Fréttablaðið - 25.10.2011, Side 24

Fréttablaðið - 25.10.2011, Side 24
Eftir að hafa lesið tillögur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um hugsanlega lokun Vikrafellsleiðar, ákvað fjöld- skylda mín að skoða þessa leið sumarið 2010. Leiðin liggur í upphafi um sanda og jeppaslóðin greinileg og auðfarin. Á leiðinni þurfti að stoppa oft, því margskonar jarðmyndanir, hraun, klettar og sprungur var spenn- andi að skoða. Dæmi um þetta voru risastórar klettaflögur sem liggja dreifðar um nokkurt landssvæði, klettur eins og sneitt rúgbrauð, báta- skýlið (jarðfall sem gæti geymt skip og „fíllinn“, klettur eins og fílshaus. Leiðin liggur fyrst um sanda og síðan um ýmiskonar hraun, en á lokahluta leiðarinnar, við Vikrafell að Öskjuslóð er ekið um ljósan eða gullinn vikur. Um miðja leið er gönguleiðin milli Dreka og Bræðra- fells þveruð og gæti því verið þar hætta á að rekast á vaska göngumenn. Mögulega gætu vélarhljóð jeppa truflað stöku göngumann í nokkrar mínútur, en meiri hætta er þó líklega á hljóðmengun frá flugvélum sem fljúga yfir svæðið. Hraunið er nokkuð erfitt, slóðinn mjór á köflum, með kröppum beygjum og hvörfum sem þarf að varast, en leiðin þó fær flestum lítið breyttum jeppum. Varla er að finna stingandi strá á Vikrafellsleið, en þó eru sumstaðar svolitlir gróðurtoppar sem fallegt er að sjá og ótrúleg seigla að lifa af við þessar aðstæður. Seigla eins og býr í íslensku ferðafólki sem áfram vill fá að ferðast um landið sitt. Þjóðarsál Íslendinga snýst að hluta til um frelsi, sérstaklega frelsi til að uppgötva, rannsaka og njóta eigin lands. Í gegnum ár og aldir höfum við þvælst um landið af misjöfnum ástæðum, sumir af illri nauðsyn, aðrir af ánægju eða þörf fyrir að fá útrás fyrir frelsisþörf og ævintýramennsku. Hægt er að nefna nokkur dæmi um aðila sem í gegn um tíðina hafa notið landsins í blíðu og stríðu svo sem Fjalla Eyvindur, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigur- geirsson frá Helluvaði, Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri og ekki síst Páll Arason sem ók manna fyrstur margar af þ e k k t u m l e i ð u m í Ódáðahrauni. Þetta er fólk sem Íslendingar hafa horft til sem áræðinna fjallamanna, en eru þó aðeins örfá dæmi af gríðarlegum fjölda samlanda okkar sem nýta og nýtt hafa hálendið. Enn vill fólk nýta og njóta hálendisins og óbyggða landsins eins og sjá má af almennri eign Íslend-inga á jeppum, vélsleð- um, fjórhjólum ofl. Má einnig benda á þann mikla fjölda sjálfboðaliða sem eru í björgunarsveitum, s tó r h lu t i vegna þeirrar upplifunar sem hægt er að njóta úti í íslenskri náttúru. Þjóðgarðahugmynd in er örugglega ágæt, þó ég sé ekkert endilega sammála því að skipuleggja þurfi í þaula svona landssvæði eins og nú eru skilgreind innan Vatnajökulsþjóð- garðs, það er auðveldlega hægt að gæta sérstaklega að viðkvæmustu svæðunum á annan hátt. Fyrir utan markaðssetningargildi þjóðgarðsins liggja þar kannski einhver verndar- sjónarmið, en verndin á auðvitað ekki að vera aðeins þannig að einum hópi fólks sé gefinn kostur á að ferðast um landið, sérstaklega