjafjalla- jökli „og Kötlu ef hún stendur sig“) og Declare Independence, við mik- inn fögnuð. Útsetningin á One Day var einn af hápunktum kvöldsins en í því var enginn annar undir- leikur en hang-ásláttur Manus Delago. Á heildina litið var þetta einstök kvöldstund. Þetta voru ekki bara tónleikar, heldur flókin og úthugs- uð margmiðlunarsýning. Ég hefði alveg verið til í að heyra aðeins fleiri gömul lög til að létta stemn- inguna aðeins, en þetta var samt mjög flott. Mikilfenglegt. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlun- ar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.