Fréttablaðið - 20.10.2011, Side 30

Fréttablaðið - 20.10.2011, Side 30
orku þess,“ upplýsir hann og segist hafa valið sér þetta leiðarstef vegna leyndardómanna sem umlykja hafið. „Hafið hefur verið ótrúlega lítið kannað, til dæmis miklu minna en yfirborð tunglsins. Í hvert sinn sem gerður er leiðangur á djúpsjávar- svæði uppgötvast nýjar og framandi lífverur. Mér hefur alltaf fundist þessi dulúð spennandi og þess vegna valdi ég hafið sem þema.“ Mundi hefur í gegnum tíðina hannað jöfnum höndum á kynin en að þessu sinni varð kvenfatnað- ur meginuppistaðan í fatalínunni. „Ástæðan er sú að mig langaði til að búa til línu þar sem listrænir hæfileikar mínir nytu sín til fulls. Mér fannst því við hæfi að helga hana konum þar sem þær eru djarf- ari í klæðaburði en karlar. Þeir eru þó allir að koma til og nýjan línan tekur tillit til þess.“ Að sögn Munda hefur línan verið í undirbúningi í um hálft ár. Hún hlaut góðar viðtökur á sýningum í París og New York fyrir skömmu og kemur á markað í Evrópu, Asíu og Ameríku í sumar. Íslendingar munu meðal annars geta nálgast hana í verslun Munda við Laugaveg og í gegnum heimasíðuna mundivondi. net. roald@frettabladid.is Framhald af forsíðu AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 NÝJAR VÖRUR Í GYLLTA KETTINUM Loðkragar eru fallegir við kápur og jakka. Þeir eru þó nokkuð áberandi þessa daga enda notalegt að hafa eitthvað mjúkt og hlýtt um hálsinn. Hvort sem þeir eru ekta eða ekki geta vel sniðnir kragar poppað verulega upp á góða vetrarflík og gert hana fínni. Mundi hlaut mikið lófaklapp fyrir sýninguna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.