Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 8
14. október 2011 FÖSTUDAGUR8 JAFNRÉTTISMÁL Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Konur skipuðu í heild 40 prósent nefndar- sæta á vegum ráðuneytanna og karlar 60 prósent. Hlutfallið var hins vegar ólíkt milli ráðuneyta og var félags- og tryggingamála- ráðuneytið eina ráðuneytið þar sem konur voru í meirihluta nefnda í fyrra. Þær voru 51 prósent nefndarmanna á móti 49 prósentum karla, en í heilbrigðisráðuneytinu voru hlutföll kynjanna hnífjöfn. Í öðrum ráðuneytum voru karlar í meirihluta. Kveðið er á um kynjakvóta í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins í lögum og á hlutur hvors kyns ekki að vera minni en 40 prósent nema málefnalegar ástæður liggi að baki. Helmingur þeirra nefnda sem voru starfandi á síðasta ári var í samræmi við lög um kynja- kvóta, en 66 prósent þeirra nefnda sem voru skipaðar í fyrra uppfylltu skilyrði laganna. Utanríkisráðuneytið var eina ráðuneytið sem skipaði þá í allar sínar nefndir samkvæmt lög- unum. Dóms- og mannréttindaráðuneytið skip- aði aðeins 38 prósent sinna nefnda í samræmi við þau. - þeb Mjög misjafnt er hversu vel ráðuneyti fara eftir lögum um kynjakvóta við skipan í nefndir: Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Nefndir sem skipaðar voru á vegum utanríkisráðuneytisins í fyrra voru allar í samræmi við lög um kynjakvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Hvernig vill ný stjórn Danmerkur breyta konungsvaldinu? 2 Hvaðan eru hljómsveitirnar sem unnu samkeppni um að spila á Iceland Airwaves? 3 Hvert verður réttargeðdeildin á Sogni flutt? SVÖR: 1. Minnka vægi þess. 2. Frá Bandaríkj- unum. 3. Á Klepp. SPRENGJA FJARLÆGÐ Brennuvargarnir vilja koma af stað „félagslegu eldgosi“. FRÉTTBLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Sextánda bensín- sprengjan fannst við járnbraut- arteina í Berlín í gær. Fyrsta sprengjan fannst á mánudag. Aðeins ein af sprengjunum hefur sprungið og olli spreng- ingin skemmdum á lestarteinum. Kveikjubúnaður annarrar fór af stað án þess að sprengjan spryngi. Brennuvargarnir kenna sig við íslenska eldfjallið Heklu og segj- ast vilja koma af stað „félagslegu eldgosi“ eins og það er orðað í til- kynningu frá þeim á netinu. Að öðru leyti er lítið vitað um þennan hóp. Ekki er vitað hvenær sprengj- unum var komið fyrir. Mögulegt þykir að þær hafi allar verið settar við teinana um síðustu helgi. - gb Brennuvargar í Berlín: Kenna sig við eldfjall á Íslandi ESB Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, hefur ákveðið að eftir 17. nóvember megi ein- ungis selja sjálfslökkvandi sígar- ettur innan aðildarríkjanna. Fyrirtæki fá engan aðlögunar- tíma til þess að selja birgðir af gömlum sígarettum. Bann við sölu á öðrum sígar- ettum en sjálfslökkvandi tók gildi í Finnlandi 1. apríl í fyrra. Þar fækkaði eldsvoðum af völdum reykinga um 30 prósent á tímabilinu apríl til júní miðað við sama tímabil árið áður. Sams konar reglur hafa tekið gildi víða um heim, að því er sænskir vefmiðlar greina frá. - ibs Sjálfslökkvandi sígarettur: Minni bruna- hætta með nýjum rettum Fangelsi eftir árás Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík. Hann á sakaferil að baki allt frá 16 ára aldri. Ákært fyrir kannabis Þrír karlmenn á aldrinum frá tæplega þrítugu til fimmtugs hafa verið ákærð- ir fyrir að rækta 89 kannabisplöntur í Hafnarfirði. Þá eru tveir mannanna ákærðir fyrir að hafa haft lítilræði af kannabisefni í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af þeim. DÓMSMÁL ST. JÓSEFSSPÍTALI Bæjarstjórn Hafnar fjarðar mótmælir samhljóma fyrirhugaðri lokun spítalans. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harð- lega ákvörðun yfirstjórnar Land- spítalans um lokun St. Jósefsspít- ala og krefst þess að hún verði endurskoðuð og sameining við Landspítalann dregin til baka. Ákvörðunin gangi þvert á fyrir- heit um að St. Jósefsspítali gegni áfram mikilvægu hlutverki í nær- þjónustu við Hafnarfirðinga. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að staðið verði við lof- orð velferðarráðherra um samráð og þegar verði teknar upp við- ræður milli velferðarráðherra og Hafnarfjarðarbæjar um hvernig áframhald starfsemi á St. Jósefs- spítala verði tryggð,“ segir í sam- þykkt bæjarstjórnarinnar. - gar Hörð mótmæli í Hafnarfirði: St. Jósefsspítala verði ekki lokað VARNARMÁL Kreppurnar á Íslandi eru þrjár: efnahagskreppa, stjórn- málakreppa og varnarmálakreppa. Stjórnmálakreppan torveldar lausnir, bæði á efnahagskreppunni og varnarmálakreppunni. Þetta fullyrðir rannsóknarstofn- un sænska hersins, FOI, í nýrri skýrslu um ástand öryggismála á Íslandi. Í skýrslunni er farið vítt yfir sviðið, stöðu efnahagsmála lýst og helstu átakalínur stjórn- málanna kannaðar. Varnarmálakreppan er sögð hafa komið í kjölfar einhliða brott- hvarfs bandaríska hersins frá Íslandi árið 2006, sem sagt er hafa leitt af sér biturleika meðal þáver- andi ráðamanna íslenskra öryggis- mála en fögnuð meðal þeirra sem telja Ísland ekki þurfa neinar her- varnir. Ferðir erlendra herskipa og rússneskra herþota vekja, að mati skýrsluhöfunda, upp spurningar um það hvort núverandi stefna Íslands í öryggismálum sé í takt við þróun öryggismála í okkar heimshluta. „Meðan NATO-ríkin efla fjöl- þjóðasamstarf um heræfingar í þessum heimshluta, þá sjást engin merki þess að endurskoðun verði gerð á stöðu Íslands sem hins „óvopnaða aðildarríkis NATO“,“ segir í skýrslunni. „Pólitísk sundrung, ósam- komulag og vantraust er ráðandi milli ráðamanna og almennings á Íslandi,“ skrifa höfundarnir og taka fram að íslensk stjórnmál séu frábrugðin því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, að því leyti að minni áhersla er lögð á að ná samstöðu um þau mál, sem deilt er um. „Þetta hefur áhrif á það hvernig tekið er á kreppum og gerir mönn- um erfiðara að finna víðtækar úrlausnir til lengri tíma.“ Kreppurnar hafa þannig gagn- Sænski herinn telur öryggi áfátt á Íslandi Auk kreppu í efnahagsmálum og stjórnmálum er einnig kreppa í öryggismál- um á Íslandi, að mati rannsóknardeildar sænska hersins sem hefur sent frá sér skýrslu um ástandið á Íslandi. Pólitískar deilur flækja og tefja stefnumótun. kvæm áhrif hver á aðra og á meðan verða heimspólitískar breytingar á mikilvægi norður- skautsins, sem ekki er tekist á við af þeim krafti sem þurfa þyrfti. Lokaorð skýrslu sænska hersins um Ísland eru eftirfarandi: „Ef Íslandi tekst að komast upp úr kreppunum og þróast smám saman yfir í eitthvað nýtt með stöðugleika til lengri tíma – til þess eru góðar grunnforsendur – þá væri mikið unnið bæði fyrir Íslendinga sjálfa og fyrir umheim- inn. Ef ekki, þá eiga menn á hættu að enda eins og Guðbjartur Jóns- son, aðalpersónan í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki: „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálf- stæður maður getur étið.“ Þrjósku- leg barátta Guðbjarts fyrir algjöru sjálfstæði og frelsi endaði í fátækt og harmleik.“ gudsteinn@frettabladid.is HERÆFING Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Brotthvarf Bandaríkjahers hefur skilið öryggis- mál á Íslandi eftir í nokkurri óvissu, að mati sænska hersins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Upplifa kynin tím- ann á ólíkan máta? Þessari spurn- ingu mun Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, prófessor í félagsfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, velta fyrir sér í fyrirlestri sem hún heldur í dag. Fyrirlesturinn fer fram á Hall- veigarstöðum og hefst klukkan 12 á hádegi. „Ég mun fjalla bæði um eigin rannsóknir og rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bretlandi og á hinum Norðurlöndunum. Þær hafa leitt í ljós að konur og karl- ar tjá sig mjög ólíkt um tímann,“ segir Guðbjörg en bætir við að þetta eigi auð- vitað ekki við um hvern ein- asta karl og hverja einustu konu. Kynbund- ið munstur sé hins vegar til staðar. „Konur tala eins og þær séu með marga bolta á lofti í einu á meðan karlar tala frekar um einstök verkefni sem þeir skipta niður á tímalínu. Konur tjá sig meira um tímann eins og tími þeirra tilheyri öðrum, það er að segja að þær ráði ekki fullkomlega yfir því hvernig honum er ráðstafað. Karlar í sam- bærilegri stöðu tjá sig meira eins og þeir hafi völd yfir sínum tíma, þeir ákveði hvernig þeir hagi honum,“ segir Guðbjörg. Þá segir Guðbjörg að í erlend- um rannsóknum hafi ólík upplifun kynjanna á tíma verið sett í sam- hengi við heilsu og líðan. Konur kvarti meira en karlar yfir vanlíð- an, þreytu og streitu, en lifi samt lengur en karlar. - mþl Fyrirlestur Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur á Hallveigarstöðum í hádeginu í dag: Ólík upplifun kynjanna á tíma GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SLYS Sjö ára drengur stakk sig á sprautunál í Reykjanesbæ á miðvikudag. Drengurinn fann sprautunálina við fjölbýlishús að Ásbrú. Farið var með drenginn á spítala í Reykjavík. Hann fékk sprautur við lifrarbólgusmiti, en þarf að halda áfram slíkri með- ferð næstu mánuði. Frá þessu var greint í Víkurfréttum. Móðir hans segir að fyrir skömmu hafi fundist þrjár nálar á svipuðum stað og því sé ástæða til að vara við hættunni af nálum. - þeb Nálar fundist við Ásbrú: Sjö ára stakk sig á sprautunál VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.