Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2011 15 Undanfarin ár hefur skilning-ur á mikilvægi þess að lág- marka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæð- ur þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðs umhverfið ásamt öflugu rannsóknar starfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þess- ar áherslur endur speglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mann- virkja- og skipulagslögum. Fyrir- tæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfis stefnu sem sam- ræmist alþjóð legum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkr- ir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vist- vænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kol- efnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð? Vistbyggðarráð var stofnað hér- lendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofn- ana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingar aðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvang- ur á sviði sjálf bærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnu- mótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starf- rækja vinnuhópa um af mörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem eink- um er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæður Það er afar mikilvægt að sam- nýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsyn- legt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vist- byggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slík- um grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hing- að til hefur hvati til slíkra rann- sókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mæl- ingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum við- miðum við bæði hönnun og rekst- ur bygginga er hægt að ná kostn- aði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við hús- hitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahags legir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæri Fyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkr- ar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum fram- kvæmdaaðilum eins og Fram- kvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skil- greindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við fram- kvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóð- leg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknar- starf á sviði byggingar iðnaðar. Nú er tækifærið. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 1- 2 30 0 Óverðtryggð húsnæðislán Breytilegir vextir* Breytilegir vextir Fastir vextir fyrstu 3 árin* Fastir vextir fyrstu 3 árin Greiðslubyrði tekur mið af gildandi vöxtum á hverjum tíma. Stöðug greiðslubyrði fyrstu þrjú ár lánstímans. Að þeim tíma liðnum Óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanka geta numið allt að 80% af markaðsverðmæti og eru ýmist með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum fyrstu þrjú árin. Hvort hentar þér betur? Fáðu allar nánari uppýsingar um húsnæðislán Íslandsbanka hjá þjónustufulltrúa í næsta útibúi eða á islandsbanki.is. Kostir Lægri vextir í hagstæðu Ávallt hægt að greiða lánið upp án kostnaðar Hraðari eignamyndun Ókostir Greiðslubyrði hækkar með hækkandi vöxtum ,20 Kostir fastra vaxta Stöðug greiðslubyrði fyrstu þrjú árin Hraðari eignamyndun Ókostir Þú nýtur ekki betri kjara ef vextir lækka Kostnaður við uppgreiðslu fyrstu þrjú árin * Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 21.10.2011 og miðast við lánsfjárhæð sem rúmast innan 70% af fasteignamati ríkisins. Íslandsbanki býður upp á viðbótarlán upp að 80% af markaðsverðmæti. Vistvænni byggð! Vistvænar byggingar Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rann- sókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vist- vænni og ódýrri orku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.