Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 25
Umræða um hálendið, friðanir og þjóðgarða á undanförnum misser- um hefur farið stigmagnandi og orðið slagorðakenndari. Fjölmiðlar og bloggarar hafa farið þarna fremstir í flokki. Virðist sem mörgum af þeim finnist ekkert skemmtilegra en að geta fjallað um þessi mál á öfgakenndan hátt, þeim dettur ekki í hug að tala um lausnir eða samstarf og sumir reyna jafnvel allt til að reka fleyga á milli ólíkra útivistarhópa og svartmála einstaka hópa hjá stjórnmála- og embættismönnum. Þetta hefur orðið til þess að 30.000 útivistaraðilar í tugum félagasamtaka og fjöldi ferðaþjónustuaðila eru áhrifalausir. Staðan er sorgleg og undanfarin ár hefur almennt útivistarfólk ekki fengið aðkomu að flestu sem stjórnvöld hafa unnið að. Ferðaklúbburinn 4x4 er einn af þessum hópum og hefur lagt mikið á sig til að vernda hálendi og lagt í það mikið fjármagn í gegnum árin. Þessi listi hér til hliðar gæti verið mun lengri og það eru miklu fleiri málaflokkar sem Ferðaklúbburinn 4x4 og félagsmenn hafa komið að í gegnum tíðina. Það er þess vegna með ólíkindum að samtök eins og Ferðaklúbburinn 4x4 þurfi að berjast um á hæl og hnakka að fá aðkomu að hverjum einasta málaflokki sem snertir hálendið. Öflugt framlag Ferðaklúbbsins 4x4 í náttúruvernd Klúbbnum hefur samt markvisst verið haldið frá áhrifum í náttúruverndarmálum síðustu árin Ferðaklúbburinn 4x4 vill minna á það góða starf sem hann hefur staðið að í gegnum langan tíma: Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendis- leiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni. Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum. Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og    skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð. Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverun. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félags- manna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboða- vinnu og oft á vinnutíma. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.         Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar. Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF fjar- skiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun. Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd.                Akureyrarbær Prinsinn söluturn Félag íslenskra bifreiðaeigenda Gistiheimilið Bjarmalandi HS Orka hf Höfðakaffi ehf Jeppasmiðjan ehf Jón Baldursson ehf Löndun ehf Síldarvinnslan hf Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Stekkjarlundur ehf Súðavíkurhreppur Trésmiðja Heimis ehf Vélsmiðjan Ásverk ehf Við styðjum við bakið á Ferðaklúbbnum 4x4    Verslunin Brim Tannlæknastofa Oddgeirs Léttfeti ehf - Sendibíll Laugavegi 71 og Kringlunni Vínlandsleið 16, Reykjavík Engihjalla1, Kópavogi Stikun vega og slóða minnkar utanvegaakstur Á hverju ári stendur Umhverfis- nefnd Ferðaklúbbsins 4x4 fyrir stikuferðum þar sem ákveðnar leiðir á hálendinu eru farnar og stikur lagaðar og/eða nýjar settar niður í vegbrún. Þessi aðgerð er liður í því að gera akstursleiðir vel sjáanlegar og með því koma í veg fyrir utanvegaakstur. Síðasta stikuferð var farin upp svokallaða Gljúfurleit sem liggur í norður, vestanmegin við Þjórsá og upp í hálendisskála Ferðaklúbbsins 4x4 í Þjórsárverum. Þaðan var síðan farin Leppnistunguleið sem liggur í suður frá Kerlingarfjöllum og niður á Hrunamannaafrétt. Það voru yfir 40 manns á um 20 bílum sem fóru í þessa ferð Umhverfisnefndar og hátt í 600 stikur voru settar niður og mikill fjöldi lagaður á þessum leiðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.