Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 16
16 25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Dýraspítalinn
í Garðabæ
er í viðskiptum
hjá okkur
Hanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum
í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum
í hverjum mánuði, stórum sem smáum.
Þau eru sérfræðingar á sínu sviði og sinna
fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna. Það
gerum við líka.
Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ
í viðskiptum hjá okkur.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Í grein sem Fbl. birti 7. okt. sl. lagði ég áherslu á nauðsyn
þess að merkja erfðabreytt mat-
væli. Ég vísaði í kanadíska rann-
sókn sem enn eina vísbendingu
um að erfðabreytt matvæli kunni
að valda fólki heilsutjóni. Hinn
20. okt. svarar Jón Hallsson dós-
ent grein minni, reynir að varpa
rýrð á kanad ísku rannsóknina og
umfjöllun mína um hana, og sakar
mig um „hræðsluáróður“. Jafnan
má deila um orðalag í túlkun rann-
sókna en mig undrar að kjarni
rannsóknarinnar skuli reynast
háskólakennara svo léttvægur sem
grein hans ber vott um.
Kanadíska rannsóknin sem ég
vísaði í fann Bt-eitur í blóði þung-
aðra kvenna og fóstra sem þær
gengu með. Þótt rannsóknin sjálf
kannaði ekki uppruna eitursins
var niðurstaða þeirra sem gerðu
hana sú að það hlyti að hafa borist
úr erfðabreyttum matvælum. Kon-
urnar sem þátt tóku í rannsókninni
neyttu venjulegs kanadísks matar
sem að drjúgum hluta inniheldur
ómerkt erfðabreytt matvæli, ekki
síst úr erfðabreyttum Bt-maís.
Rannsóknin er einkar mikilvæg
fyrir þá sök að þetta eitur fannst
í blóðinu.
Líftækniiðnaðurinn hefur
lengi haldið því fram að erfða-
breytt matvæli og fóður ógni ekki
heilsu manna og búfjár þar sem
meltingar kerfi spendýra sundri
öllu DNA úr slíkum afurðum.
Margar rannsóknir hafa afsannað
þetta: DNA úr erfðabreyttum mat
og fóðri eyðist ekki við meltingu
og getur borist í meltingarörverur
og þaðan í blóðið. Þetta hefur verið
nefnt flöt genatilfærsla (horizontal
gene transfer).
Hafi Bt-eitrið í blóði kanadísku
kvennanna borist úr erfðabreytt-
um matvælum – eins og höfundar
rannsóknarinnar telja – er rann-
sóknin staðfesting þess að slík flöt
genatilfærsla á sér stað í þeim sem
neyta erfðabreyttra matvæla. Hið
sama kom fram í rannsókn New-
castle-háskóla (ritrýnd 2004) þar
sem DNA úr erfðabreyttu soja
fannst í meltingarörverum þriggja
af sjö þátttakendum sem neyttu
erfðabreyttrar sojamáltíðar.
Jón Hallsson telur að ekki hafi
verið sýnt fram á að Bt-eitur
sem fannst í blóði kanadísku
kvennanna sé skaðlegt spen-
dýrum. Hann mætti gjarnan
kynna sér þrjár rannsóknir sem
Vazquez o.fl. gerðu um aldamót-
in og sýndu að náttúrulegt Bt-
eitur framkallaði sterk ónæmis-
viðbrögð í músum sem aftur olli
auknum ónæmisviðbrögðum mús-
anna við öðrum efnum. Þetta gefur
vísbendingar um að neysla erfða-
breyttra matvæla sem innihalda
Bt-eitur kunni að valda ofnæmis-
viðbrögðum og viðkvæmni gagn-
vart öðrum matvælum.
Á undanförnum árum hafa
a.m.k. 14 ritrýndar rannsóknir
sýnt fram á að mörg helstu líffæri
tilraunadýra – músa, rottna, kan-
ína og hamstra – urðu fyrir alvar-
legu tjóni eftir að þau voru fóðruð
á erfðabreyttum afurðum, í nokkr-
um tilvikum Bt-maís.
