Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 6
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
Miðvikudagurinn 26. október kl. 12:00-13:30
Stofa 101 Lögbergi
Í boði Lagadeildar
Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild HÍ.
Hér verða kynntar helstu niðurstöður spurningakönnunar sem lögð var
fyrir í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Leitast var við
að kanna þekkingu fólks á réttarstöðunni í óvígðri sambúð.
Fundarstjóri: Páll Sigurðsson, prófessor við lagadeild HÍ
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis
Sambúð eða hjónaband
- hver er munurinn?
1911-2011
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Hrefna
Friðriksdóttir
Páll
Sigurðsson
LAGADEILD
1911
2011
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun
vinnur nú að úttekt á öllum bind-
andi þjónustusamningum ráðu-
neytanna, sem eru rúmlega 140
talsins. Búið er að kalla eftir frek-
ari upplýsingum og svörum frá
fimm ráðuneytum og hafa þrjú
svarað: mennta- og menningar-
málaráðuneyti, velferðarráðuneyti
og forsætisráðuneyti.
Með úttektinni er meðal annars
verið að leitast við að sjá hve mikið
er um að greitt sé eftir útrunnum
samningum, hvernig hlutverk
verkkaupa er skilgreint, hvernig
ráðuneytin sinna hlutverki sínu
sem verkkaupi og hvernig eftirliti
þeirra með stofnunum sínum og
þeim samningum sem þær gera
er háttað.
Í tilkynningu frá Ríkisendur-
skoðun segir að stofnunin hafi oft
og tíðum orðið þess áskynja að
unnið hafi verið árum saman sam-
kvæmt útrunnum samningum og
eins hafi verið misbrestur á því
að fylgt hafi verið eftir ákvæðum
þeirra.
Þau ráðuneyti sem hafa enn
ekki svarað Ríkisendurskoðun eru
iðnaðar ráðuneytið og innanríkis-
ráðuneytið. - sv
Ríkisendurskoðun vinnur að úttekt á þjónustusamningum ráðuneytanna:
Skoðað hvort ákvæðum sé fylgt
Stærstu samningar þeirra ráðuneyta sem hafa svarað
Mennta- og menningarmálaráðuneyti - 63 þjónustusamningar
Háskólinn í Reykjavík 2 milljarðar króna
Tækniskólinn 1,6 milljarðar króna
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 700 milljónir króna
Velferðarráðuneyti - 44 þjónustusamningar
Öldrunarþjónusta í Akureyrarbæ 1,4 milljarðar króna
Reykjalundur 1,4 milljarðar króna
Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæði 920 milljónir króna
SÁÁ 655 milljónir króna
Forsætisráðuneyti - 1 þjónustusamningur
Vesturfarasetrið á Hofsósi 28 milljónir króna
UTANRÍKISMÁL Árni Þór Sigurðsson,
formaður utanríkismálanefndar
Alþingis, hefur ásamt átta þing-
mönnum úr fjórum flokkum lagt
fram tillögu um að Alþingi feli inn-
anríkisráðherra að semja reglur um
siglingaleiðir við norðan- og vestan-
vert landið. Verkið verði unnið í
samvinnu við umhverfisráðherra
og utanríkisráðherra.
Tillagan var tekin fyrir í
umhverfis- og samgöngunefnd á
dögunum. Árni Þór segir að aukn-
ir flutningar á norðurslóðum, sem
tengjast loftslagsbreytingum, séu
hvatinn að tillög-
unni. Ekki síst
sé horft á opnun
skipaleiða fyrir
norðan Rúss-
land, en þær
muni hafa í för
með sér aukna
skipa umferð við
Ísland.
Settar voru
reglur um sigl-
ingaleiðir fyrir austan- og sunnan-
vert land fyrir nokkrum árum og
Árni Þór segir tillöguna nú fram-
hald á þeirri vinnu. Tillagan var
fyrst lögð fram í mars 2008, en
fékkst ekki tekin til umræðu.
„Þetta er ekki síst mikilvægt
umhverfis- og öryggismál. Þetta er
náttúrulega alþjóðlegt hafsvæði og
ekki hægt að banna skipaumferð.
En það er hægt að setja reglur og
leita alþjóðlegrar viðurkenningar á
þeim, eins og gert er ráð fyrir í til-
lögunni.“
Árni Þór var í Síberíu í síðustu
viku og hélt erindi á ráðstefnu um
samstarf Íslands og Rússlands á
norðurslóðum. - kóp
Formaður utanríkismálanefndar var á fundi um norðurslóðir í Síberíu:
Reglur settar um siglingar við Ísland
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
TÚNIS, AP Fyrstu tölur úr kosn-
ingunum í Túnis á sunnudag
benda til þess að flokkur íslam-
ista, Ennada, hafi unnið veru-
legan sigur. Flokkurinn hefur
ekki boðað harðlínustefnu heldur
heitir því að virða lýðræði og
mannréttindi.
