Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 18
20. október 2011 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
68
24
1
0/
11Lægra
verð
í Lyfju
20%
afsláttur
D-3 vítamín er
nauðsynlegt fyrir alla
– börn, konur og karla.
Gildir til 31. október 2011.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heim-
ilaði í gær Íslandsbanka að kaupa
BYR þrátt fyrir að bankinn hafi
áður hlotið ríkisaðstoð. Auk þess
veitti stofnunin áframhaldandi
heimild fyrir 5 milljörðum króna
víkjandi lánafyrirgreiðslu íslenska
ríkisins til sameinaðs banka. Þar
með hafa allir eftirlitsaðilar sem
þurftu að fjalla um samruna bank-
anna lagt blessun sína yfir hann.
Það eina sem vantar til þess
að hann geti gengið í gegn er að
íslenska ríkið fái lagaheimild til að
selja hlut sinn í fjármálafyrirtæki.
Slíka heimild er að finna í frum-
varpi til fjáraukalaga vegna ársins
2010. Þau verða að öllum líkindum
afgreidd í desember. Samkvæmt
upplýsingum úr fjármálaráðuneyt-
inu stendur ekki til að leggja fram
sérstakt frumvarp sem myndi
heimila sölu ríkisins á hlut sínum
í Byr. Því verður allt að tveggja
mánaða bið á samrunanum.
Í lögum er nú þegar heimild til
að selja hlut ríkisins í sparisjóðum.
Sú heimild nær hins vegar ekki til
Byrs þar sem sparisjóðnum var
breytt í hlutafélag þegar ríkið tók
hann yfir í apríl 2010.
Fjármálaeftirlitið (FME) og
Samkeppniseftirlitið veittu á
mánudag samþykki sitt fyrir sam-
runa Íslandsbanka og Byrs. Niður-
staða samkeppnisyfirvalda byggði
á því að Byr uppfyllti skilyrði um
fyrirtæki á fallandi fæti, sem yrði
órekstrarhæft ef Íslandsbanki
fengi ekki að kaupa það. Íslands-
banki greiðir á annan tug millj-
arða króna fyrir Byr. - þsj
Allir eftirlitsaðilar hafa lagt blessun sína yfir kaup Íslandsbanka á Byr:
Ríkið tefur sameiningu bankanna
ÍSLANDSBANKI Eftir að samruni
bankanna tveggja hefur verið kláraður
munu núverandi viðskiptavinir Byrs
verða viðskiptavinir Íslandsbanka.
Þýska flutningslausnafyrirtækið DB Schenker
hefur opnað skrifstofu á Íslandi. Fyrirtækið
býður upp á heildarlausnir á sviði vöruflutninga
og vörustjórnunar og rekur um 2 þúsund skrif-
stofur í 131 landi. Hjá því starfa alls 90 þúsund
manns.
Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri DB
Schenker á Íslandi, segir mikil tækifæri felast í
samstarfi við fyrirtæki hér á landi. Hann er þess
fullviss að alþjóðlegt net fyrirtækisins geti komið
innlendum fyrirtækjum að góðum notum. Þeim
verði nú tryggð sama þjónusta og DB Schenker
býður um allan heim.
DB Schenker er stærsta fyrirtæki í Evrópu á
sviði flutninga á landi og í lestarflutningum. Þá
er það númer tvö á heimsvísu í flutningum með
flugi og númer þrjú á heimsvísu í sjóflutningum.
Ingvar Nilsson, framkvæmdastjóri DB
Schenker á Norðurlöndunum og í Bretlandi, segir
fyrirtækið vilja tengja íslenska markaðinn við
alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins. Það sérhæfi
sig í að finna hagkvæmustu flutningsleiðir fyrir
fyrirtæki og bjóði þeim að fylgjast með staðsetn-
ingu sendinga hvar sem er í heiminum.
