Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 23
Ferðast um hálendið Útgefandi: - Ritstjóri og ábyrgðarmaður:Ferðafrelsisnefnd - Ferðaklúbburinn 4x4 á Íslandi Guðmundur G. Kristinsson 1. tölublað 25. október 2011 Búið er að loka hundruðum vega og slóða og fjöldi annarra í hættu vegna friðana, þjóðgarða, ósnortins víðernis og yfirgangs einkaaðila Það er verið að loka landinu Á undanförnum árum hafa lokanir á slóðum og heilu landssvæðunum aukist verulega. Í verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs var 70 slóðum lokað eða samtals rúmlega 200 km. Á þessu ári hefur Umhverfisráðuneytið friðað 6 landsvæði og nú eru þessi svæði orðin 106 á landsvísu. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ekkert á móti friðlöndum eða þjóðgörðum, en telur að varlega þurfi að fara og sátt þurfi að nást á milli hagsmunaaðila, en þar hefur verið mikill misbrestur á. Ýmsar ástæður virðast vera fyrir lokunum. Hjá stjórnvöldum eru lokanir stundum huglægt mat einstaklinga innan stjórnkerfisins og rökin oft óljós. Aðrar lokanir virðast vera til að skapa “ósnortin víðerni” sem líklega eru hugsuð til þess að lokka til landsins sérstakan hóp erlendra ferðamanna á kostnað íslendinga. Íslenskir hestamenn, jeppamenn og aðrir íslenskir ferðamenn eru því að verða óæskilegir í hinni ósnortnu ímynd sem ætlað er að selja útlendingum. Einkaaðilar hafa lokað slóðum og landsvæðum og reynt að taka gjald af aðgengi að náttúruperlum í sinni eigu. Landeigendur sem jafnvel eru ekki búsettir á svæðinu taka sér það vald að loka sínu landi. Hér eru dæmi um svæði þar sem ferðamenn á vélknúnum ökutækjum eru óvelkomnir: Geithellnadalur, Heiðarvatn, Hofsdalur, Hokins- dalur, Reyðarvatn, austanverð Brattabrekka, Reykjardalur, við Haffjarðará, Búrfellsheiði, svæði norður af Kröflu, Fimmvörðuháls og mörg fleiri. Það liggur fyrir fjöldi hugmynda sem stuðla að því að hafa eina ríkisstýrða leið í ferðamennsku á hverju svæði. Sem dæmi þá má almennur ferðamaður ekki fá sér lúr í vegkant- inum innan Vatna- jökulsþjóðgarðs, því hann á að gista á stöðum sem stjórnvöld hafa ákveðið. Ferðamaður má ekki reisa kúlutjald í Ódáðahrauni nema hann beri allan farang- urinn á bakinu. Verið er að tryggja að „ferða- maðurinn“ falli inn í ákveðinn ríkisramma. Í f a rva tn inu e ru miklar breytingar sem hafa áhrif á ferðavenjur Íslendinga. Náttúru- verndarlög eru í endurskoðun og þar verður Umhverfisráðherra nánast einráður í ákvarðanatöku um ýmis mál. Í Náttúruverndarlögum á að koma á fót miðlægum GPS vega- gagnagrunni sem á að vera tilbúinn 2014 fyrir miðhálendið og 2016 fyrir landið í heild. Óraunhæft er að það takist þó fjármagn fengist. Mælingar á vegum og slóðum eru forsenda þess að hægt sé að klára verkið og mikil vinna eftir. Öll sveitarfélög koma að þessu þar sem þau eru með skipulagsvaldið. Aðkoma hagsmunaaðila að þessum verkefnum hefur því miður verið lítil og er það miður. Það eru miklar líkur á að frekari takmörk- unum á ferðafrelsi séu framundan á næstunni. Það þarf að ná sáttum og samræma sjónarmið hagsmunaaðila við markmið í hverju máli. Rauð svæði - umræða um ferðahöft Vínrauð svæði - þegar með ferðahöftum Þegar GPS tækið hikstaði vegna kulda! Í hópnum voru átta bílar og farið var frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyj- um á laugardagsmorgni og ekið sem leið lá í Jökulheima og komið þangað um kl. tólf. Í Jökulheimum voru mið- stöðvarnar bilaðar í báðum skálum og 15 gráðu frost úti og inni. Ákveðið var að kíkja á jökulinn og vita hvort ekki væri hlýrra þar. Mjög