Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 20118 Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1: Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318 | Réttarháls 440 1326 Stórihjalli 440 1342 | Dalbraut Akranesi 440 1394 | Langitangi Mosfellsbæ 440 1378 Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374 | Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372 VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI FJÖGUR DEKK, VINNA OG VENTLAR ERU INNIFALIN Í ÖLLUM TILBOÐUNUM* Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA SUMARDEKKIN GEGN VÆGU GJALDI *Tilboðin fást aðeins á hjólbarðaverkstæðum N1 á meðan birgðir endast. Tilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum. VR. A97 3100 175/65 R 14 FULLT VERÐ: 62.835 KR. TILBOÐ: 44.900 KR. VR. A97 3102 185/65 R 15 FULLT VERÐ: 71.235 KR. TILBOÐ: 51.900 KR. VR. A97 3103 195/65 R 15 FULLT VERÐ: 73.235 KR. TILBOÐ: 54.900 KR. VR. A97 3104 205/55 R 16 FULLT VERÐ: 86.940 KR. TILBOÐ: 64.900 KR. VR. A97 3105 225/45 R 17 FULLT VERÐ: 102.460 KR. TILBOÐ: 72.900 KR. VR. A97 3101 185/65 R 14 FULLT VERÐ: 68.035 KR. TILBOÐ: 49.900 KR. HJÓLBARÐASKIPTI 1. Setjið bílinn í gír, hand- hemilinn á og steina við dekk ef þörf krefur. 2. Setjið viðvörunarþríhyrning 50-100 m fyrir aftan bílinn. 3. Takið hjólkoppinn af og losið um allar felgurær, en takið þær ekki af. 4. Náið í varahjólbarða og tjakk. Setjið tjakkinn undir bílinn. Upplýsingar um hvar hann er og hvar á að setja hann undir eru í eigandahandbókinni. 5. Lyftið bílnum þar til hjólbarð- inn sem skipta á um er í lausu lofti. 6. Skrúfið felgurær af og takið sprungna hjólbarðann undan. 7. Setjið varahjólbarðann undir og skrúfið rærnar að – sú hlið róarinnar sem er með úrtakinu (kóníska hliðin) á að snúa að hjólbarðanum (felgunni). Herðið rær á misvíxl, þannig að felgan sitji rétt á. 8. Slakið bílnum niður, takið tjakkinn undan og herðið allar rær aftur. Setjið hjólkoppinn á. Heimild: Umferðarstofa Allir geta skipt um dekk, en mikil- vægt er að gera hlutina vel og í réttri röð. LOFTÞRÝSTINGUR DEKKJA SKIPTIR HÖFUÐMÁLI Hjólbarðar mynda einu snertingu bíls við veg og afar mikilvægt að þeir séu alltaf í góðu lagi. Ökumenn þurfa að athuga ástandið reglulega. Meðal þess sem ber að athuga er réttur loftþrýstingur miðað við stærð hjólbarða. Ef loftþrýstingur er of mikill eða of lítill minnkar snertiflötur hjólbarða og um leið veggrip þeirra. Yfirleitt má finna upplýsingar um réttan loftþrýsting í handbókum bíla en einnig má spyrjast fyrir hjá bifvélavirkjum, starfsmönnum hjólbarðaverk- stæða eða skoðunarstöðva. Einnig er mikilvægt að jafn loftþrýstingur sé í hjólbörðum, að sami þrýstingur sé í hvoru afturhjóli og sami þrýstingur í hvoru framhjóli. Bíleigendur verða að fylgjast með sliti á hjólbörðum enda minnkar veggrip þeirra við slit og þar með öryggi. Samkvæmt reglugerð má dýpt mynsturraufa í hjólbarða ekki vera minni en 1,6 millimetrar. Heimild: Umferðarstofa Réttur loftþrýstingur gefur traustara veggrip hjólbarða, sem eykur öryggi til muna. HEMLAÐ Í SNJÓ Mikilvægt er að hafa í huga að þegar ísing eða snjór er á vegi má reikna með að hemlunar- vegalengd geti verið allt að fimm sinnum meiri en á þurrum vegi. Þegar slitlag vegar er blautt má reikna með að hemlunar- vegalengd sé um tvisvar sinnum meiri en ef sami vegur er þurr. Heimild: www.bilprof.is Hemlunarvegalengd er misjöfn eftir færð. AÐ VELJA DEKK Tæpast er hægt að segja að nein ein gerð vetrardekkja henti betur en önnur við allar aðstæður. Því er ekki hægt að fullyrða afdráttarlaust að nagla- dekk séu öruggasti kosturinn í vetrarumferðinni. Við dekkjaval er best að hafa í huga aðstæður og atferli hvers og eins, það er að segja hvort fólk þarf raunverulega á negldum hjólbörðum að halda, til dæmis vegna búsetu, ferða yfir heiðar að vetrarlagi og svo framvegis. www.visindavefur.hi.is Keyrt í snjó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.