Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 2
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Gunnleifur, hefur þú gaman af Sex and the City? „Nei, ég hef hingað til ekki haft gaman af þáttunum, en ég naut þess að horfa á Six and the City um helgina.“ Gunnleifur Gunnleifsson landsliðs- markvörður er einn harðasti aðdáandi Manchester City hér á landi. Hann horfði glaður á sína menn leggja nágrannana í United, 1-6, um helgina. BJÖRGUN Vonast er til þess að hægt verði að bjarga Sölku GK úr Sandgerðishöfn þar sem hún hefur legið í kafi frá því á sunnudag. Salka, sem er 30 tonna trébátur, sökk við höfnina eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hana með þeim afleiðingum að rifa kom á skrokk bátsins. Sigurður Örn Stefánsson, hjá kafaraþjónustu Sig- urðar, sem vinnur að björgun bátsins, segir í sam- tali við Fréttablaðið að ekki hafi tekist að fá krana til að hífa hann upp úr sjónum. „Ég á von á að fá kranann á morgun og komast í þetta um hádegið. Við lagfærðum rifu á skrokknum og munum svo á morgun hífa bátinn upp og dæla úr honum jafnóðum.“ - þj Enn á hafsbotni eftir að hafa sokkið eftir ásiglingu í Sandgerðishöfn: Björgun heldur áfram á morgun Í KAFI Salka GK sökk í Sandgerðishöfn og aðeins möstrin standa upp úr sjónum. Vonast er til þess að hægt verði að hífa Sölku upp í dag. MYND/VÍKURFRÉTTIR SVÍÞJÓÐ Sænska þjóðkirkjan hefur í kjölfar banaslyss beint þeim til- mælum til forstjóra allra kirkju- garða í Svíþjóð að þeir láti kanna öryggismál í kringum legsteina í görðunum. Síðastliðinn sunnudag lést átta ára hálf íslensk stúlka eftir að hafa orðið undir legsteini í kirkjugarði í Bollebygd. Litla stúlkan hafði farið í kirkjugarðinn með móður sinni og systur og klifrað upp á legstein. Steinninn valt og féll ofan á stúlk- una. Hún lést skömmu eftir komu á sjúkrahús. - ibs Sænska þjóðkirkjan: Kanna öryggi í kirkjugörðum LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn á því hvort alvarlegt umferðarslys, sem varð á Dal- vegi síðastliðinn miðvikudag, megi meðal annars rekja til þess að vinnureglur og jafnvel fyrir- mæli yfirmanna Íslensku gáma- stöðvarinnar hafi gert ráð fyrir innakstri þar sem hann er bann- aður. Slysið varð með þeim hætti að gámabifreið var beygt í veg fyrir hjólreiðamann sem lenti á bif- reiðinni og undir henni. Á Vísi.is kemur fram að sú vinnuregla að láta bílana aka gegn innakstursbanni að gáma- stöðinni sé ekki viðhöfð nú eftir að slysið varð. Lögregla óskar eftir vitnum í síma 444-1000 eða á netfangið abending@lrh.is - jss Umferðarslys í rannsókn: Vinnureglunni breytt eftir slys LÖGREGLUMÁL Maður sem búsettur er á Drangsnesi hafði síðast liðinn sunnudagsmorgun samband við lögregluna á Vestfjörðum. Hann hafði skömmu áður komið að dráttarvél sinni, þar sem hún stóð upp við stafla af heyrúllum. Vélin var í gangi og var hún búin að grafa sig niður aftan við rúllu- staflann. Líklegt þykir að samsláttur hafi orðið í rafkerfinu, þá hugsan- lega vegna músagangs, og við það hafi vélin hrokkið í gang. - jss Lögregla fæst við ýmislegt: Mús startaði dráttarvélinni FLÓÐ Í BANGKOK Leiguvögnum ekið gegnum elginn. NORDICPHOTOS/AFP TAÍLAND, AP Ekkert lát er á flóð- unum í Taílandi og nú er fólk beðið um að forða sér úr nokkr- um hverfum höfuðborgarinnar Bangkok. „Ég held að vatnið sé að elta mig,“ segir Supanee Pansuwan, kona sem hefur þurft að flytja hafurtask sitt fjórum sinnum til að losna undan flóðahættunni. Nú þarf hún að fara frá skýlinu sem hún hefur hafst við í einu úthverfa höfuðborgarinnar síð- ustu tvær vikurnar. „Hvert sem ég fer kemur vatn- ið á eftir mér, þannig að ef ég flyt mig enn á ný held ég að vatnið muni fylgja mér aftur.