Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 29
KYNNING − AUGLÝSING lyklar og lásar14. OKTÓBER 2011 FÖSTUDAGUR 3 Á undanförnum árum hafa rafrænar aðgangsstýringar tekið miklum framförum og kerfin orðið fullkomnari, betri og fjölhæfari,“ upplýsir Hrafn Leó Guðjónsson, vörustjóri Securitas sem á síðustu áratugum hefur selt flestum stærri fyrirtækjum lands- ins rafræn aðgangsstýrikerfi. Hrafn Leó segir starfsfólk fyrir- tækja f lest orðið kunnugt því að opna dyr með aðgangskortum, en ný kerfi auki enn á öryggi. „Samhliða aðgangskortum eru nú notaðir augnskannar og fingra- faralesarar og með því tryggt að réttur aðili komist inn. Á sama tíma eru lán aðgangskorta útilok- uð þar sem augn- og fingrafaralest- ur kemur strax upp um falska að- gangstilraun,“ segir Hrafn Leó. Með nýjum aðgangsstýrikerfum samtengir Securitas þau við hús- stjórnar- og myndavélakerfi bygg- inga, en með því fæst heildstætt umsjónarkerfi gagnvart innbrot- um og óæskilegri hegðun. „Möguleikarnir eru margvísleg- ir og þar á meðal tenging við stimp- ilklukkukerfi fyrirtækja. Þá stimpl- ast starfsmaður inn og úr vinnu um leið og hann notar aðgangskort til að komast inn í fyrirtækið. Með því verður til nákvæm skráning á ferð- um fólks, um leið og allir losna við lykla sem alltaf geta týnst og lent í höndum óprúttinna aðila sem þá komast inn í óleyfi. Við sömu að- stæður er auðvelt að eyða týndu aðgangskorti úr kerfinu án þess að þurfi að skipta um skrár og lása með tilheyrandi kostnaði,“ útskýr- ir Hrafn Leó. Hann segir smartkort vera helstu byltingu rafrænna aðgangs- stýrikerfa nú. „Með tilkomu smartkorta eykst öryggi til mikilla muna, enda ógjörningur að afrita smartkort. Þá aukast notkunarmöguleikar mikið því með smartkortum má aðgangs- stýra tölvum og prenturum starfs- manna, ásamt því að nota þau til greiðslu í mötuneytum, um leið og tryggt er að enginn gangi um fyr- irtækið sem ekki á þangað erindi,“ segir Hrafn Leó. Hann bendir á að nú séu helstu verðmæti fyrirtækja geymd í tölvu- kerfum þeirra og því hækki örygg- isstigið mikið með aðgangsstýrð- um tölvum og prenturunum, auk þess sem smartkortið bjóði einnig upp á rafræna undirskrift. „Aðga ngsst ý r i ng prenta ra kemur í veg fyrir að viðkvæm gögn liggi á glámbekk. Þá fæst papp- ír ekki útprentaður nema smart- kort sé borið að honum, en það gæti lækkað árlegan prentkostn- að um allt að 20 þúsund á hvern starfsmann, í stað þeirrar sóunar þegar prentað var á pappír sem svo var ekki sóttur og endaði í ruslinu,“ segir Hrafn Leó. Önnur mikilvæg þróun í rafræn- um aðgangsstýringum Securitas er þráðlaus aðgangsstýring, en í hana þarf engar lagnir. „Í staðinn eru settir upp þráð- lausir rafhlöðudrifnir lásar á hurð- ir. Það tryggir sama öryggi en mun fljótari uppsetningu og lægri upp- setningarkostnað,“ útskýrir Hrafn Leó og tekur fram að rafræn að- gangsstýrikerfi henti einnig heim- ilum. „Þá er notaður rafrænn lykill í stað hefðbundins lykils í skráar- gat, sem er mun öruggari kostur og kemur í veg fyrir hættu á innbroti ef lykill týnist.“ Með tilkomu smartkorta eykst öryggi til mikilla muna, enda ógjörningur að afrita smartkort. Tryggir rétta fólkinu aðgang SALTO er einkar fullkomið og öfl- ugt aðgangsstýrikerfi, byggt upp með nettengdum og sjálfstæð- um rafhlöðudrifnum lásum sem hægt er að opna allt að 90 þús- und sinnum á hverri rafhlöðu. Rafhlöðudrifnir lásar þurfa ekki lagnir og passa í nánast allar teg- undir hurða, hvort sem það er ál, timbur eða gler. Þar sem ekki þarf lagnir í lása er uppsetningarkostnaður mun lægri í samanburði við venjuleg aðgangsstýrikerfi. Unnt er að hafa allt að 64.000 hurðir og notendur í kerfinu, 256 tímasvæði, 256 daga- töl og óendanlega margar not- endagrúppur. Fullkominn hug- búnaður stjórnar kerfinu, stofn- ar notendur og sækir upplýsingar um notkun. Upplýsingar um notkun, eydd kort og dagatöl eru flutt á milli nettengdra og sjálfstæðra lása með aðgangskortum, og með þráðlausum sendum er hægt að fá raun- tíma upplýsingar um notkun. S A LT O b ý ð u r ei n n ig lausn i r á skápalásum, en lás- arnir passa í allar teg- undir skápa, meðal annars sundlaugar- skápa, og auðvelt að koma þeim fyrir í nýja sem eldri. SALTO Aelement er öflugt og fullkomið að- gangsstýrikerfi, sérhann- að fyrir hótel. Með þráð- lausum sendum má fá rauntíma upplýsingar um notkun, ásamt rauntíma stjórnun á allar hurðir. Kerfið er hægt að setja á allar hurðir sem þarf að að- gangsstýra svo sem starfmanna- aðstöðu, geymslur og lyftur. Hægt er að fá SALTO aðgangs- stýrikerfi á allar tegundir hurða og auðvelt að stækka kerfið sem er einstaklega notendavænt, hag- kvæmt, sveigjanlegt og öruggt. Hrafn Leó Guðjónsson vörustjóri Securitas sem býður rafrænar aðgangsstýringar í úrvali. MYND/DANÍEL Ný tækni í aðgangsstýringum Í áratugi hefur Securitas verið leiðandi í rafrænum aðgangsstýringum fyrirtækja. Með aukinni þróun hafa kerfin orðið betri og fjölhæfari, og mikið er um spennandi nýjungar sem auka enn á öryggi, þægindi og hagkvæmni. Að ofan má sjá rafrænan augnskanna, en til hliðar og að neðan hurðarhúna með rafhlöðudrifnum lásum sem passa í nær allar tegundir hurða, hvort sem það eru ál-, timbur- eða glerhurðir. Þráðlaus aðgangsstýrikerfi ryðja sér nú mjög til rúms hjá Securitas, enda auð veld og hagstæð í upp setningu en alveg jafn trygg þegar kemur að öryggi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.