Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING25. OKTÓBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR - getur skilið milli lífs og dauða í erfiðri vetrarfærð Mismunandi bílar og akstursaðstæður kalla á nauðsyn þess að bjóða fleiri en einn möguleika í vali á hjólbörðum. Á meðan sumir vilja eingöngu nagladekk vilja aðrir keyra á ónegldum vetrardekkjum eða heilsársdekkjum. Í Dekkjahöllinni er lagt upp úr því að koma til móts við mismunandi óskir viðskipta- vina við val á dekkjum og því er boðið upp á úrval heilsárs- dekkja, sem hægt er að keyra allan ársins hring og eru sífellt að verða vinsælli, örkorna- og loftbóludekk og hin sígildu nagla- dekk fyrir þá sem vilja hámarks grip í vetrarakstri. „Við erum með gott úrval dekkja í öllum flokkum frá nokkrum framleið- endum og seljum eingöngu mjög vönduð dekk og með mark- vissum aðgerðum hefur okkur tekist að ná góðu verði sem skilar sér til viðskiptavina okkar. Dekkin eru eini snertiflötur bílsins við yfirborð vegar við margvíslegar aðstæður og því tókum við ákvörðun að selja eingöngu dekk, sem framleidd eru samkvæmt hæstu gæðakröfum,“ segir Elín Dögg og ítrekar að lokum mikil- vægi þess að vera vel búinn í umferðinni. Val á vetrardekkjum Dekkjahöllin er yfir 25 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með hjólbarða- og smur- stöðvar í Skeifunni 5, Reykjavík og einnig á Akureyri og Egils stöðum. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því það var stofnað á Akur- eyri en allt frá upphafi hefur verið lögð áhersla á snögga og góða þjón- ustu og að bjóða upp á mikið úrval dekkja á góðu verði. Dekk á betra verði Í dag er Dekkjahöllin með dekkja- umboð frá mörgum úrvals fram- leiðendum, svo sem japanska framleiðandanum Yokohama og Marangoni á Ítalíu. Einnig er fyrir- tækið í samstarfi við TBC, sem er einn stærsti söluaðili dekkja í Bandaríkjunum, um sölu á vetrar- dekkjum. Þau dekk eru meðal annars framleidd af Cooper og Sailun. Dekkjahöllin hefur með þeim hætti skapað grundvöll til að bjóða enn hagstæðara verð en áður þekkist. „Við leggjum áherslu á að bjóða betri dekk á lægra verði. Með magninnkaupum og staðgreiðslu, þá náum við bestu fáanlegu inn- kaupsverðunum og getum því selt dekkin á betra verði en annars,“ segir Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar og jafnframt dóttir stofnanda fyrir- tækisins. „Eftir að kreppan skall á hefur almenningur lagt enn meiri áherslu á verð og höfum við notið mikillar velvildar fyrir vikið og við- skiptavinum hefur fjölgað svo um munar. Ég get því sagt að kreppan hefur ekki haft neitt nema góð áhrif á okkur. Við höfum til að mynda sömu kennitöluna frá upphafi og njótum því mikils trausts bæði hjá viðskiptavinum og birgjum.“ Val á vetrardekkjum mikilvægt Fólk á Íslandi keyrir við margvís- legar og oft erfiðar vetraraðstæð- ur og því eru starfsmenn Dekkja- hallarinnar markvisst þjálfaðir og hafa mikla reynslu til að veita fag- lega ráðgjöf við val á hjólbörðum. Með miklu úrvali er hægt að koma til móts við mismunandi þarfir við- skiptavina, segir Elín Dögg og vill einnig koma á framfæri að hægt sé hringja eða að senda inn fyrirspurn í gegnum vefinn w w w.dekkja- hollin.is til að fá uppgefið verð á mismunandi stærðum og gerðum dekkja. Fyrirspurnum er í flestum tilvikum svarað samdægurs svo það ætti enginn að fara á sumar- dekkjunum út í vetrarfærðina. Dekkin skipta öllu máli í umferðinni - Hjá Dekkjahöllinni fara saman gæði og gott verð „Við leggjum áherslu á að bjóða betri dekk á lægra verði,” segir Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Mikiðúrval og dekkja fyrir fólksbíla jeppa BETRA Heilsársdekk Loftbóludekk Nagladekk REYKJAVÍK - AKUREYRI - EGILSSTAÐIR Reykjavík, Skeifan 5, 581 3002 Akureyri, Draupnisgötu 5, 462 3002 Egilsstaðir, Þverklettar 1, 471 2002 www.dekkjahollin.is DEKKJAHÖLLIN Þetta er aðeins brot af því sem sem að við höfum uppá að bjóða...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.