Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 46
14. október 2011 FÖSTUDAGUR30 folk@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is „Vildi alveg eiga Pétur Jóhann fyrir pabba,“ segir Bára Lind Þórarinsdóttir, sem leikur stelpuna í Heimsenda. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Iceland Airwaves ★★ Dikta Norðurljós í Hörpu Stemningsleysi Þrátt fyrir að Dikta sé þekkt sem ein besta tónleikasveit landsins átti hún í mestu vandræðum með að ná upp stemningu í Norðurljósasalnum. Kannski var sveitin þreytt eftir tónleikaferð sína um Þýskaland. Ekki hjálpaði samt til að helmingur tónleikagestanna sat á miðju gólfinu nánast allan tímann á meðan hinn helmingurinn stóð allt í kring. Aðeins nokkrar hræður stóðu uppi við sviðið og langmesta lífið var í þeim. Stórundarlegt svo ekki sé meira sagt. Einnig hafði það sín áhrif að meginuppistaðan í tónleikadag- skránni voru gömul og margspiluð Diktu-lög. Ferskleikann vantaði og þegar áhorfendur eru farnir að hrópa á sveitina að spila ný lög er ljóst að breytinga er þörf. Tvö ný lög fengu þó að fljóta með og þau voru fín, sér í lagi það fyrra, og lofa þau góðu fyrir væntanlega plötu. - fb Iceland Airwaves ★★★ Amaba Dama Faktorý Gleðin skein úr hverju andliti Amaba Dama er reggísveit sem rapparinn Gnúsi Yones leiðir, en hún hefur vakið athygli undanfarið fyrir reggíútgáfu af Bjartmars-smellinum Týnda kynslóðin. Þetta er fjölmenn sveit sem er að hluta til skipuð sömu meðlimum og Ojba Rasta, a.m.k. á þessum tónleikum á Airwaves. Tónlist Amaba Dama er hressilegt alíslenskt reggí. Lögin þeirra voru misgóð og stundum fannst mér vanta aðeins meiri dýpt í hljóminn, en á köflum var Amaba Dama samt að gera mjög skemmtilega hluti á Faktorý á miðvikudagskvöldið. Gleðin skein úr hverju andliti á sviðinu og það smitaði áhorfendur. - tj Iceland Airwaves ★★★ Markús and the Diversion Sessions Kaldalón í Hörpunni Hreinræktað popp Markús and the Diversion Sessions spila það það sem tónsmiðurinn og söngvarinn sjálfur kallaði „pjúra popp“. Tónlistin er svolítið í anda Pavement, grípandi og skemmtileg. Markús Bjarnason var áður söngvari hljómsveitarinnar Skáta áður en hann hóf sólóferil sinn með útgáfu plötunnar Now I Know. Frumraunin lofar góðu og verður gaman að fylgjast með framhaldinu, enda aldrei nóg til af góðri tónlist. Tónleikarnir voru hressir, Markús var einlægur á sviði og spjallaði um daginn og veginn við tónleikagesti á milli laga. - sm Iceland Airwaves ★★★★ Náttfari Kaldalón í Hörpu Spikfeitt síðrokk Síðrokksveitin Náttfari lét nokkuð til sín taka fyrir um áratug en lagðist svo í dvala. Sveitin var endurvakin fyrir nokkrum misserum og hefur nú lokið við gerð fyrstu breiðskífu sinnar sem fáanleg er á Bandcamp og kemur á geisladiski á næstu dögum. Náttfaramenn renndu sér í gegnum þétt prógramm og voru í flottu formi. Tónlist Náttfara er ekki beint vin- sældavæn, enda að mestu ósungin, en sveitinni tókst að heilla viðstadda með þéttum samleik hrynparsins og flottum gítarleik, til að mynda í laginu Lævís köttur. Þetta var einstaklega grúví síðrokk, eins undarlega og það kann að hljóma, spikfeitt og töff sánd. - hdm Iceland Airwaves ★★★★ Sóley Kaldalón í Hörpunni Krúttlegt og kósí Sóley Stefánsdóttir gaf út sína fyrstu sólóplötu, We Sink, í byrjun hausts og hlaut einróma lof fyrir. Áður hafði hún gert garðinn frægan með „indie“ sveitunum Seabear og Sin Fang Bous. Sóley steig á svið ásamt trommu- leikara sínum og saman slógu þau tvö vart feilnótu. Tónlistin var hugljúf og krúttleg, líkt og Sóley sjálf sem heillaði tónleikagesti með skemmti- legu spjalli milli laga. Þó að Sóley sé fyrst og fremst píanóleikari er hún einnig með fína rödd sem minnti á stundum á unga Emilíönu Torrini. Af tónleikunum að dæma má búast við miklu af þessari ungu tónlistarkonu í framtíðinni. - sm Iceland Airwaves ★★★ Ourlives Silfurberg í Hörpu Flottur söngvari Það verður seint sagt að Ourlives hafi náð upp brjálaðri stemningu í Silfur- bergssalnum. Maður ímyndar sér ein- hvern veginn að bæði hljómsveitin og aðdáendur hennar sé vanari sveittari stemningu á öldurhúsum bæjarins. Ourlives spilaði nokkur vinsæl lög af fyrri plötu sinni og kynnti til leiks efni af nýútkominni plötu. Ágætis sveit sem söngvarinn Leifur Kristins- son ber uppi. - hdm Miðvikudagurinn 12. október Það var margt um manninn á tónleikum Blaz Roca á Gauki á Stöng á miðvikudagskvöld. Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós voru á staðnum, auk Valdimars Guðmundssonar, forsprakka hljómsveitarinnar Valdimar. Þorsteinn Stephensen, fyrrverandi stjórnandi Iceland Airwaves og stofnandi hátíðar- innar, var einnig á meðal gesta. Biophilia-tónleikar Bjarkar Guð- mundsdóttir voru haldnir í Silfurbergi í Hörpunni þetta sama kvöld. Eldar Ástþórsson, kynn- ingarfulltrúi CCP, og kona hans Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi voru í húsinu. Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir var þar líka, rétt eins og Guðjón Már Guð- jónsson stofnandi OZ. Popparinn Jón Jónsson var sömuleiðis í Hörpunni, enda var bróðir hans Friðrik Dór að spila þar í Norður- ljósasalnum. Airwaves-aðdáand- inn og markaðssérfræðingurinn hjá N1, Jón Gunnar Geirdal, var einnig á svæðinu og virtist skemmta sér vel. - fb, áp FÓLK Á AIRWAVES F l e i r i d ó m a o g m y n d i r e r a ð f i n n a á 6.300 KRÓNUR kostar í Blue Lagoon-partí Iceland Airwaves á morgun. Innifalið í því er rútuferð á staðinn og miði í teitið í lóninu bláa. Hátíðin byrjar með látum STUÐ Í HÖRPUNNI Markús and the Diversion Sessions tróð upp í Kaldalóni í Hörpu. Gestir fengu hressilegt popp og kunnu vel að meta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.