Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 18
Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Landlæknisembættið hefur gefið öllum nem- endum í 2. og 3. bekk grunnskóla endurskinsmerki. Merkið er í formi tannar. Merkjunum er ætlað að auka öryggi barnanna í umferðinni en eru jafnframt áminn- ingarspald um tannvernd. Magnea Þórey Hilmarsdóttir og Finnur Bjarki Tryggvason áttu saman tvö börn, Hilmar nítján ára og Andreu fimmtán ára, þegar þau ákváðu að eignast eitt til viðbótar. „Til að hafa eitthvað að gera,“ eins og Magnea orðar það glettin. Í stað eins fengu þau tvo litla gleðigjafa, þá Bjarka Leó og Bjart Elí, sem komu í heiminn í janúar síðastliðn- um. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Þeir áttu að koma í heiminn um miðjan apríl en í byrjun janú- ar kom í ljós að næring í gegnum naflastreng var farin að skerð- ast til annars tvíburans,“ út skýrir Finnur. Í framhaldi var ákveðið að fylgjast með en strax í næstu skoðun var ljóst að Magnea þyrfti að fara í keisaraskurð. „Það náð- ist að gefa mér sterasprautur til að hjálpa til við lungnaþroska og blóð- þrýsting strákanna,“ segir Magnea sem situr með sprækan Bjarka Leó í fanginu á heimili móður henn- ar í Mosfellsbænum. Þau Finnur búa á Hvolsvelli en koma reglu- lega í bæinn í eftirlit með strák- ana. Bjartur litli liggur hjá pabba sínum, töluvert minni en eineggja bróðir hans en samt afar líflegur að sjá eins og vera ber hjá heilbrigð- um dreng. „Það munaði ekki nema 200 grömmum á þeim við fæðingu en Bjartur hefur átt aðeins erfið- ara og hefur því þroskast hægar,“ útskýrir Magnea. Þau Finnur höfðu fengið að kynn- ast starfi vökudeildar aðeins áður en kom að keisaraskurðinum enda vissu þau að hún yrði heimili þeirra næstu mánuði. „Drengirnir okkar héldu læknunum alveg á tánum,“ segir Finnur, en eins og þau höfðu verið vöruð við gekk tilveran út á að fara eitt skref fram og tvö aftur. „Þeir fóru báðir í stóra aðgerð þar sem fósturæðin lokaðist ekki. Síðan fengu þeir ýmsar sýkingar og veikt- ust á víxl,“ lýsir hann og bætir við, „maður var oft skíthræddur.“ Þau Magnea dvöldu mikið á spítalanum en fengu til umráða íbúð Barna- spítalans í Eskihlíð. „Það bjarg- aði okkur alveg,“ segja þau, en að fimmtán viknum liðnum fengu bræðurnir að koma heim. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af. „Þegar við fórum í síð- ustu skoðun sagði læknirinn þeirra við mig að nú væru þeir orðnir venjulegir drengir,“ segir Magn- ea og kjassar Bjarka. Drengina nefndu þau strax og þeir fæddust en þeir voru skírðir í sumar um leið og Magnea og Finnur giftu sig. „Okkur fannst þá ekki koma annað til greina en að afþakka brúðkaupsgjafir og biðja gesti að gefa í styrktar sjóð fyrir vökudeild- ina,“ segir Magnea. „Það sló okkur á deildinni að í þessu flotta hús- næði voru langflest tækin merkt gjafir,“ segir Finnur, en þau hjón- in dást einlæglega að Kvenfélaginu Hringnum. Brúðkaupsgestirnir tóku við sér og nægilegt fé safnaðist til að kaupa tólf hægindastóla og kerru með lúxus stól. „Gjöfina keyptum við í samráði við starfsmenn vöku- deildarinnar,“ útskýrir Finnur. Magnea og Finnur eru sammála um að starfsfólk vökudeildarinnar sé til fyrirmyndar. „Þau tóku afar vel utan um okkur og gáfu mikið af sér,“ segir Finnur. „Við kynntumst starfsfólkinu vel og meira að segja reddaði Helga hjúkrunarkona okkur í sumar þegar hún kom austur og passaði strákana þegar við giftum okkur,“ segir Magnea glaðlega. Fjölskyldan hefur ekki alveg sagt skilið við vökudeildina. „Við komum alltaf á vökudeildina ef við eigum leið um. Það er líka gott fyrir for- eldra sem eru að ganga í gegnum þessa hluti að sjá börn sem hafa komist í gegnum ferlið og eru heil- brigð,“ segir Finnur. solveig@frettabladid.is Vorum oft hrædd um þá Tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí byrjuðu fyrstu fimmtán vikur ævinnar á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Foreldrar þeirra, Magnea og Finnur, gáfu deildinni brúðkaupsgjafir sínar til að þakka fyrir sig. Magnea með Bjarka Leó og Finnur með Bjart Elí. Þeir eru hressir drengir og hefur ekki orðið meint af fimmtán vikna dvöl á vökudeild í upphafi lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Greindarvísitala getur breyst á unglingsárum eftir því sem niður- stöður nýrrar rann- sóknar benda til. Gert var greindarpróf á fjórtán ára unglingum sem endurtóku prófið fjórum árum síðar. Sumir stóðu sig betur meðan aðrir komu verr út í seinna próf- inu. Áður var haldið að greindarvísitala héldist stöð- ug út lífið en svo virðist ekki vera. www.bbc.co.uk/news BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: ÍVAR ÖRN HANSEN S: 512 5429, GSM: 615 4349 ivarorn@365.is SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA Sérblað um fyrirtækjagjafir kemur út þann 9. nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.