Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. október 2011 25 Hinn 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglu- gerðarinnar vísar Sandra í niður- stöður sem nýverið birtust í tíma- ritinu Reproductive Toxic ology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niður stöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsókn Sandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufars- rannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufars- rannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rann- sókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þung- aðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rann- sóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvæl- um…“. Þó svo að Cry1Ab pró- teinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytja- plöntum er ekkert í rannsókn- inni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingar Í umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vís- bendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegs- bakteríunni Bacillus thuringi- ensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterk- ari vísbendingar um það heilsu- tjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í grein- inni komu ekki fram neinar vís- bendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif prót- einsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsu- far spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferð Síðast en ekki síst má með sterk- um rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mæl- inga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósan leg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rann- sóknarinnar og hefði nauðsyn- lega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísinda- rannsókna eru kynntar almenn- ingi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sann- reyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru, þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niður- stöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknar- innar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur tak- markaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvit- andi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að upp- fræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir. (1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533. (2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246. (3) McClintock, Schaf- fer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105. (4) Shi- mada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmen- tal Biology - Animal 42: 45. (5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115. (6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551. (7) Lutz, Wie- demann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chem- istry 53 [5]: 1453-1456. Fyrirtækjalausnir Póstsins er nýtt heiti yfir alla þá þjónustu sem Pósturinn veitir fyrirtækjum. Allt frá því að koma með og sækja póstinn á vinnustaðinn daglega yfir í að hýsa vörur fyrir fyrirtæki, pakka og svo senda. Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090. Sjáðu hvort við getum ekki sparað þér fyrirhöfn, tíma og peninga svo þú getir einbeitt þér að því að vinna, vinna, vinna … Vörudreifing Vöruhýsing Sendla- þjónusta Fyrirtækja- þjónusta Auglýsinga- póstur Viðskipta- pakkar til útlanda Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum Erfðabreytt matvæli Jón Hallsteinn Hallsson dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.