Fréttablaðið - 20.10.2011, Qupperneq 28
20. október 2011 FIMMTUDAGUR28
Okkar ástkæri
Óskar Guðmundsson
plötu- og ketilsmíðameistari,
Hæðargarði 10, Reykjavík,
lést föstudaginn 14. október sl. Jarðsungið verður frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. október kl. 13.00. Blóm
og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á SOS-barnaþorpin.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Ólafsdóttir, Valdís, Aðalbjörg Rós og Edda Sóley
Óskarsdætur.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Sverris Sigurðssonar
Svavarssonar
Suðurgötu 18b, Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Halldórsdóttir
Magnús Sverrisson Ásta Pálína Ragnarsdóttir
Jóhann Magni Sverrisson Leidy Karen Steinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörnMOSAIK
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir
Guðrún Björnsdóttir
frá Hálsi í Vestmannaeyjum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 8. október, verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum 22. október
og hefst athöfnin kl. 14.00.
Sveinbjörg Óskarsdóttir Stefán B. Ólafsson
Elín Óskarsdóttir Hafberg Eysteinn Hafberg
Sigursteinn Óskarsson Sigrún Ágústsdóttir
Birgir Óskarsson Pálína S. Guðbrandsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Konráð Ragnarsson
frá Hellissandi,
sem andaðist sunnudaginn 16. október síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn
21. október kl. 14.
Þórný Axelsdóttir
Ragnar Konráðsson Aðalheiður Aðalsteinsdóttir
Bylgja Konráðsdóttir Jónas Kristófersson
Gylfi Freyr Konráðsson Rakel Sveinsdóttir
börn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Svanborg Rósamunda
Kjartansdóttir
frá Vindási, Eyrarsveit,
andaðist á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði,
18. október. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 22. október kl. 14.00. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Fellaskjóli.
Jóhanna Jóhannesdóttir Svanur H. Halldórsson
Kristín Lilja Nóadóttir Tryggvi Gunnarsson
Jón Jóhann Nóason Sóley Sigurvinsdóttir
Jónína Guðrún Nóadóttir
Salbjörg Sigríður Nóadóttir Friðgeir V. Hjaltalín
Þráinn Nóason
Kjartan Nóason Halldóra Guðmundsdóttir
Trausti Nóason Vilborg Sigurðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn,
faðir okkar og sonur,
Jón Ægir Ingimundarson
Grýtu, Djúpavogi,
sem lést miðvikudaginn 12. október, verður jarðsunginn
frá Djúpavogskirkju laugardaginn 22. október
kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning
til styrktar konu hans og börnum nr. 1147-05-400945
kt. 300674-2169.
Claudia Gomez Vides
Hafrún Alexía Ægisdóttir
Emilio Sær Ægisson
Unnur Jónsdóttir
Ingimundur SteingrímssonElskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórunn Þorvaldína
Finnbjarnardóttir
frá Efri-Miðvík í Aðalvík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn
14. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 21. október kl. 15.00.
Helga I. Hermannsdóttir Jakob Guðmundsson
Jón S. Hermannsson Sigrún Siggeirsdóttir
Sigríður B. Hermannsdóttir
Finnbjörn A. Hermannsson Guðríður Helgadóttir
Hermann Þ. Hermannsson Guðný Rún Sigurðardóttir
Oddur Þ. Hermannsson Þóra Þórarinsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Ingvarsdóttir
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
mánudaginn 17. október. Útför hennar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. október
kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill.
Sigríður Inga Svavarsdóttir Steingrímur Guðjónsson
Halldór Svavarsson Jósefína V. Antonsdóttir
Garðar Flygenring
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Jóhanna Jóhannsdóttir
löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi,
löngum til heimilis á Ásvallagötu 28,
lést á Grund mánudaginn 17. október.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og ómetanlega
hlýju fær starfsfólkið á V-2.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 27. október kl. 13.00.