Reiknað er með að síðdegis í
dag verði endanleg úrslit kosn-
inganna orðin ljós, en þetta voru
fyrstu frjálsu kosningarnar í
Túnis eftir að Zine el Abidine
Ben Ali forseti var hrakinn frá
völdum í janúar. - gb
Úrslit í Túnis ljós í dag:
Sigur blasir við
flokki íslamista
Verður Manchester City enskur
meistari í vor?
Já 33,4%
Nei 66,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ert þú hlynnt(ur) því að tekinn
verði upp sykurskattur til að
vinna gegn offitu?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
STJÓRNSÝSLA Stjórn Bankasýslu
ríkisins sendi í gær bréf til Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra þar sem hún óskar eftir
lausn frá störfum. Í yfirlýsingu
stjórnarmannanna þriggja segja
þeir að utanaðkomandi afskipti af
ráðningu Páls Magnússonar í for-
stjórastól stofnunarinnar hafi gert
þeim ókleift að starfa áfram.
Mjög hefur verið deilt um ráðn-
ingu Páls í stöðuna. Þannig sagði
Helgi Hjörvar, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþing-
is, til dæmis á Alþingi að hún væri
hneyksli og vísaði meðal annars til
þess að Páll hefði, sem aðstoðar-
maður Valgerðar Sverris-
dóttur viðskiptaráðherra,
komið að einkavæðingu
bankanna á sínum
tíma.
Stjórnarmenn-
irnir þrír ítreka í
yfirlýsingu sinni
að ráðningin hafi
verið fagleg og að
allir sem að ferl-
inu hafi komið
hafi verið sam-
mála um að Páll
hafi borið af
öðrum umsækj-
endum.
„Stjórn
Bankasýsl-
unnar
hefur aldrei litið svo á að ákvarð-
anir hennar væru hafnar yfir
gagnrýni. Í áðurnefndri umræðu
hefur hins vegar
verið vegið að
trúverðug-
leika
Bankasýslunnar og friður rofinn
um starfsemi hennar.
Viðbrögð alþingismanna benda
til þess að erfitt verði fyrir
stofnun ina að starfa með eðli legum
hætti að þeim mikilvægu og vanda-
sömu verkefnum sem henni er
ætlað að sinna og framundan eru,“
segir í yfirlýsingunni.
Bankasýslan heyrir undir fjár-
málaráðherra. Steingrímur J. Sig-
fússon kveðst harma ákvörðun-
ina. „Mér þykir miður að þau skuli
telja sig þurfa að gera þetta en ég
geri ekki ráð fyrir öðru en að við
virðum þeirra niðurstöðu.“ Næsta
skref sé að skipa Bankasýslunni
nýja stjórn sem geti komið til
starfa sem fyrst.
Steingrímur segir að einu sam-
skiptin sem hann hafi átt við
stjórnina vegna málsins hafi verið
þegar hann óskaði eftir rökstuðn-
ingi og upplýsingum um ráðn-
inguna. „Síðan hafa auðvitað verið
óformleg samskipti, aðallega á
milli stjórnarformanns og ráðu-
neytisstjóra, en það hefur eingöngu
verið til að fylgjast með því hvern-
ig málið þróaðist. Ég hef engin
afskipti haft af því og allra síst af
þessari ákvörðun þeirra,“ segir
Steingrímur.
Spurður hvort hann telji að menn
hafi farið yfir strikið með um-
mælum sínum um ráðninguna segir
Steingrímur að slíkar hugleiðing-
ar hafi lítið upp á sig. „Ég get auð-
vitað ekki borið ábyrgð á yfirlýs-
ingum annarra eða stórum orðum
sem einhverjir aðrir hafa látið
falla. Þvert á móti hef ég reynt að
hafa alla umfjöllun um þetta yfir-
vegaða af minni hálfu til að það
væri hægt að vinna úr málum.“
Ekki náðist í gær í Pál Magnús-
son, sem að óbreyttu tekur fljót-
lega við starfi forstjóra Banka-
sýslunnar.
stigur@frettabladid.is
Stjórnin hætt vegna
afskipta þingmanna
Mikil gagnrýni á ráðningu Páls Magnússonar í forstjórastól Bankasýslu ríkisins
varð til þess að stjórn stofnunarinnar sagði af sér. Tiltekur sérstaklega viðbrögð
alþingismanna. Fjármálaráðherra segist ekki hafa komið nálægt ákvörðuninni.
HELGI
HJÖRVAR
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
EKKI ALLRA Páll Magnússon er maðurinn sem öll
deilan snýst um. Hann hefur hins vegar ekkert
viljað tjá sig um málið til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJÖRKASSINN