Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 46
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 Miðvikud. 26.10. 21:00 Forsýning Fimmtud. 27.10. 21:00 Frumsýn. Laugard. 05.11. 22:30 2. sýning Fimmtud. 10.11. 22:30 3. sýning Föstud. 11.11. 22:30 4. sýning Laugard. 19.11. 22:30 5. sýning Miðasala á gamlabio.is og midi.is / Símimiðasölu Gamlabíós 563 4000 STEINI /PÉSI &GAUR Á TROMMU UPPSELT! Örfá sæti! MORGUNMATURINN „Það var engin athöfn, ég hef haft góðan tíma til að venjast þessu,“ segir Davíð Þór Jónsson sem varð í gær formlega guðfræðingur eða cand.theol. Davíð, sem hóf nám við guðfræðideildina fyrir tveim- ur áratugum, bjóst einna helst við að baka skúffuköku og hella upp á kaffi fyrir nánustu fjölskylduna þegar tími til slíks gæfist. Að gefnu tilefni er hins vegar rétt að taka fram að Davíð hefur ekki verið við nám í guðfræði- deildinni allan þennan tíma held- ur sinnti hann öðrum störfum en guðfræðibókunum í rúm þrettán ár. Davíð var meðal annars rit- stjóri hins erótíska tímarits Bleikt og blátt, stjórnaði útvarps- og sjón- varpsþáttum, var bæði spyrill og dómari í Gettu betur og annar hluti tvíeykisins Radíus-bræður. Davíð nýtti sumarið til að skrifa meistararitgerðina sem heitir því lítilláta nafni Satan og híbýli hans í boðskap Jesú frá Nasaret. Cand. theol-titillinn hefur því legið lengi í loftinu. „Þetta var svona „anti- climax því núna er maður bara kominn út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu.“ Davíð hefur fullan hug á því að fara í prest- skapinn en er ekkert ýkja bjart- sýnn á að það losni brauð á næstu tveimur til þremur árum. „En ef það losnar eitthvað sem ég hef áhuga á að þjóna þá auðvitað sækir maður um.“ Tilviljun ein réð því að Davíð hóf nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og hann ætlaði sér upphaflega aldrei að verða prestur. „Ég byrjaði í náminu af því ég vildi hætta sjómennsku og vera hjá fjölskyldunni. Ég ætlaði upphaflega að fara í íslensku en rakst á einhvern bækling og þar var námið í guðfræðinni á fremstu síðunum og mér fannst fögin líta út fyrir ákaflega skemmtileg. Ég fékk hins vegar enga köllun held- ur kynntist prestunum í náminu og varð smátt og smátt heillað- ur af starfinu. Það leggur heldur enginn á sig meistara gráðu í fagi sem hann hefur engan áhuga á að starfa við.“ freyrgigja@frettabladid.is DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON: NÚ HEFST LEITIN AÐ BRAUÐINU Frægasti guðfræðinemi landsins loks útskrifaður 20 ÁRA BIÐ LOKIÐ Davíð Þór Jónsson gekk inn í Háskóla Íslands og hugðist læra íslensku. Hann rakst hins vegar á bækling um guðfræðinámið og tuttugu árum seinna er hann formlega orðinn guðfræðingur eða cand.theol. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þeytingur með skyri, banana, jarðarberjum, haframjöli og myntu. Ef ég er að drífa mig þá gríp ég mér Hleðslu-prótíndrykk og banana.“ Daníel Ólafsson, plötusnúður og umsjónarmaður útvarpsþáttarins Hafarnarins á Rás 2. FRÉTTIR AF FÓLKI Magdalena Sara Leifsdóttir fyrirsæta, sem bar sigur úr býtum í Elite-keppninni í vor, heldur þann 24. nóvember til Sjanghæ til að keppa í alþjóðlegu Elite-keppninni. Nú er heimasíða keppninnar farin í loftið en þar eru allir keppendur kynntir. Hægt er að greiða hverjum keppenda atkvæði sitt og þeir sem hljóta mörg atkvæði fá aukið vægi í keppninni sjálfri. Hægt er að skoða og gefa Magdalenu atkvæði sitt undir slóðinni Elite- modellook.com/themodels/all/ iceland.html. Það er til mikils að vinna fyrir Magdalenu en bæði Cindy Crawford og Gisele Bündchen voru uppgötvaðar í keppninni. - áp „Við horfum til þess fyrirkomulags sem er við lýði hjá Virgin og Ryanair,“ segir Hermann Fannar Val- garðsson. Tvíeykið Hemmi og Valdi, eða Hermann Fannar og Valdimar Geir Halldórsson, skoða það nú af fullri alvöru að stofna flugfélag. Eða ferðaþjónustu- fyrirtæki með möguleika á flugrekstrarleyfi eins og þeir kalla það. Þetta staðfestir Hermann í samtali við Fréttablaðið en segir málið á viðkvæmu stigi. Hermann segir það ekki ókeypis að leigja og reka flugvél en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er startkostnaðurinn í kringum 200 milljónir. Hermann vildi sem minnst tjá sig um málið en sagði að hug- myndin væri sú að flugvél yrði tekin á leigu, hún nýtt til fullnustu og henni flogið hingað, smekkfullri af ferðamönnum. Flugið yrði bæði fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaðan verður flogið, það sé í skoðun. Hermann og Valdimar hafa að undanförnu gert sig gildandi í ferðaþjónustu með gistiheimilarekstri en þeir reka meðal annars Reykjavik Backpackers í hjarta Reykjavíkur og eru að fara að opna svipað gistiheimili á Akureyri. Þá reka þeir einnig tvö kaffihús við Laugaveginn; Tíu dropa og Nýlendu- vöruverslun Hemma og Valda. - fgg Hemmi og Valdi hefja sig til flugs DJARFIR OFURHUGAR Valdimar Geir og Hermann Fannar hafa í hyggju að opna ferðaskrifstofu með möguleika á flugrekstrar- leyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við erum spenntar að leyfa fólki að heyra afraksturinn enda höfum við tekið upp gríð- arlega mikið efni síðan við fluttum út,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona í hljómsveit- inni The Charlies. Eitt og hálft ár er liðið síðan Alma, Klara og Steinunn fluttu til Los Angeles með samning við Hollywood Records upp á vasann. Hinn 11. nóvember næstkomandi verður hægt að heyra forsmekkinn af fyrstu breiðskífu The Charlies sem Alma segir að komi út á næsta ári. Þá geta áhugasamir nálgast tóndæmi á nýrri heimasíðu þeirra, thecharliesofficial.com. „Við ákváðum að koma með svokallað mix- teip fyrst og gefa fólki tækifæri til að hlaða niður tónlistinni okkar frítt frá heimasíðunni,“ segir Alma en umrætt mixteip verður eins konar smáskífa með frumsömdu efni í bland við endurgerð lög. Ekki er algengt að popptón- listarmenn feti þessa braut í útgáfu en hingað til eru það aðallega plötusnúðar og hiphop-tón- listarmenn sem gefa út svona smáskífur. Smá- skífa The Charlies ber heitið Start a Fire og inniheldur brot af því sem þær hafa unnið að undanfarið ár. „Þetta eru sex lög sem gefa góða mynd af þeirri stefnu og stíl sem fyrsta breiðskífan okkar hefur að geyma. Meiripartinn unnum við með upptöku- og lagahöfundateyminu Stop- WaitGo,“ segir Alma en fyrsta lagið er samið af henni og strákunum í StopWaitGo og nefn- ist Monster (Eat Me). „Við stefnum á að koma með tónlistarmyndband við lagið fyrir jól en þá ætlum við að koma heim til Íslands. Þangað til verðum við önnun kafnar við að koma fram á hinum ýmsu tónleikastöðum og kynna nýja efnið okkar í Los Angeles.“ - áp Fyrsta útgáfa The Charlies verður mixteip ÖNNUM KAFNAR Þær Steinunn, Klara og Alma í The Charlies voru að opna vefsíðu þar sem verður meðal annars hægt að hlusta á nýju smáskífu þeirra Monster (Eat Me) frá og með 11. nóvember. MYND/GRÉTA KAREN GRÉTARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.