Ingibjörg Baldursdóttir Franz Jezorski
Jóhann Baldursson
Sigurður Baldursson
og barnabörn.
timamot@frettabladid.is
Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Ingibjörg Loftsdóttir, sem
báðar hafa lokið meistaranámi í stjórnun heilbrigðisþjón-
ustu og lýðheilsu, standa fyrir ráðstefnu um D-vítamín á
Hótel Reykjavík Natura á morgun. Þær stofnuðu fyrirtækið
Heill heimur í vor og sérhæfa sig í ráðgjöf og viðburðastjór-
nun á heilbrigðissviði. Ráðstefnan er fyrsti stóri viðburður-
inn sem fyrirtækið stendur fyrir og ber yfirskriftina Vertu
sólarmegin í lífinu.
„Það er mikið rætt um D-vítamín þessa dagana enda
sýna rannsóknir að margir Íslendingar sem hvorki taka
lýsi né önnur fæðubótarefni mælast með skort. Við fáum
mun minna af D-vítamíni úr fæðunni nú en áður sem skýr-
ist meðal annars af minni neyslu á innmat og feitum fiski.
Eins hefur sólarþátturinn mikið að segja,“ segir Ingibjörg.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni, dr. Michael Holick, læknir og
prófessor við Boston-háskóla, gengur svo langt að segja að
D-vítamínskortur sé orðinn að faraldri meðal annars vegna
þess fólk á norðlægum slóðum fær ekki nægilegt magn í
gegnum húðina; en upptaka D-vítamíns í gegnum húðina er
mun meiri en í gegnum meltingarveginn. Ástæðuna telur
hann vera sólarleysi á norðlægum slóðum og ofnotkun á sól-
arvörnum.
„Hann er þó alls ekki að mælast til þess að fólk liggi í
sólbaði og safni á sig brúnku og varar sterklega við að fólk
brenni. Nokkrar mínútur í sól án varnar telur hann þó nauð-
synlegar,“ segir Ingibjörg. Hún segir D-vítamínskort geta
haft alvarlegar afleiðingar. „D-vítamín er í raun hormón og
eru viðtakar fyrir það í nánast hverri frumu líkamans. Það
hefur því ekki einungis áhrif á ónæmiskerfið heldur bein-
línis stýrir því. Samkvæmt rannsóknum Dr. Holicks og fleiri
getur nægilegt D-vítamín mögulega varnað ýmsum sjúk-
dómum og er meðal annars talað um brjóstakrabbamein,
ristilkrabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, liða-
gigt og vefjagigt í því sambandi. Ingibjörg segir vanda-
málið þegar orðið umtalsvert hér á landi og eru börn farin
að greinast með beinkröm á ný.
Meðal íslenskra fyrirlesara á ráðstefnunni eru Kolbeinn
Guðmundsson, barnalæknir og innkirtlasérfræðingur, sem
árlega greinir nokkur börn með beinkröm á Íslandi, Lauf-
ey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði, sem veltir
því upp hvort D-vítamínbæta þurfi íslensk matvæli, Gunnar
Sigurðsson prófessor, sem mun fjalla um D-vítamínbúskap
fullorðinna Íslendinga, Haraldur Magnússon osteopati sem
fer yfir D-vítamínneyslu í sögulegu samhengi og Anna Þóra
Ísfold, meistaranemi í lýðheilsu, sem segir frá reynslu sinni
af alvarlegum D-vítamínskorti.
Ráðstefnan sem stendur frá 8–13 og er öllum opin. Nánari
upplýsingar og skráning eru á heillheimur.is.
vera@frettabladid.is
HEILL HEIMUR: HELDUR D-VÍTAMÍN
RÁÐSTEFNU Á REYKJAVÍK NATURA
BETRA AÐ VERA
SÓLARMEGIN
VAKNINGAR ÞÖRF Ráðstefnan er fyrsti stóri viðbuðrurinn sem Heill
heimur stendur fyrir.
JOHN DEWEY (1859-1952) heimspekingur fæddist þennan
dag árið 1859.
„Nám er ekki undirbúningur fyrir lífið.
Nám er lífið sjálft.“