Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING25. OKTÓBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR OPIÐ: Virka daga 8.00-18.00 og laugard. 10.00-14.00 Skútuvogi 8, 104 Reykjavík og Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi S. 567 6700 / vakahf@vakahf.is / www.vakahf.is BifreiðaflutningarVarahlutir Dekkjaþjónusta Bifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Bón og þvottur Skútuvogi 8 og Smiðjuvegi 28. Opið á laugardögum frá kl. 10-14. Bókaðu tíma á vakahf.is Vaka hefur nú opnað á nýjum stað að Smiðjuvegi 28. Nú geta viðskiptavinir valið um tvö stór og öflug dekkjaverkstæði, á Smiðjuvegi og í Skútuvogi. Við höfum f lutt okkur frá Smiðjuvegi 26, þar sem Hjólkó var áður til húsa, yfir á Smiðjuveg 28 og erum nú með 600 m2 pláss,“ segir Róbert Hannesson, stöðvarstjóri hjá Vöku. „Starfsmenn hafa verið í óðaönn að koma öllu fyrir á nýja staðnum, en við erum strax byrjaðir að taka á móti við- skiptavinum. Hér er miklu þægi- legra aðgengi og vinnuaðstaðan betri auk þess sem staðurinn er sýnilegri núna. Við stefnum svo á að auka enn frekar þjónustu við bif- reiðaeigendur í framhaldinu,“ segir Róbert. Hjá Vöku er veitt öll almenn hjól- barðaþjónusta, hjólbarðasala og rekið dekkjahótel. „Við erum með mjög gott verð á hjólbörðum og á allri þjónustu og leggjum okkur fram við að bjóða topp þjónustu. Við tökum meðal annars notuð dekk upp í ný,“ segir Róbert. Hjá Vöku er hægt að fá hinar ýmsu teg- undir dekkja í öllum verðflokkum. „Starfsfólk okkar kappkostar að út- vega viðskiptavinum það sem vant- ar ef við erum ekki með það hér á lager“, bætir hann við. Viðskiptavinir geta pantað tíma á vefsíðunni vakahf.is og losnað þannig við óþarfa biðraðir. „Við- skiptavinir hafa mikið verið að nýta sér þessa nýjung og eru gríðar- lega ánægðir með þessa þjónustu“ segir Róbert. „Algengt er að við- skiptavinir bóki tíma á kvöldin þegar næsti dagur er skipulagður. Sumir vilja byrja daginn á dekkja- skiptum áður en þeir fara í vinnuna og enn aðrir vilja tryggja sér tíma strax eftir vinnu,“ bætir Róbert við. Aðstaða fyrir viðskiptavini er góð á nýja staðnum og það er alltaf heitt á könnunni. Engar biðraðir – pantaðu tíma á netinu „Við erum með mjög gott verð á hjólbörðum og allri þjónustu,” segir Róbert Hannesson, stöðvarstjóri hjá Vöku. Gömul dekk eru tekin upp í ný eða til inneignar fyrir þjónustu sem Vaka veitir. Sumum reynist erfitt að fjármagna kaup á nýjum dekkjum. Þá koma notuð dekk til bjargar að sögn Steinars. Kaup á notuðum hjólbörðum hefur mörgum reynst hentugur kostur, að sögn Steinars Gunnsteins sonar hjá Vöku í Skútuvogi. „Sumum reynist erfitt að fjármagna kaup á nýjum dekkjum eins og ástandið er í þjóðfélaginu núna. Þá koma notuð dekk til bjargar,“ segir Steinar. „Einnig geta notuð dekk verið hentug fyrir þá sem aka um á gömlum bíl og vita ekki hvað hann endist lengi í viðbót,“ segir hann. „Þá þarf það ekki að liggja með mikla fjárfestingu í dekkjum þegar bíllinn gefur upp öndina.“ Vaka hefur líka hjálpað mörgum við að losa sig við dekk af gamla bílnum sem passa ekki á þann nýja. „Slík dekk tökum við upp í ný dekk eða til inneignar fyrir hverja þá þjónustu sem Vaka hf. veitir,“ segir Steinar. Notuð dekk eru ódýr kostur Vaka hefur flutt frá Smiðjuvegi 26 í 600 m² pláss að 26 að Smiðjuvegi 28. Hér er miklu þægilegra aðgengi og vinnuað- staðan betri auk þess sem staðurinn er sýnilegri núna,” segir Róbert.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.