Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 42
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
ARON EINAR GUNNARSSON segist vilja fylgja í fótspor manna eins og Eiðs Smára Guðjohnsen
og Grétars Rafns Steinssonar sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikil virðing borin fyrir
manni heima á Íslandi ef maður spilar í ensku úrvalsdeildinni. Íslendingar eru aðeins 300 þúsund talsins
og ef maður spilar í stærstu deild heims þekkja mann allir,“ sagði Aron Einar við Daily Mail.
FÓTBOLTI Áður en keppnistímabilið
hófst í spænska fótboltanum var
Levante spáð falli af flestum sér-
fræðingum. Enginn átti von á því
að smáliðið frá borginni Valencia
næði að veita Barcelona og Real
Madrid einhverja keppni. Levante
er í efsta sæti spænsku deildar-
innar þegar átta umferðum er
lokið. Á Spáni bíða allir eftir því
að Levante-„bólan“ springi en liðið
hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0
á heimaveli.
Ekkert lið í spænsku deild-
inni eyðir minna fé en Levante.
Heildar velta liðsins er um 350
milljónir króna á ári. Til saman-
burðar er veltan hjá Barcelona um
80 milljarðar og norska meistara-
liðið Rosenborg er með ársveltu
upp á rúmlega 420 milljónir króna.
Eftir 3-0 sigur Levante um
helgina gegn Villareal er smá-
liðið á toppnum með 20 stig, Real
Madrid er þar næst með 19 stig og
spænska meistaraliðið Barcelona
er í þriðja sæti með 18 stig.
Levante er nú þegar búið að inn-
byrða fleiri stig en eftir 21 umferð
á síðustu leiktíð og allt bendir til
þess að félagið nái markmiðum
sínum – sem var að ná að hanga
í deild þeirra bestu. Og fyrir þá
sem hafa áhuga þá er næsti leik-
ur Levante gegn Real Sociedad á
miðvikudag.
Sá leikmaður sem hefur vakið
mesta athygli í Levante er fyrir-
liðinn Sergio Ballesteros. Hann er
alls ekki á óskalista stórklúbba í
Evrópu enda er Ballesteros 36 ára
gamall og að margra mati akfeitur.
Baðvigtin lýgur ekki og
Ballesteros er 100 kíló og með
„aukahluti“ á kviðnum sem flest-
ir fótboltamenn vilja vera án.
Varnarmaðurinn hefur leikið um
300 leiki í efstu deild á Spáni og
er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt
líkamsástand.
Fyrirliðinn er eini leikmaður-
inn þar sem „síðasti söludagur“
er rétt handan við hornið. Meðal-
aldur liðsins í leik gegn Malaga á
dögunum var rétt um 32 ár. Frá-
bær varnarleikur hefur einkennt
Levante það sem af er tímabilinu.
Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú
mörk í átta leikjum. Levante hefur
unnið sex leiki og gert tvívegis
jafntefli og er taplaust. Aðeins
Barcelona og Sevilla eru í þeim
hópi á Spáni þessa stundina.
Árið 2008 var Levante bjarg-
að frá gjaldþroti og félagið hefur
aðeins efni á að kaupa ódýrustu
leikmennina á markaðnum. For-
ráðamenn liðsins hafa notað um
63 milljónir króna í kaup á sam-
tals 50 leikmönnum á undanförn-
um árum. Það gerir rétt um 1,2
milljónir króna að meðaltali. - seth
Levante óvænt á toppnum á Spáni. Fyrirliðinn er 36 ára gamall og akfeitur. Ekkert lið eyðir minni peningum:
Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid
KOMINN AF LÉTTASTA SKEIÐI Fyrirliðinn Sergio Ballesteros er orðinn 36 og með
léttan björgunarhring. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Þorsteinn Gunnars-
son hefur ákveðið að láta af for-
mennsku í knattspyrnudeild
Grindavíkur í kjölfar þess að
stjórn knattspyrnudeildar ákvað
að fara í samningaviðræður við
Guðjón Þórðarson.
Þorsteinn var sá eini í stjórninni
sem vildi ekki ræða við Guðjón og
þar sem hann er ekki sáttur við
stefnu deildarinnar ákvað hann
að stíga til hliðar.
„Ég tel Guðjón ekki vera rétt-
an mann í starfið. Því finnst mér
rétt að aðrir aðilar móti starfið
með Guðjóni. Mér finnst að það
sé heiðarlegt af minni hálfu að
stíga til hliðar,“ sagði Þorsteinn,
en hann telur aðra þjálfara sem
voru í myndinni hafa verið hæfari
en Guðjón.
„Það voru Lárus Orri Sigurðs-
son og David McCreery. Sá síðar-
nefndi er fyrrverandi leik maður
Man. Utd og sótti um starfið. Hann
hefur komið víða við á ferlinum
og var í tíu ár hjá Boca Juniors í
Argent ínu að vinna þar. Svo var
hann kominn til Mjanmar á síðasta
ári. Hann var svo á leið til Malasíu
að þjálfa þar.“
Jónas Þórhallsson, vara-
formaður og fyrrverandi for-
maður, hefur boðist til þess að
taka aftur við stjórn knattspyrnu-
deildar í stað Þorsteins.
„Þorsteinn var sjálfum sér sam-
kvæmur og þess vegna fór þetta
svona. Ég er til í að taka við en er
samt ekki að sækjast eftir starfinu
og ef einhver annar býður sig fram
þá væri það frábært,“ sagði Jónas,
sem hefur lengi verið í forsvari hjá
Grindvíkingum.
Jónas hefur marga fjöruna sopið
á sínum ferli og honum líst vel á
að starfa með Guðjóni, fari svo að
Guðjón verði ráðinn líkt og flest
bendir til.
„Það er vilji af beggja hálfu að
ná samningum. Við teljum okkur
þurfa stuðtæki til að lyfta okkur
upp og Guðjón er það stuðtæki að
okkar mati. Ég hef mikla reynslu
úr sjávarútvegi og það er margt
líkt með honum og boltanum. Það
eru allir kappsamir – skipstjórar
sem og hásetar. Við vitum alveg
hvað við erum að fá með Guðjóni
og það verður eflaust ekki allt-
af logn,“ sagði Jónas og bætti við
að það truflaði stjórnina ekkert
hversu stutt Guðjón hefði staldrað
við hjá félögum á þessari öld.
„Það er því áskorun fyrir okkur.
Við höfum haft orð á okkur fyrir
að vera sterkir saman og stefnum
að því að byggja sterka liðsheild
með Guðjóni.“
Jónas segir að það verði eðli-
lega einhverjar breytingar á leik-
mannahópnum milli ára og liðið
þurfi að styrkja sig. „Útlending-
arnir sem voru í sumar voru farn-
ir. Við þurfum að finna nýja menn
og 2-3 gæðaleikmenn væru vel
þegnir.“
Á þeim tíma sem Jónas hefur
starfað fyrir Grindavík hefur
mikið breyst. Meðal annars risið
glæsileg stúka og svo knattspyrnu-
hús. Jónas segir að kominn sé tími
á næstu skref.
„Það þarf að bæta áhorfenda-
aðstöðuna. Áhorfendur eru enn að
pissa utan í stúkuna og það þarf
að bæta alla aðstöðu bak við stúk-
una. Við munum leggjast á bæjar-
yfirvöld að þau hjálpi okkur við að
bæta þessa aðstöðu. Það er búið
að teikna upp þessa aðstöðu og ég
mun berjast fyrir henni. Ég vil
að það verði almennilega búið að
áhorfendum og það sé almennileg
aðstaða fyrir fjölskyldufólk.“
henry@frettabladid.is
Ekki réttur maður fyrir Grindavík
Þorsteinn Gunnarsson sagði af sér formennsku hjá knattspyrnudeild Grindavíkur þar sem félagið ætlar að
ráða Guðjón Þórðarson. Þorsteinn vildi frekar fá Lárus Orra Sigurðsson eða David McCreery. Jónas Þór-
hallsson tekur líklega aftur við formennsku. Hann á ekki von á að það verði alltaf logn í kringum Guðjón.
UMDEILDUR Grindavík ætlar að reyna að semja við Guðjón Þórðarson, sem kemur
heim frá Flórída um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ferill Guðjóns síðan hann hætti með landsliðið
Það hefur ýmislegt gengið á hjá Guðjóni síðan hann hætti með íslenska lands-
liðið á sínum tíma. Athygli vekur hversu illa honum gengur að tolla í starfi.
1999-2002: Guðjón tekur við Stoke City. Hann náði góðum árangri með liðið, kom því
B-deildina. Guðjón státar af einna bestum árangri allra stjóra í sögu Stoke með 1,7 stig að
meðaltali í leik. Þrátt fyrir það ákvað Stoke City að reka Guðjón.
2002: Guðjón stýrði norska liðinu Start í nokkrum leikjum. Hann átti að reyna að bjarga
liðinu frá falli en það tókst ekki.
2003-2004: Enska liðið Barnsley ræður Guðjón til starfa. Hann
er rekinn frá félaginu eftir að Peter Ridsdale nær völdum hjá því.
2004-2005: Guðjón velur að semja við Keflavík frekar en
Grindavík. Guðjón yfirgefur félagið þrem dögum fyrir fyrsta
leik í Íslandsmóti til þess að taka við Notts County.
2005-2006: Guðjón stýrir elsta liði heims, Notts County.
Hann fékk flugstart með liðið og kom því á toppinn. Liðið
missti síðan algjörlega flugið og endaði í 21. sæti D-deildar-
innar, sem var lélegasti árangurinn í langri sögu félagsins.
Guðjón hætti með liðið.
2006-2008: Guðjón tekur við uppeldisfélagi sínu, ÍA. Nær þriðja
sæti á fyrra árinu með liðið. Allt fer á versta veg sumarið 2008 og
Guðjón er rekinn frá félaginu, sem síðar fellur úr efstu deild.
2008-2009: Ráðinn stjóri hjá Crewe Alexandra í desember.
Byrjaði vel og var valinn stjóri mánaðarins í febrúar. Síðan fór að
halla undan fæti og liðið féll. Guðjón hélt áfram að þjálfa liðið en var
rekinn í október þar sem hvorki gekk né rak hjá liðinu.
2010-2011: Guðjón er ráðinn stjóri BÍ/Bolungarvíkur. Undir
stjórn Guðjóns náði liðið 6. sæti í B-deildinni. Guðjón var síðan
rekinn eftir tímabilið.
FÓTBOLTI Þorsteinn Gunnarsson,
fráfarandi formaður knatt-
spyrnudeildar Grindavíkur, á von
á því að Ólafur Örn Bjarnason
verði áfram í herbúðum Grinda-
víkur sem leikmaður.
Ólafur Örn hætti sem þjálfari
liðsins eftir tímabilið en hann
hefur bæði stýrt liðinu og leikið
með því síðan hann sneri aftur
heim úr atvinnumennsku í Noregi
sumarið 2010.
Hann hefur sjálfur sagt að
hann ætli að skoða sín mál og
bíða þess að sjá hver verði næsti
þjálfari liðsins áður en hann
ákveði framtíð sína sem leik-
maður.
„Ólafur Örn er með leikmanna-
samning við Grindavík til 2013
og því verður hann áfram hjá
okkur. Hann er ekki á leiðinni
neitt,“ sagði Þorsteinn en Ólafur
Örn hefur áður sagt að hann telji
sig lausan allra mála þar sem
þjálfarasamningi hans hafi verið
sagt upp.
Þorsteinn sagði enn fremur að
uppsögn hans sem þjálfari hefði
engin áhrif á leikmannasamn-
inginn.
Ólafur lék alla 25 leiki Grinda-
víkur í deild og bikar nú í sumar
og skoraði í þeim eitt mark, fyrra
markið í 2-0 sigri liðsins á ÍBV í
lokaumferðinni en með sigrinum
bjargaði Grindavík sér frá falli á
ævintýralegan máta. - esá
Samningamál Ólafs Arnar:
Ólafur Örn
fer ekki neitt
ÓLAFUR ÖRN Telur sig vera lausan
allra mála en Grindvíkingar segja hann
samnings bundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Lengjubikar karla
Skallagrímur-KR 82-97
Skallagrímur: Dominique Holmes 24/6 fráköst,
Lloyd Harrison 17, Birgir Sverrisson 12, Sigurður
Þórarinsson 9, Hörður Hreiðars. 8, Davíð Guð-
munds. 8, Hilmar Guðjóns. 2, Davíð Ásgeirs. 2.
KR: Finnur Atli Magnusson 27, Jón Orri Kristjáns-
son 16/11 fráköst, Kristófer Acox 14, David Tairu
11, Skarphéðinn Ingason 11, Martin Hermanns-
son 5, Emil Þór Jóhannsson 5, Edward Lee
Horton Jr. 4, Páll Helgason 2, Björn Kristjánsson 2
Þór Þ.-ÍR 90-76
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 19, Darri
Hilmarsson 17, Grétar Ingi Erlendsson 14, Michael
Ringgold 10/11 fráköst, Guðmundur Jónsson
9, Baldur Ragnarsson 7, Marko Latinovic 6, Emil
Einarsson 5, Þorsteinn Ragnarsson 3.
ÍR: Hjalti Friðriksson 22, Nemanja Sovic 17,
Eiríkur Önundarson 11, Kristinn Jónasson 9, Níels
Dungal 7, Ellert Arnarson 6, Williard Johnson 4.
Fjölnir-Haukar 74-75
Fjölnir: Calvin O’Neal 18, Árni Ragnarsson 14,
Nathan Walkup 13, Ægir Þór Steinarsson 13/9
stoðs., Jón Sverrisson 8, Arnþór Guðmundsson 6.
Haukar: Jovanni Shuler 20, Örn Sigurðarson 13,
Davíð Hermannsson 10 Haukur Óskarsson 9,
Sævar Ingi Haraldsson 8, Emil Barja 8/10 fráköst,
Helgi Björn Einarsson 7.
Valur-Njarðvík 85-96
Valur: Darnell Hugee 15, Þorri Arnarson 14, Birgir
Björn Pétursson 14, Igor Tratnik 12/13 fráköst,
Alexander Dungal 11, Curry Collins 10, Austin
Magnus Bracey 6, Elvar Steinn Traustason 2.
Njarðvík: Cameron Echols 30/12 fráköst, Travis
Holmes 25, Rúnar Ingi Erlingsson 11, Maciej
Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 9,
Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4.
ÚRSLIT