blint var á jöklinum vegna skafrenn- ings, en við sáum í heiðan himinn mest af leiðinni. Vegna frostsins tróðst illa undir bílunum, en tveir bílar á 33” dekkjum (Súkka og 4Runner) voru samt komnir með okkur hinum á 38” dekkjum á Grímsfjall um kl. 5. Þar var 20 gráðu frost og strekkings vindur sem lægði þegar leið á kvöldið. Hlýtt var í skálanum og flott í gufunni. Grilluð voru lambalæri og drukkið jólaöl. Mjög fallegt veður var um kvöldið, fullt tungl sem lýsti upp jökulinn með miklum rosabaug. Á sunnudeginum var ekið til baka með viðkomu í jökulhellum sem hafa myndst norðan í fjallinu eftir síðasta gos. Skyggni var frekar slæmt niður af jöklinum, en rofaði til við jökul- jaðarinn. Þar sáum við mikinn svelg í ísinn og var hann það stór að allir bílarnir hefðu komist fyrir í honum. Þetta mynnti okkur á að fara þarf varlega við akstur á jöklum. Þegar við fórum að skoða GPS ferilinn eftir að heim var komið rákumst við á misræmi sem við vorum ekki sáttir við. (sjá mynd af slóðum). Blái ferillinn (GPS slóðin okkar) sýnir að við fórum sunnan við sigketilinn á uppeftir leiðinni. Á leiðinni til baka er blái GPS ferillinn óeðlilega beinn (eins og tækið hafi ekki skráð neitt) og sýnir að við fórum norðan megin við sig- ketilinn sem við gerðum ekki. Við fengum GPS feril frá einum ferðafélaga okkar og á myndinni er hann rauður að lit. Á leiðinni upp- eftir falla slóðarnir saman sem er eðlilegt, þar sem bílarnir óku hver á eftir öðrum. Misræmi milli slóðanna kemur fram þegar við förum til baka á sunnudagsmorgninum. Þá er eins og GPS tækið (Garmin 12MAP) skrái ferilinn ekki niður í byrjun ferðar og sýni beina línu í stað þess að falla saman með rauða slóðanum eins og það gerði á leiðinni uppeftir því við ókum þar saman. Eftir þriggja kílómetra akstur tekur tækið við sér og skráir ferilinn rétt. En hvers vegna lét GPS tækið svona? Okkar skýring eftir að hafa skoðað tæknilegar upplýsingar um það á vefnum, er að við hefðum ofboðið kuldaþoli þessi. Á Gríms- fjalli var 20° frost og hafði GPS tækið var í bílum um nóttina. Garmin segir að þeir ábyrgist áreiðanleika Garmin 12MAP ef hitastig er frá -15° til +55°. Þetta á reyndar við um nánast öll GPS tæki. Það er þess vegna öruggast að taka GPS tækin með inn í hús yfir nóttina ef þess er kostur. Upplifðu landið á nýjan og spennandi hátt Sveinn Guðmundsson Taktu þátt í ferðum Litlunefndar Litlanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 stendur fyrir jeppaferðum fyrir nýliða. Þessar ferðir eru farnar mánaðarlega yfir veturinn og fyrir hverja ferð eru haldnir kynningar- fundir og stutt námskeið um hvern- ig skuli ferðast á hálendinu. Ferðirnar eru fyrir nýliða á óbreyttum eða lítið breyttum jeppum. Áherslur í ferðum eru mismunandi eftir aðstæðum, tekist er á við snjóakstur, hvernig aka skal yfir vatnsföll, hvernig nota eigi GPS tæki, hvernig hleypt er úr dekkjum og fjölmargt annað. Ferðirnar eru í umsjón reyndra jeppamanna. Aðalfararstjóri leiðir ferðina og eftirfari fer síðastur og aðstoðar þá sem mögulega heltast úr lestinni. Þátttakendum er skipt upp í mátulega stóra hópa og reyndur hópstjóri fer fyrir hverjum hópi. Oft eru öryggisbílar með sem koma til aðstoðar eftir þörfum. Markmiðið með þessum ferðum og námskeiðum er að leiðbeina fólki sem vill ferðast á jeppa um hálendið og bjóða því að prófa slíkar ferðir undir leiðsögn reyndra aðila sem tryggja öryggi, kenna ábyrga ferðamennsku. Ferðir Litlunefndar eru ávallt dagsferðir á laugardegi og lagt upp frá Stöðinni við Vesturlandsveg kl. 9. Á miðvikudegi fyrir