Fréttablaðið - 20.10.2011, Page 20

Fréttablaðið - 20.10.2011, Page 20
20 20. október 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Brostu í gegnum flensutímabilið. Frískandi hálsbrjóstsykur með gæðasólhatti og sólberjum. 30% afsláttur* Bragðgóð vörn *gildir til 11.11.2011 Í umræðum um ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sem var ráðinn til starfans, mátt þola alls konar ómaklega gagnrýni. Páll hefur ekki gert neitt rangt; hann sótti bara um starf og var ráðinn. Ekki verður séð að pólitísk tengsl eða klíkuskapur hafi ráðið neinu um niðurstöðuna. Ráðningin er þó gagnrýni verð en sú gagn- rýni á að beinast að öðrum. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að sá sem stjórn Bankasýslunnar réði til starfans er ekki réttur maður í starfið. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar verður ekki séð að hann uppfylli skilyrði laganna um Bankasýsluna, um að for- stjórinn eigi að hafa „sérþekkingu á banka- og fjármálum“. Nám hans snýr ekki að þeirri starfsemi og ekki starfsreynslan heldur nema að mjög takmörkuðu leyti. Í starfi aðstoðarmanns viðskipta- ráðherra verður ekki til sérþekking á bankaheiminum. Þetta atriði skiptir máli. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær verða þeir sem hafa eftirlit með fjármálageiranum að búa yfir þeirri reynslu og þekkingu að þeir séu jafnokar þeirra sem starfa í geiranum. Upp á það vantaði fyrir hrun og afleiðingarnar eru þekktar. Hins vegar eru það tengsl Páls við einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma (hann var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þegar hún fór fram) sem gera það að verkum að stjórn Bankasýslunnar hefði ekki átt að taka þá ákvörðun sem hún tók. Í ljósi þess sem síðan hefur fram komið; óyggjandi vísbendinga um óeðlileg pólitísk afskipti af einkavæðingarferlinu og hörmulegra örlaga hinna einka- væddu banka; átti ekki að velja til starfans neinn sem tengdist pólitíkinni í kringum söluferlið á sínum tíma. Þá skiptir í raun engu máli hvort Páll gerði nokkuð rangt í því ferli. Þetta er spurning um trúverðugleika stofnunar, sem mun á næstunni hefja undirbúning að sölu á eignarhlut ríkisins í fjármála- fyrirtækjum. Að sumu leyti var stjórn Bankasýslunnar ekki öfundsverð af hlutskipti sínu við ráðningu forstjóra. Tiltölulega fáir sóttu um embættið, eða níu. Þar af reyndust tveir augljóslega ekki uppfylla hæfisskilyrði og þrír drógu umsóknina til baka, væntanlega vegna þess að þeir vildu ekki að nöfn þeirra yrðu birt en sú regla fælir margt hæft fólk frá því að sækja um störf á vegum hins opinbera. Stjórnin hafði því ekki úr mörgum hæfum umsækjendum að velja. Hugsanlega skýrist það af því hvað það var augljóst þegar Elín Jóns- dóttir, fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar, lét af störfum að hún var afar óánægð með að fjármálaráðherra hefði hvorki látið henni í té starfsfólk né fjárveitingar til að standa almennilega að undir- búningi sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Engin breyting hefur orðið á þeim aðbúnaði Bankasýslunnar. Ekkert af þessu boðar gott um framhaldið. Það þarf að vanda mjög til þess þegar eignarhlutir ríkisins í bönkum og sparisjóðum verða seldir og koma í veg fyrir að mistök fortíðarinnar verði endur- tekin. Trúverðugleiki er lykilatriði – en honum er ekki fyrir að fara. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fyrir nokkrum áratugum varð til hin fullkomna íslenska aðferð til að steypa fólki í skuldir með hjálp verðbólgunnar. Verðtryggingu var komið á. Eftir sitja íslenskir skuldarar að drukkna í feni þess fyrirbæris. Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingar- innar. Þrátt fyrir það gerist afskaplega lítið. Þegar meira að segja Jóhanna Sig- urðardóttir fékk gullið tækifæri í kjölfar hrunsins til að aftengja vísitölu neyslu- verðs vegna forsendubrests brást henni kjarkur frammi fyrir svonefndum sér- fræðingum, sem margir hafa hagsmuna að gæta af viðhaldi verðtryggingar. Því er ekki að undra að fyrir stuttu var ég spurð: „Af hverju koðna allir niður í baráttunni gegn verðtryggingunni?“ Svar- ið er að þetta snýst um mikla hagsmuni. Þeir sem skulda verðtryggt eru líklegri til að vera yngri, muna síður eftir verðbólgu- tímunum og skulda mikið í eigin húsnæði. Þeir sem eiga verðtryggt eru væntanlega líklegri til að vera eldri, muna betur eftir áhrifum óðaverðbólgu og skulda lítið í eigin húsnæði. Þessir hagsmunir hafa ítrekað tekist á. „Lausnirnar“ hafa aftur og aftur sýnt hvaða hagsmunir hafa haft betur, hags- munir fjármagnseigenda. Til dæmis var einfalt að aflétta verðtryggingu launa þar sem hún var talin verðbólguhvetjandi með víxlhækkunum verðlags og launa – þótt bent hafi verið á að sama megi segja um verðtryggingu skulda. Einnig mátti breyta viðmiðunarvísitölu til að auðvelda skuldurum að greiða af lánum sínum sbr. greiðslujöfnunarvísitalan. Engin sanngirni liggur í að leggja þyngstu byrðarnar á kynslóðina sem byggir upp lífeyrissjóðina með greiðslu iðgjalda í sjóðina og skatts til að fjár- magna lífeyri þeirra sem ekki hafa áunnið sér rétt til greiðslu úr sjóðunum, þá kyn- slóð sem einna helst tekur verðtryggðu lánin. Engin sanngirni liggur heldur í því að skerða lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku hans. Allra síst liggur sann- girni í viðvarandi verðbólgu, sem verð- tryggingin viðheldur þegar stýritæki Seðlabankans virka ekki. Það er kominn tími til að leita sátta á milli kynslóða, sátta á milli skuldara og fjármagnseigenda. Hættum að koðna niður frammi fyrir óvininum. Vinnum saman að því að afnema verðtrygginguna, með Plani B. Plan B á verðtrygginguna Fjármál Eygló Harðardóttir alþingismaður Réttur maður var ekki ráðinn í starf forstjóra Bankasýslunnar. Spurning um trúverðugleika Bönn eru ekki bönn Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifs- dóttur um varnir í tóbaksmálum var til umræðu á Alþingi í gær. Meðal hugmynda í tillögunni er að tóbak verði aðeins selt í apótekum. Í greinar gerð segir fyrst frá því að tillag- an hafi áður verið lögð fram og vakið mikla athygli innanlands og utan. Þá er sá varnagli sleginn að tillögunni sé ekki beint gegn reykingafólki. Siv hjó í þennan sama knérunn í umræðum þegar hún sagði það ekki „fela í sér nein boð og bönn að setja tóbakið inn í apótekin“. Þetta er athyglisverð nálgun. Ríkissjóður fékk 7 milljarða króna í kassann í fyrra við sölu tóbaks, sem hægt er að nálgast víða. Að takmarka aðgengi fólks að löglegri vöru hlýtur að beinast gegn neytendum vörunnar. Ekki minnst á Bakka Ákvörðun Alcoa um að hætta við álver á Bakka hefur hlotið mikla umfjöllun hér á landi og hafa margir farið mikinn um afleiðingar ákvörðunarinnar. Þeim mun sérkennilegra er að ekki er mikið fjallað um málið á heimasíðu Alcoa, hvorki móðurfélagsins né þeirri íslensku. Ekki er að sjá að ákvörðunin þyki fréttnæm þar. Sérkennileg skýrsla Ríkislögreglustjóri sendi innan- ríkisráðuneyti athugasemdir sínar, vegna ábendingar Ríkisendur- skoðunar um kaup embættisins í tveimur skjölum. Fremst má sjá áhrifamiklar ljósmyndir af óeirða- lögreglumönnum við Alþingishúsið og brennur bál á annarri myndinni. Í annarri skýrslunni, viðauka, er síðan að finna 16 síðna uppskrift úr fjölmiðlum um málið. Það hlýtur að teljast skrýtið því varla kemur fjöl- miðlaumfjöllun málinu við. Annaðhvort fóru menn eftir lögum eða ekki. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.