Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 20116 Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is JEPPADEKK Hjá Arctic Trucks færðu vönduðu heilsársdekkin frá Dick Cepek - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA Á STAÐNUM! Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu Skjót og góð þjónusta! Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjón- ustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, al- mennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arc- tic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk há- gæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunar- stjórinn Gunnar Haralds son. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkró- skurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sér- staklega hannað fyrir íslensk- ar aðstæður og þá aðallega hugs- að um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðar leg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þess- um stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvem- ber.“ Gunnar segir marga viðskipta- vini Arctic Trucks vera áhuga- fólk um jeppa og útivist. Fyrir- tækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólks- bíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veit- um er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“ Við bjóðum vetrardekk frá virtum framleiðendum, til dæmis hinum þýska Cont- inental en vetrardekk frá honum urðu í efsta sæti í árlegri norrænni gæðakönnun (naf.no) á vetrarhjól- börðum,“ segir Jón Ágúst Stefáns- son, sölustjóri Sólningar. Hann segir Continental-dekk áður hafa skorað hátt í slíkum könnunum og vera sigurvegara í prófunum þýsku bifreiðasamtakanna í ár. En hvað gerir þau svona sérstök? „Þau eru svo vel míkróskorin, mjúk og skemmtileg, enda með hátt hlut- fall náttúrugúmmís. Sum dekk harðna í frosti en það gera Cont- inental-dekk ekki,“ útskýrir hann og segir þau fást óneglanleg, negl- anleg og með nöglum sem Cont- inental lætur hanna sérstaklega og hefur einkaleyfi á. Sólning var stofnuð 1969 og þar eru menn með áratuga starfs- rey nslu. Hjólbarðaverkstæði Sólningar eru þrjú og staðsett á Smiðjuvegi, Selfossi og í Njarð- víkum. Einnig er Sólning eigandi Barðans í Skútuvogi og með dreif- ingaraðila um allt land að sögn Jóns Ágústs sem segir fyrirtækið hafa hætt sólningu dekkja fyrir tíu árum, þrátt fyrir nafnið. Þótt Continental sé rjóminn í dekkjunum hjá Sólningu þá flyt- ur fyrirtækið líka inn önnur frá- bær dekk. Til dæmis jeppa- dekk frá Mastercraft sem rjúka út vegna sinna gæða. Jón Ágúst telur upp fleiri velþekkt dekkja- merki, svo sem Hankok sem hefur verið á markaði í áraraðir hér á landi. „Hankok-dekkin eru í milli- verðflokki,“ segir hann og nefn- ir önnur sem Hankok framleiðir, þau heita King Star og eru í ódýrari kantinum þrátt fyrir nafnið. Taí- lensku dekkin Nankang eru þó ódýrust af þeim sem Sólning selur. „Nankang-dekkin eru mikið keypt undir fólksbíla og minni sendi- ferðabíla,“ upplýsir Jón Ágúst. Hin árstíðabundnu dekkja- skipti byrjuðu af krafti fyrir um viku að sögn Jóns Ágústs sem tekur fram að Sólning geymi dekk fyrir almenning á öllum sínum verkstæðum. Selja sigurvegara í árlegri gæðakönnun Sólning er rótgróið hjólbarðaverkstæði með starfsemi á Smiðjuvegi í Kópavogi, Selfossi og í Njarðvíkum. Meðal reynslubolta fyrirtækisins er Jón Ágúst Stefánsson sölustjóri. „Sum dekk harðna í frosti en það gera Continental-dekkin ekki,“ segir Jón Ágúst Stefáns- son, sölustjóri hjá Sólningu. MYND/GVA Slitsterk jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður Gunnar segir fáa dekkjaframleiðendur enn framleiða 38 tommu dekk og því séu AT405 dekkin frá Arctic Trucks mjög eftirsótt. Þótt enn sé snjólaust og haustið milt veit enginn hvenær vetur skellur á af þunga og gott er að vera þá vel undirbúinn. Gætilegur vetrarakstur Ökumenn þurfa að huga að ýmsu þegar vetur nálgast og þótt veður sé gott um þessar mundir geta veður skipst skjótt á lofti og mikilvægt að vera með allt til reiðu. Viðbúið er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum þéttbýlis- kjörnum muni aka á söltuðum götum í vetur og til að verja bílinn getur skipt öllu að þrífa bílinn og bóna reglulega og vernda þannig lakkið frá tæringu. Flestir kannast við þá daga þegar frostið fer langt niður og hvernig það getur tekið langan tíma að ná að opna bílinn þar sem læsingin er frosin. Því er þess virði að vera snemma í því að smyrja læsingar með lásaolíu. Í bílnum er gott að hafa alltaf nokkra hluti tiltæka, hvort sem kalt eru úti eður ei. Fremst fer þar snjóskafan, góðir vettlingar eða hanskar og sólgleraugu, þar sem sól er oft lágt á lofti á háannatíma í umferðinni, og vasaljós. Létta skóflu er gott að hafa ef moka þarf út og keðjur og startkaplar koma sér líka vel. Önnur veigamikil atriði má lesa sér nánar til um á góðum vefsíð- um og má þar benda á heimasíðu Félags íslenskra bifreiða eigenda, fib.is. Þá gaf Þjónustudeild Vegagerðarinnar fyrir nokkrum árum út leiðbeiningar um vetrarakstur. Þær má finna á heimasíðu Vega- gerðarinnar, vegagerdin.is. Þar er meðal annars farið yfir hvernig haga skal akstri þegar skyggni er slæmt, þegar hálka er úti og hvernig ökumaður skal bregðast við ef bíllinn skrikar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.