Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 10
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR »Grunnnámskeið 30 kennslustd. tölvunámskeið fyrir algjöra byrjendur 60+. Hæg yf irferð með reglulegum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Ritvinnsla, internetið og tölvupóstur. • Hefst 2. nóv. og lýkur 23. nóv. Kennt er mánud. og miðvikud. kl. 13-16. Verð kr. 25.000,- (kennslubók á íslensku innifalin) Kennt er þriðjud. og fimmtud. kl. 13-16. Verð kr. 25.000,- »Framhald 30 kennslustd. námskeið. Hentar þeim sem lokið hafa grunnnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. • Hefst 3. nóv. og lýkur 24. nóv. • Námskeiðið hefst 1. nóv. og lýkur 10. nóv. (kennslubók á íslensku innifalin) »Stafrænar myndavélar 60+ Fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Þátttakendur nota eigin myndavél og læra notkun og stillingu hennar ásamt meðferð stafrænna ljósmynda í tölvu. M.a. færa myndir úr myndavél í tö einfaldar lagfæringar, prentun og sendingar mynda í tölvupósti. Lengd námskeiðs 18 kennslustd. Verð kr. 18.000,- (Kennsluhefti innifalið) Tölvunámskeið fyrir heldri borgara 60+ Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 promennt@promennt.is • www.promennt.is www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 Hjá okkur færðu ljúffengar heilsu- pítur með humri, kjúklingi eða grænmetisbuffi . Frír Kristall með pítunni Tilboðið gildir í október Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight NOREGUR Norska utanríkis- ráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórn- sýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkis stjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikk- land sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bif- reiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræð- ingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfs- mönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni. - ibs Beiðni frá Evrópusambandinu vegna skattsvika í Grikklandi: Noregur aðstoði við innheimtu GEORG PAPANDREÚ DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í fimmtán mán- aða fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum. Burðardýrin tvö, rúmlega tvítug kona og karlmaður á fertugsaldri, voru stöðvuð í Leifsstöð í ágúst á síðasta ári. Þau voru þá að koma frá Alicante á Spáni. Maðurinn reyndist vera með rúm 160 grömm af kókaíni innvortis og konan með afganginn, sumt innvortis en hluta innanklæða. Þau játuðu sök. Konan greindi frá því fyrir dómi að konan sem fékk fimmtán mán- aða dóm hefði beðið sig að sækja fíkniefni út og fengi hún 100 þús- und krónur fyrir ferðina. Höfuð- paurinn, sem hún taldi vinkonu sína, hefði síðan annast skipulag ferðarinnar og fjármögnun. Maðurinn kvaðst hafa verið í fíkniefnaskuld á þessum tíma. Hann hefði átt að fá niðurfell- ingu hennar og hálfa milljón fyrir ferðina. - jss Þrítug kona skipulagði og fjármagnaði ferð tveggja burðardýra til Spánar: Hlaut 15 mánaða dóm fyrir smygl KÓKAÍNPAKKNINGAR Burðardýrin fluttu hluta efnanna innvortis til landsins. TYRKLAND, AP Sex manns var bjarg- að úr rústum húsa á jarðskjálfta- svæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rúst- um sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr far- síma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fund- ust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarð skjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögu- legt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagns- laust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austan- verðu landinu, skammt frá landa- mærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þús- undir eyddu einnig annarri nótt- inni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einn- ig margar byggingar. Forsætis- ráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústa- björgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leið togar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi Nokkrum var bjargað á lífi úr rústum húsa í austanverðu Tyrklandi í gær. Litlar líkur eru taldar á því að fleiri finnist á lífi, meðal annars sökum kulda. Tæp- lega þrjú hundruð manns eru látnir en hundraða til viðbótar er enn saknað. LEITAÐ Í RÚSTUNUM Ættingjar fylgdust með leitinni milli vonar og ótta. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.