Áhrif á þróaðri spendýr hafa
einnig verið könnuð. Rannsókn
Trabalza-Marinucci o.fl. (2008)
leiddi í ljós truflun á starfsemi
meltingarkerfis í kindum sem
fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár
kynslóðir og á starfsemi lifrar
og briss í lömbum þeirra. Rann-
sókn Duggan o.fl. (2003) á sauðfé
sýndi fram á að erfðabreytt DNA
úr Bt-maís þoldi meltingarvökva
og gat þrátt fyrir meltingu gert
meltingar örverur ónæmar (super-
bugs) fyrir sýklalyfjum.
Bt (Bacillus thuringiensis) er
jarðvegsbaktería sem notuð er í
landbúnaði til að eyða skordýrum.
Reglur um lífræna ræktun heim-
ila aðeins notkun náttúrulegra
varnar efna og ef brýn nauðsyn
ber til. Bt er því sjaldan notað í
lífrænni ræktun en mikið í hefð-
bundnum landbúnaði og stundum
ítrekað á sömu plönturnar. Bt sem
úðað er á plöntur leysist upp með
veðri og brotnar niður við sólar-
ljós sem dregur úr magni eiturs
sem eftir verður á uppskerunni.
Eins og opinberlega er ráðlagt má
hreinsa það af grænmeti og ávöxt-
um með vatni eða flysjun.
Bt er hins vegar notað í erfða-
breyttum plöntum með allt öðrum
hætti. Maís er t.d. erfðabreytt
þannig að Bt-eitrið er í plöntunni
sjálfri; geni er splæst í maísplönt-
una svo að eitrið er sífellt til stað-
ar í allri plöntunni. Það tryggir að
hvar og hvenær sem skordýr ráð-
ast á plöntuna innbyrði þau eitrið
og drepist. Þetta kann að gagnast
bændum (þar til skordýrin mynda
ónæmi fyrir eitrinu og breytast í
ofurskordýr) en það er vandamál
fyrir neytendur. Ef við neytum
matvæla sem innihalda Bt-maís
er óumflýjanlegt að við innbyrð-
um Bt-eitrið.
Bt-maís er ræktaður í miklum
mæli í N-Ameríku til vinnslu á
vinsælum matvælum, s.s. morgun-
korni (kornflexi), brauði, kexi,
mjöli, mexíkönskum vörum (tor-
tillas, tacochips), o.fl. Olíur úr
Bt-maís er að finna í aragrúa
matvæla, t.d. í tómat-, chili- og
grillsósum. Meirihluti unninna
bandarískra matvæla, þ.m.t. fryst-
ir réttir, tilbúnar pitsur o.fl., inni-
halda efni úr Bt-maís.
Sömu matvælin og konurnar í
kanadísku rannsókninni neyttu
eru flutt inn til Íslands frá Banda-
ríkjunum og Kanada og er að finna
í flestum íslenskum stórmörkuð-
um – án merkinga sem tilgreina
að þau innihaldi erfðabreytt efni.
Stöðugt bætist í safn vísinda-
rannsókna sem gefa vísbending-
ar um heilsufarstjón sem neysla
erfðabreyttra matvæla kann að
valda. Stjórnvöldum þessa lands
ber skylda til að vernda okkur
gegn mögulegri heilsufarsáhættu
með því að innleiða – án frekari
tafa – reglugerð um merkingar
erfðabreyttra matvæla.
Erfðabreytt matvæli
og kanadísku mæðurnar
Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er
því er ein elsta tónlistarhátíð heims
á sínu sviði. Hátíðin var að þessu
sinni haldin í einu nýjasta tónlistar-
húsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík
– en skipuleggjandi var Tónskálda-
félag Íslands.