þar sem fá verndarrök eru fyrir bönnum önnur en að tryggja það sem kallað er „ósnortin víðerni“. Ósnortin víðerni er lúxusskilgreining sem er algjör- lega óþörf á Íslandi og sérstaklega á svæðinu norðan Vatnajökuls þar sem víðáttan er óendanleg og umferð sáralítil. Tryggja þarf sátt við alla ferðahópa sem njóta þjóðgarðsins og að öllum sé gert jafnhátt undir höfði. Með samvinnu og samráði ásamt gagnkvæmri tillitssemi er hægt að koma málunum í farveg þar sem allir eru sáttir og allir vinna. Með ósátt og ósamkomulagi verður þjóðgarð- urinn aldrei metinn sem slíkur og hætta á að ekki verði fylgt þeim reglum sem þar eru settar, því miður. En nú hefur Vikrafellsleið verið lokað og minni fjölskyldu ekki gert kleift að fara hana með löglegum hætti eða fjölda annars ferðafólks. Þessi leið sem ég var svo lánssamur að njóta er aðeins ein af mörgum leiðum sem hefur verið lokað eða stendur til að loka. Ég sem venju- legur ferðamaður, sem nýt þess að ferðast um landið mitt í sátt og samlyndi við náttúruna skora á umhverfisyfirvöld að láta af lokunar- og bannstefnu sinni, hafa gamlar ökuleiðir opnar áfram og tryggja að landinu sé haldið opnu fyrir ferðafólki. Minning um Vikrafellsleið Nú er búið að loka Vikrafellsleið skemmtilegri jeppaslóð sem liggur á milli norðanverðs mynnis Dyngjufjalladals, norðan Dyngjufjalla og að Öskjuslóð austan við skálann Dreka. Vikrafellsleið er gömul leið sem hefur verið ekin síðan fyrir 1960 samkvæmt Árbók FA frá 1981 og eða minnst í 50 ár. Það er góður kostur að hafa opna hringleið um Dyngjufjöll og Öskju, Gæsavatnaleið, um Dyngjufjalladal og síðan Vikrafellsleið. Ólafur Magnússon Ferðafrelsi í hættu vegna ofstækis í náttúruvernd Hvað er mitt ferðafrelsi? Fyrirbyggja myndun á villuslóðum Farið offari í stofnun friðlanda og þjóðgarða Fyrir mér er ferðafrelsi að geta ekið slóðakerfi landsins og tjaldað í óbyggðum. Ég vill fá að aka eftir torfærum slóðun og takast á við stórar jökulár, án þess að einhver ákveði fyrir mig við skrifborð í Reykjavík, að það sé hættulegt. Ég vill nýta slóðana á sama hátt og kæjak ræðarinn nýtir straumharðar ár eða fallhlífastökkvarin nýtir háloftin. Slíku frelsi fylgir auðvitað viss ábyrgð. Það eiga ekki vera geimvísindi að aka réttan slóð eða taka rétta ákvörð- un. Reglan er að stoppa þegar slóðinni hverfur, ganga fram fyrir bílinn og kanna stöðuna. Ef slóð sést, þá er bara snúið við. Það sama er gert ef land er of blautt og hætta á vegskemmdum eða land- spjöllum. Flóknara er það ekki. Það er hægt að fyrirbyggja myndun villuslóða með því að stika og ferlamæla hálendið og tryggja að allir hálendisfarar séu með slóðakerfið í sínum GPS tæki. Þetta virðist ekki flókið, enda er það ekki flókið. Ef tíma og peningum hefði verið eytt í þessa þörfu hluti, frekar en endalaus fundarhöld og skýrslugerðir, væri löngu búin að koma þessu í verk. Í staðin þess að bretta upp ermar og framkvæma verkefnin, er enn verið að útbúa nýja verkefnalista og framkvæma verkefni af handa- hófi. Þetta eitthvað er orðið stór- slys og hætt að vera hlægilegt. Stofnun á Vatnajökuls “þjóð“ garði var stórslys og það þarf að nýta aðdragandann að stofnun hans sem víti til varnaðar. Á Íslandi er farið offari í stofnun friðlanda og þjóðgarða og virðist sem þingmenn og ráðherrar ætli að reisa eigin bautastein með styttu á hverjum stað. Þetta er allt gert í nafni náttúruverndar, en stundum lyktar þetta af viðskiptahugmynd- um, þar sem sumir hafa meiri hag af gjörningnum en aðrir, en það er önnur saga og efni í rannsóknar- nefnd. Það eru um 106 landsvæði sem eru tengd verndunarsjónarmið- um (það þarf talnaglöggan til að finna út nákvæman fjölda). Innan þessara svæða eru boð og bönn. Sumstaðar er öll umferð bönnuð og annarstaðar eru reglur frjálslegar. Það er því flókið að rata rétta leið í frumskógi reglugerða og laga í þessu umhverfi. Þarna eru sægur af gildrum sem saklausir og löghollir vegfarendur geta lent í, ef þeir fara ekki varlega. Það er bannaður akstur hér og þar og slóðar ekki merktir varðandi lokað eða opið. Þannig er hægt að innheimta 200 þúsund króna sektir til þess að borga laun ört vaxandi stéttar landvarða. Ofstækisfólk í náttúruvernd hefur farið hamförum og raðað sér allt í kringum umhverfisráðherra og sendir forræðishyggjuskeyti út um allt um að allir “hinir” séu að tortíma landinu. Þetta fólk gerir smámál að stórmáli og þannig tókst að gera eina olíutunnu sem skilin var eftir á Fimmvörðuhálsi, að stóra olíutunnumálinu svo dæmi sé tekið. Fjöldi slíkra mála hefur orðið til undanfarið og er þetta liður í þeirra áróðursstríði. Ég lít á landið sem eitt stórt friðland og sé lítinn mun á landspjöllum eftir utanvegaakstur á hálendinu eða bónda sem hefur tortímt landareign sinni með því að breyta henni í brotajárnshaug. Fyrir mér er drasl, sóðaskapur og skemmdir, alveg jafn slæmt hvar sem það er að finna. Ofstæki í náttúruvernd Jón Snæland Stjórnvöld eru föst í forræðishyggju og útiloka samstarf við 30.000 útivistaraðila Eitt sunnudagskvöld hittumst við í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum, níu manns á fjórum bílum, Baldur og Magga á óbreyttum Kia Sorento, Pétur og Bertha á Patrol 35", Heiðar og Barbara á Musso á 38" og Gústi, Sigga og Andri Berg á 80 Cruiser á 46". Gist var í Hrauneyjum og lagt af stað í bítið inn á Sprengisand um Versali, Illugaver og síðan ekið að afleggjaranum í Vonarskarð. Veðrið var þokkalegt, skýjað og súldarvottur. Við Köldukvísl var Kian sett í spotta og fór örugglega yfir aftan í Cruser. Stuttu seinna sáum við þrjá jeppa sem óku utan vega og reyndust þetta vera erlendir ferðamenn. Gústi lét þá vita að ekki mætti aka utan vega á Íslandi. Í Gjóstuklifi átti Kian erfitt með að komast upp, enda brekkan brött og grýtt. Upphaflega átti að fara um Urðarhálsinn, en farið var norðan við Trölladyngju, í Svartárdrög og gist í Dreka. Að morgni mánudags gengum við inn í Drekagil og ókum síðan inn að Víti og Öskjuvatni. Þar er náttúran stórkostleg og við enduðum í Herðubreiðarlindum sem eru eins og vin í eyðimörk sands og hrauns. Þar er Eyvindarkofi þar sem FjallaEyvindur átti vetrardvöl. Síðan var ekið í sandstormi suður í Kverkfjöll og gist í Sigurðarskála, en rétt áður en við komum í skálann náði Baldur að rífa dekk á Kiunni. Stórkostlegur íshellir Veikur þjóðverji og rafmagnslausir ítalir Frá Sigurðarskála fórum við og skoðuðum íshelli í Kverkjökli. Erfitt var að komast þurr niður að íshellinum þar sem á leiðinni voru nokkrar sprænur og ekki var göngu- brúin árennileg, en yfir hana fór bara hluti af hópnum. Íshellirinn liggur mörg hundruð metra innundir jökulbrún og framarlega í honum er foss. Kvöldið sem átti að vera fjörugt með gítarspili breyttist í baráttu upp á líf og dauða hjá þýskum ferða- manni í sykurfalli meðan hann beið eftir að þyrlan kæmi með lækni. Þetta tók á taugarnar, en við náðum okkur fljótt. Við byrjuðum daginn á að tappa dekkið á Kiunni og síðan var lagt af stað að stíflunni við Kárahnjúka. Á leiðinni rákumst við á rafmagns- lausa ítali á tveimur bílum sem við komum í gang. Við skoðuðum Kárahnjúka og fórum inn í Laugavalladal þar sem Pétur komst í náttúrulega heita sturtu. Ekki fóru fleiri í sturtu þrátt fyrir sand í hárinu, eyrunum og á milli tánna, þar sem deginum átti að ljúka á hóteli með sundlaugarferð. Fórum áfram Laugavalladal í Sænautasel þar sem við stoppuðum. Þar er gamall bær, safn og verslun með handgerða muni.. Á fimmtudagsmorgni var farið í sund og ekki lagt af stað fyrr en um hádegi. Gat hafði komið á stimpil- húsið í einni sjálfskiptingunni og lak út vökvi. Þessu var reddað á Laugum með pústkítti, rennt upp í Bárðardal með viðkomu við Aldeyjarfoss, að Kiðagili og síðan ekið í Laugafell. Við komum snemma þangað, fórum í laugina og svo var tekinn upp gítar- inn um kvöldið. Kanadamaður deildi með okkur aðstöðunni (kom á reiðhjóli frá Akureyri), svartur af sandi frá hvirfli til ilja. Hann dreif sig í laugina og þá kom í ljós kom að hann var hvítur á hörund. Að morgni föstudags var ekið inn á Skagfirð- ingaleið, í Vesturdal og inn í Gilhaga- dal þar sem við áðum á fallegum stað. Ókum síðan í átt að Kjalvegi og rétt áður en við komum að Bugaskála á Eyvindarstaðaheiði brotnaði liðhús í Mússó og stór rifa kom á framdekkið. Bíllinn var tjakkaður upp og Gústi sauð þetta saman. Við vorum með 38" dekk sem skellt var undir og síðan var ákveðið að halda suður Kjöl. Þegar við komum á Hveravelli ókum við að afleggjaranum í Kerlingarfjöll- um og síðan áfram inn í Setur. Þar hittum við fyrir þreytta og pirraða hestamenn, en ekkert rennandi vatn var í skálanum og klósettin þurr og full af óþverra. Nokkur urgur varð þarna á milli aðila, en þegar okkur tókst að koma vatni á og hreinsa klósettin urðu hjá okkur góðar sættir. Við tókum að sjálfsögðu upp gítar- inn, sungum fram eftir kvöldi og fórum sæl að sofa þessa síðustu ferðanótt. Að morgni (já eða undir hádegi) ókum við niður í Kisubotna og Klakksleið. Stoppuðum í Svínárnesi og þar endaði ferðin. Að ganga í klúbbinn Með aðild getur almenningur styrkt hagsmunabaráttu Ferðaklúbbsins 4x4 fyrir ferðafrelsi landsmanna og einnig tekið þátt í starfi klúbbsins. Upplýsingar um aðild er að finna á vef klúbbsins www.f4x4.is Heiðar Snær Engilbertsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.