“ Taílenska stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að ráða ekki við vandann en hún segir þá gagn- rýni ósanngjarna. - gb Kona í Taílandi flýr flóðið: Vatnið eltir við hvern flutning ÞÝSKALAND, AP Áform leiðtoga evruríkjanna til lausnar skuldakreppunni verða borin undir þýska þingið á mið- vikudag, sama dag og þau verða afgreidd á fundi fjár- málaráð- herra Evrópu- sambands- ríkjanna. Angela Merkel Þýskalandskanslari skýrði flokksleiðtogum á þýska þinginu frá áformunum í gær. Hugmyndin er sú að efla enn frekar neyðarsjóð Evrópusam- bandsins, dæla fé í evrópska banka og fella niður allt að 60 prósent af skuldum gríska ríkis ins. - gb Merkel skýrir frá áformum: Borin undir þýska þingið ANGELA MERKEL VIÐSKIPTI „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiski- kónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfs- manni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokall- aða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstrar aðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notk- un Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyði- leggja eitthvað „brand“ sem heit- ir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Mega- neitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteigna- kónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta aug- lýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfs- mannsins er einnig gerð athuga- semd við verðið sem Kristján aug- lýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekk- ert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Dom- ino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lít- ill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stíg- ur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng Domino‘s krefst þess að Fiskikóngurinn hætti að auglýsa Megafiskiviku, enda sé Megavika skrásett vörumerki. Í báðum vikum kosta vörurnar 1.390 krónur en Fiskikóngurinn segir það tilviljun. Hann hyggst auglýsa áfram – allavega í dag. BRATTUR Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn. KRISTJÁN BERG FISKSALI LÍBÍA Lík 53 stuðningsmanna Muammars Gaddafí hafa fundist á hóteli í borginni Sirte. Mannréttinda samtökin Human Rights Watch segja að fólkið hafi verið tekið af lífi, enda hafi sumir verið með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar þeir voru skotnir í höfuðið. Í tilkynningu frá samtökunum segir að hin nýju stjórnvöld í Líbíu verði að rannsaka þessar af- tökur og draga morðingjana til ábyrgðar. Líbíska þjóðarráðið hefur neitað að hafa komið nálægt dauða mannanna. Human Rights Watch segir lík- legt að þarna hafi verið að verki andstæðingar Gaddafís sem ekki hafi verið undir stjórn ráðsins. Hótelið þar sem líkin fundust hafi verið undir stjórn uppreisnarmanna frá Misrata. „Sönnunar- gögnin benda til þess að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin þegar þau voru fangar,“ segir í tilkynningu samtakanna, en rúm vika er sögð frá því að aftökurnar áttu sér stað. Samtökin hafa einnig greint frá því að 95 manns hafi fundist látnir á sama stað og Gaddafí var handsamaður. Fleiri mannréttindasamtök hafa greint frá mannréttindabrotum bæði af hendi stuðningsmanna Gaddafís og andstæðinga. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að jarða ætti Gaddafí og einn sona hans með leynd í dag. - þeb / sjá síðu 8 Lík 53 stuðningsmanna Gaddafís fundust á hóteli í Sirte: Stuðningsmenn teknir af lífi FALLINN LEIÐTOGI Lík Gaddafís hefur verið geymt á dýnu í frystigeymslu í Misrata. Lík 53 stuðningsmanna hans fundust á hóteli í borginni Sirte. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.