hverja ferð er fundur um ferðatilhögun og stutt námskeið í ferðamennsku á fjöllum. Ferðum Litlunefndar eru ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á www.f4x4.is þar sem ferðirnar eru auglýstar. Jafnframt er að finna upplýsingar um ferðirnar á Facebook undir Litlanefnd F4x4. Hægt er að sjá myndir og umfjöllun um fyrrir ferðir undir Litlanefnd á www.f4x4.is. Næsta ferð: 12. nóvember 2011 Jeppaferð á Grímsfjall var ágætis tilbreyting og mér tókst með litlum fortölum að fá Guðbjart vin minn sem kóara og leiðsögumann. Ferðin var sett upp sem nýliðaferð af Ferðaklúbbnum 4x4 og Einar Kjartansson hafði umsjón með Þríhyrningar - önnur ferðahöft Það er alls ekki það sama að "hafa ekki orðið uppvíst að óvandaðri stjórnsýslu" og þess að "viðhafa vandaða stjórnsýslu". Umboðs- maður Alþingis segir staðfestingu umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökuls- þjóðgarð fela í sér setningu stjórn- valdsfyrirmæla. Þegar svo háttar til gilda ekki ákvæði stjórnsýslulaga og þess vegna er umfjöllun um- boðsmanns takmarkaðri en ella hefði verið. Ferðaklúbburinn 4x4 og Skotvís sendu upboðsmanni alþingis kæru vegna málsmeðferðar Umhverfis- ráðherra og stjórnar Vatnajökuls- þjóðgarðs í undirbúningi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta var gert eftir að kom í ljós að ekki var tekið tillit til þeirra athugasemda sem þessir aðilar og fjölmargir aðrir settu inn varðandi verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Umboðsmaður staðfestir hvergi í umfjöllun sinni að málsmeðferð stjórnvalda hafi verið góð eða vönduð. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi aðeins uppfyllt þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í lögum um Vatna- jökulsþjóðgarð. Ef ráðuneytið hefið viðhaft vandaða stórnsýslu: Væru ekki deilur í dag um Vatna- jökulsþjóðgarð Hefði Vatnajökulsþjóðgaður ekki fengið fjölda athugasemda við stjórnunar og verndaráætlunina Hefði Umhverfisráðherra ekki þurft að koma með tilmæli til    stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að skoða nánar samgönguþátt áætlunarinnar Hefði ekki verið sett á stofn sam- göngunefnd til að endurskoða sam- gönguþátt Vatnajökulsþjóðgarðs Hefðu níu félagasamtök sem tengjast ferðalögum um hálendið ekki skrifað greinar í Fréttablaðið á síðasta ári um ónógt samráð í undirbúningi að Vatnajökulsþjóð- garði Hefði Ferðaklúbburinn 4x4 og Skotvís ekki kvartað varðandi málsmeðferð Umhverfisráðherra til UmboðsmannsAlþingis. Niðurstaðan er að stjórnvöld eru ekki að brjóta stjórnsýslulög, en þau eru heldur ekki að viðhafa góða eða vandaða stjórnsýslu. Eins og sést á listanum hér að ofan, þá eru stjórnvöld ekki að vinna með hagsmunaaðilum að þessum málum og því spurning hvaða augum þessir aðilar líta á samstarf. Þessi vinnu- brögð stjórnvalda eru bara sýndar- samráð til að uppfylla lágmarks- skilyrði og komast hjá því að fá á sig dæmda stjórnsýslukæru. Ekki má gleyma því að Umhverfisráðherra hefur þegar verið dæmdur tvisvar um brot á stjórnsýslulögum sem stað- festir að hann er að dansa á línunni í þessum málum. Ferðaklúbburinn 4x4 mun áfram skapa aðhald á framgöngu stjórn- valda í þessum málum og ekki hætta þeirri baráttu fyrr en stjórnvöld vinna þessi mál í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og leggja grunn að góðu samráði og viðhafa góða og vandaða stjórnsýslu.    Umhverfisráðherra viðhafði ekki vandaða stjórnsýslu “stjórnvöld þurfa að hafa samráð við alla hagsmunaaðila” Nýliðaferð á Grímsfjall

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.