Skrifstofan hér á landi mun einbeita sér að því
að sinna þjónustu við inn- og útflytjendur á Íslandi
en auk þess verður hér byggð upp þekkingarmið-
stöð fyrirtækisins á sviði frystiflutninga. - mþl
Alþjóðlega flutningslausnafyrirtækið DB Schenker opnar skrifstofu í Reykjavík:
Stórt flutningafyrirtæki opnar á Íslandi
DB SCHENKER Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri DB
Schenker á Íslandi, (til vinstri) ásamt lykilstarfsmönnum frá
skrifstofum fyrirtækisins í Svíþjóð og Þýskalandi.
Félag í 100% eigu Arion banka
jók hlutafé í Pennanum á Íslandi
um 200 milljónir króna hinn 21.
september síðastliðinn. Greitt var
fyrir hina nýju hluti með reiðufé.
Nýi Penninn, sem var stofnaður
í apríl 2009, tapaði rúmum millj-
arði króna á árunum 2009 og 2010
þrátt fyrir að skuldir upp á um 8
milljarða króna hafi verið skild-
ar eftir í þrotabúi gamla Pennans
og að Arion banki hafi breytt um
1,2 milljarða króna skuld í hlutafé
þegar félagið var sett á fót.
Eigið fé Pennans var ekki orðið
neikvætt þegar ákvörðun um
hlutafjárinnspýtinguna var tekin,
en rekstur félagsins hefur þó verið
þungur, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Arion banki tók yfir Pennann
ehf. í lok mars 2009. Skömmu síðar
stofnaði bankinn nýtt félag utan
um rekstur Pennans á Íslandi.
Hið nýja félag á og rekur versl-
anir Eymundsson, Pennans, Grif-
fils og Islandia. Samhliða var tæp-
lega 1,2 milljarða króna skuld við
Arion banka breytt í hlutafé. Þetta
var gert með blessun Samkeppnis-
eftirlitsins. Í ákvörðun þess kom
fram að Penninn sé talinn hafa
háa markaðshlutdeild og sterka
stöðu í sölu á meðal annars bókum
og tímaritum. Þar segir einnig að
tilgangur Arion banka sé „ekki sá
að eiga og reka fyrirtækið til lang-
frama“. Penninn er þó enn í eigu
Arion banka tveimur og hálfu ári
eftir að ákvörðun Samkeppnis-
eftirlitsins var birt.
Eignir að andvirði 2,4 milljarð-
ar króna voru færðar yfir í nýja
félagið og skuldir upp á 1,9 millj-
arða króna fylgdu einnig með.
Rúmur helmingur þeirra skulda
voru viðskiptaskuldir, að mestu
við birgja. Sú ákvörðun að taka
yfir þær skuldir var tekin til þess
að valda birgjunum sem minnstu
tjóni og halda þannig mikilvæg-
um viðskiptasamböndum við. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Arion
banka var sú ákvörðun þó veru-
lega íþyngjandi fyrir efnahag
Pennans.
Til viðbótar við þetta lánaði
Arion banki síðan Pennanum 500
milljónir króna í febrúar 2010 sem
notaðar voru til að greiða skuld
hans við þrotabú Kaupþings og
yfirdráttarskuld. Eignabjarg, eign-
arhaldsfélag í 100% eigu Arion
banka, hefur haldið utan um eign
bankans í Pennanum.
Skiptum á þrotabúi gamla Penn-
ans, sem var endurnefnt GPI ehf.
eftir þrot, lauk í ágúst síðastliðn-
um. Ógreiddar kröfur í búið námu
nærri 7,5 milljörðum króna. For-
gangs- og veðkröfur greiddust
en almennir kröfuhafar fengu
einungis um 42 milljónir króna
saman lagt í sinn hlut. Langstærsti
kröfuhafi Pennans var skilanefnd
Kaupþings. thordur@frettabladid.is
Tap Pennans
milljarður á
tveimur árum
Hlutafé í Pennanum var aukið um 200 milljónir í
lok september. Félag í 100% eigu Arion skráði sig
fyrir því og greiddi í reiðufé. Reksturinn í bata.
