Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 8
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 TILBOÐ ELDSNEYTI STAÐIRMITT N1LÍFIÐDEKK NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ Með nýja N1 appinu geturðu keypt eldsneyti með símanum þínum, skoðað færslur og punktastöðu, kynnt þér N1 tilboðin, fundið næstu N1 stöð á korti og jafnvel réttu dekkin eftir bílnúmerinu þínu. Vertu með á nótunum og appaðu þig í gang með N1! 1 Fyrir hvaða samtök hefur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir brátt störf í Afganistan? 2 Hvað heitir plata Lou Reed og Metallica? 3 Hver var endurkjörinn varafor- maður Samfylkingarinnar um helgina? SVÖR 1 UN Women. 2 Lulu. 3 Dagur B. Eggertsson. VEIÐI Efra veiðisvæðið í Flókadalsá í Fljótum hefur verið auglýst til leigu að því er segir á angling.is. Kemur fram að Veiðimálastofnun hafi fyrst árið 2010 sundurgreint afla á þessari veiðislóð. Þá hafi veiðst 646 bleikjur. „Þarna er fyrst og fremst um sjóbleikjusvæði að ræða og má veiða með þremur stöngum í senn. Svæðið nær neðan frá Flókadals- vatni og fram að afréttargirðingu,“ segir á angling.is. Frestur til að skila tilboðum til Veiðifélagsins Flóka rennur út 17. nóvember. - gar Sjóbleikjuveiði fyrir norðan: Útboð í Fljótum á Flókadalsánni SJÓBLEIKJA Skemmtilegur veiðifiskur og frábær matfiskur. LÖGREGLUMÁL „Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax sam- band við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu. Fjórða málið þar sem níðst hefur verið á hryss- um með því að skera í kynfæri þeirra kom upp í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Það var kært til lögreglu eins og gert var í fyrri tilvikum. Í síðasta skiptið var um að ræða hryssu sem var mis- þyrmt í hesthúsi á Kjóavöllum. Árni Þór segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinni að rannsókn þessa máls, sem og máls- ins sem kom upp í síðasta mánuði þegar þrjár hryssur í beitarhólfi í Kjós reyndust vera illa útleiknar eftir að eggvopni hafði verið beitt á kynfæri þeirra. „Telji fólk sig sjá merki um áverka á hryssum er afar mikil- vægt að lögregla geti komið strax á staðinn, ekki nokkrum klukku- stundum eða sólarhringum síðar, og séð hvort um einhver verks- ummerki sé um að ræða. Því er afar áríðandi að fólk bíði ekki með tilkynninguna því ummerki á vett- vangi myndu geta leitt lögreglu áfram og sammerkt fleiri en einn stað ef til þess kemur.“ - jss Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar misþyrmingar á hryssum: Áríðandi að tilkynna níðið strax HROSS Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tvö dýraníðsmál. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrir lestur í Öskju fyrir helgi, sem var í til- efni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Frétta- blaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í vel- megun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höll- um fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri vel- megun.“ - þj Hagfræðingurinn Paul Collier um stöðu Íslands í þróunarsamvinnumálum: Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki MIKILVÆGI ÍSLANDS Paul Collier segir þróunarlönd geta lært mikið af upp- gangi Íslands úr fátækt til velmegunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRETLAND, AP Julian Assange, for- sprakki lekasíðunnar Wikileaks, segir að starfsemi hennar sé í hættu vegna fjárskorts. Takist ekki að bæta úr því fyrir áramót sé ekki grundvöllur fyrir frekari starfsemi. Vandinn stafar af því að fjármálafyrir- tæki á borð við Visa, Master- card og PayPal hættu fyrirvara- laust að taka við söfnunarfé til Wikileaks, sem átti að standa undir starfseminni. Birtingu gagna hefur því verið hætt í bili og öll áhersla lögð á fjáröflun næstu mán- uðina. - gb Wikileaks hægir á sér: Einbeita sér að fjáröflun í bili JULIAN ASSANGE LÍBÍA Þeir þrír menn sem taldir hafa verið ríkastir í heimi, Carlos Slim Helu, Bill Gates og Warren Buffett, eiga samkvæmt tímaritinu Forbes samtals 180 milljarða dala. Múammar Gaddafí átti hins vegar 200 milljarða dala þegar hann var drepinn í Líbíu á fimmtudaginn var, reynist útreikningar þeirra sem teknir eru til við að skoða málið réttir. Þetta jafnast á við 23 þúsund milljarða króna. Auðæfi sín geymdi Gaddafí að hluta á bankareikningum víða um heim, en hafði einnig fest þau að stórum hluta í fasteignum og fyrir- tækjum af ýmsu tagi. Nú þegar hann er látinn kemur í fyrsta sinn í ljós hversu mikil þau voru orðin. Og heildarupphæðin hefur komið verulega á óvart. Íbúar Líbíu eru 6,6 milljónir. Gad- dafí hafði því tekið frá fyrir sjálf- an sig 30 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern einasta íbúa landsins, eða sem svarar um það bil þremur og hálfri milljón króna. Þriðjungur landsmanna býr við fátækt sam- kvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Bráðabirgðastjórn byltingar- manna í Líbíu á þó ekki auðvelt með að koma höndum yfir þetta fé, enda hefur öllum refsiaðgerðum gegn Gaddafí enn ekki verið létt. Þær fólust meðal annars í því að eignir hans erlendis voru frystar. Bæði Bandaríkin, Evrópusam- bandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að frystingu verði aflétt hið fyrsta svo ný stjórnvöld í land- inu geti fengið þetta fé til umráða. Sameinuðu þjóðirnar hafa samt aðeins aflétt frystingu af 1,5 millj- arði dala, sem geymdir voru á bankareikningum í Bandaríkjunum. Helmingur þess fjár hefur þegar verið greiddur út af reikningunum. Tekjur Líbíu hafa einkum komið af olíusölu en Gaddafí hefur að auki óspart notað það fé, sem hjálpar- samtök og alþjóðastofnanir veittu í efnahagsaðstoð af ýmsu tagi, til eigin nota og í þágu fjölskyldu sinn- ar. Aðstoð við íbúa landsins sat því á hakanum, einkum aðstoð við íbúa í austurhluta landsins sem jafnan hafa verið heldur andsnúnari stjórn hans en íbúar vesturhlutans. Áður en Gaddafí hraktist frá völdum var vitað um ríflega hundr- að milljónir dala, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi, Englandi og Þýskalandi höfðu fryst. Þegar farið var að athuga fjár- reiður Gaddafís komu tugir millj- arða í ljós sem geymdir voru í flestum stærri löndum heims, þar á meðal í flestum löndum Mið- Austurlanda og Suðaustur-Asíu. gudsteinn@frettabladid.is Gaddafí var líklega ríkasti maður heims Múammar Gaddafí átti meiri eignir en þrír ríkustu menn heims eiga sameigin- lega, reynist fyrstu útreikningar réttir. Dulið fé á reikningum, húseignir og hlutabréf fyrir tugi milljarða dala hafa skotið upp kollinum við rannsókn. LÍBÍSK BÖRN Auðæfi Gaddafís nema 3,5 milljónum króna á hvert mannsbarn í landinu, samtals um það bil 23 milljörðum króna. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.