Orðspor Hörpunnar hefur nú
þegar borist víða um heim og af
því tilefni lagði fjöldi erlendra
gesta leið sína til Íslands til að
hlýða á framsækna nútímatónlist í
tónlistar húsinu nýja. Að auki kom
fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til
landsins til að kynna sér nýja nor-
ræna tónlist „í einu besta tónlistar-
húsi heims“ – eins og einn hinna
erlendu gesta orðaði það. Þeir voru
allir sem einn stórhrifnir af hljóm-
burði og töfrum hússins og áttu
stundum erfitt með að útskýra fyrir
sjálfum sér hvers vegna slíkt hús
væri ekki til í þeirra heimalandi,
þrátt fyrir að allar forsendur væru
þar fyrir hendi.
Aðsókn að Norrænum músík-
dögum á Íslandi náði nýjum hæðum
– þúsundir gesta hlustuðu agndofa
þegar fjölbreytt nútíma tónlistin
hljómaði í sérhönnuðum sölum
Hörpunnar í flutningi fremstu tón-
listarmanna landsins.
Tónlistarhúsið Harpa er án efa
eitt besta heppnaða tónlistarhús
heims í dag. Salirnir fjórir, hver
með sinni sérstöðu, skiluðu tónlist-
inni á besta veg og þannig náði hin
margbreytilega samsetning nútíma-
tónlistarinnar að njóta sín í smæstu
atriðum – nokkuð sem aldrei hefur
áður gerst á Íslandi.
Á upphafstónleikum Norrænna
músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands í Eldborg verk eftir
norræn tónskáld af yngri kynslóð-
inni. Stílbrigði tónverkanna náðu
fullkomlega að njóta sín í salnum
og var upplifun áheyrenda eftir því.
Ljóst var að Harpan náði að njóta
sín til hins ítrasta í fjölbreyttri
efnis skrá hátíðarinnar. Hvert smá-
atriði í hönnun hússins skilaði sér í
enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem
nær að hljóma í góðum tónlistarsöl-
um lifir ekki aðeins í augnablikinu
heldur nær að hljóma áfram inn í
framtíðina – í hugum áheyrenda.
Tónlistarhúsið Harpa er hannað
þannig að allar tegundir tónlistar
frá öllum tímum tónlistar sögunnar
eiga að geta fengið að njóta sín.
Lífæð hússins eru listamennirn-
ir sem þar starfa hverju sinni en
ekki síður starfsfólk hússins sem á
örskömmum tíma hefur náð færni
í skipulagningu og framkvæmd
ólíkra tónleikaforma eins og finna
má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem
þessari. Flóknar skiptingar milli
tónleika voru frábærlega leystar
af hendi og með ósérhlífni, kurteisi
og mikilli fagmennsku stuðluðu
þau að því að tónlistin náði að njóta
sín með mun betri hætti en nokkru
sinni hefur þekkst hér á landi.
Harpa er þegar orðin einn helsti
sendiherra íslenskrar tónlistar á
erlendum vettvangi. Jákvætt orð-
spor hússins hefur orðið til þess
að nú þegar hafa borist fjölmargar
fyrirspurnir erlendis frá um næstu
tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á
landi, Myrka músíkdaga, sem fara
mun fram þar í húsi í lok janúar á
næsta ári.
Það er von okkar að tónlistar-
húsið Harpa verði áfram lifandi
umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf
samtímans, öllu íslensku tónlistar-
fólki verði gert kleift að starfa þar
að sinni listsköpun og að tónlistin
fái þannig að lifa þar og hljóma –
inn í framtíðina.
Töfrar í
tónlistarhúsi
Menning
Kjartan
Ólafsson
formaður
Tónskáldafélags Íslands
Erfðabreytt
matvæli
Sandra B.
Jónsdóttir
sjálfstæður ráðgjafi
Salirnir fjórir,
hver með sinni
sérstöðu, skiluðu tónlist-
inni á besta veg og þannig
náði hin margbreytilega
samsetning nútímatón-
listarinnar að njóta sín í
smæstu atriðum – nokkuð
sem aldrei hefur áður
gerst á Íslandi.
Stöðugt bætist í
safn vísindarann-
sókna sem gefa vísbend-
ingar um heilsufarstjón
sem neysla erfðabreyttra
matvæla kann að valda.