EYMUNDSSON Penninn opnaði nýja Eymundsson-verslun á Skólavörðustíg nokkrum
mánuðum eftir að Arion banki hafði tekið félagið yfir.
Staðan á ritfangamarkaði er um margt sérstök. Utan Pennans eru helstu
aðilarnir á þeim markaði A4 og Office 1. A4 varð gjaldþrota árið 2009 og
reksturinn settur inn í nýtt félag, A4 Skrifstofa og skóli ehf. Það félag var
síðan selt á um 300 milljónir króna til Björg slhf., fagfjárfestasjóðs í eigu
skilanefndar Sparisjóðabankans sem rekinn er af Arev verðbréfum. Hið nýja
A4 tapaði 95,5 milljónum króna á árinu 2010 og eigið fé fyrirtækisins um
síðustu áramót var 55 milljónir króna.
Félagið sem átti Office 1 fór í greiðslustöðvun um mitt ár 2009. Rekstur-
inn var settur inn í nýtt félag og seldur til fyrrum stjórnenda og eigenda
félagsins síðasta sumar eftir opið söluferli. Kaupverðið var ekki gefið upp.
Hið nýja félag hefur ekki gefið út ársreikning, enda stofnað í ár. Samkvæmt
síðasta birta ársreikningi gamla Office 1 (sem nú heitir Tékklistinn ehf.)
skuldaði félagið 826 milljónir króna í lok árs 2009.
Allir stærstu urðu gjaldþrota
Íslenski tölvuleikjaframleið-
andinn CCP hefur sagt upp 20
prósentum starfsmanna sinna.
Starfsmönnum á skrifstofu fyrir-
tækisins í Atlanta fækkar um 80
og um 34 í Reykjavík.
Uppsagnirnar eru liður í skipu-
lagsbreytingum hjá CCP. Hyggst
fyrirtækið einbeita sér að áfram-
haldandi þróun sinnar helstu
vöru, EVE-Online, og að þróun
leiksins DUST-514 sem koma á
út á næsta ári. Hins vegar verð-
ur hægt á þróun leiksins World of
Darkness sem CCP hefur einnig
unnið að.
„Þessi ákvörðun er tekin með
hliðsjón af markaðsaðstæðum,
mati okkar á því hvar tækifæri
fyrirtækisins liggja og hvar
kröftum okkar er beitt á áhrifa-
ríkastan hátt,“ segir Þorsteinn
Högni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar hjá CCP.
Þorsteinn segir að starfsmönn-
um við þróun EVE-Online og
DUST-514 fækki ekki við þessar
aðgerðir. Þvert á móti sé stöðu-
gildum við þróun DUST-514 fjölg-
að. Aukinn kraftur verði svo færð-
ur í þróun World of Darkness á ný
í kjölfar þess að DUST-514 kemur
út á næsta ári.
Í tilkynningu frá CCP segir að
gripið hafi verið til þessara ráð-
stafana þar sem komið hafi í ljós
að fyrirtækið hafi verið með of
mikið í gangi á sama tíma miðað
við stærð. Þá er lögð áhersla á að
áskrifendum að EVE hafi fjölgað
síðastliðið ár og að þróun World
of Darkness hafi ekki verið hætt,
heldur einungis hægt á henni.
Loks kemur fram í tilkynning-
unni að fyrirtækið muni í sam-
starfi við viðeigandi stofnanir
veita þeim sem nú missa vinnuna
aðstoð við að finna ný störf. - mþl
Um 20 prósentum starfsmanna sagt upp við skipulagsbreytingar hjá CCP:
CCP segir upp fjölda starfsmanna
EVE-ONLINE Áskrifendum að EVE-
Online hefur fjölgað ár frá ári frá því að
leikurinn kom út árið 2003.
FLEIRI HÖFÐU ATVINNU hér landi á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.1.600