Fréttablaðið - 11.11.2011, Page 18

Fréttablaðið - 11.11.2011, Page 18
18 11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 L ögreglan hefur beitt símahlerunum í mjög vaxandi mæli við rannsókn sakamála á undanförnum árum. Undanfarin tvö ár hafa dómstólar þannig kveðið upp rúmlega 170 úrskurði á ári sem heimila lögreglu að hlera síma fólks. Framan af þessu ári virðist þróunin sú sama. Sjálfsagt munar hér talsvert um rannsóknir embættis sérstaks saksóknara, sem fékk 72 sinnum heimild til símhlerana í fyrra. Símahleranir geta verið nauðsynlegt rannsóknarúrræði en mikil- vægt er að beita því ekki of frjálslega, þar sem þær vega augljós- lega að friðhelgi einkalífs. Ýmsir hafa þó áhyggjur af að á eftirlit með þeim skorti. Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, gagnrýndi skort á eftirliti með hlerununum í pistli sínum hér í blaðinu í byrjun mánaðarins. Hann benti á að ríkissaksóknari ætti að fylgjast með að lögreglustjórar sinntu þeirri skyldu sinni að tilkynna þeim sem væru hleraðir um það eins fljótt og verða mætti, en saksóknari hefði upplýst að því eftirliti væri lítið sinnt vegna fjárskorts. Róbert lagði sömuleiðis til að skoðað yrði hvort ástæða væri til að skipa sérstakan talsmann þess sem væri hleraður, líkt og tíðk- ast í Danmörku og Noregi. Vegna þess að enginn gætir hagsmuna þess sem sætir rannsókn eru dómsúrskurðir um símhleranir aldrei kærðir til Hæstaréttar. Aukinheldur liggja engar upplýsingar fyrir um hversu mörgum hleranabeiðnum dómstólar hafna. Þá taldi Róbert vafa leika á hvort við brotum sem sérstakur saksóknari rannsakaði lægi í öllum tilvikum nægilega þung refsing til að rétt- læta að þessu rannsóknarúrræði væri beitt. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, tók undir gagnrýnina í helgarblaði Fréttablaðsins. Það sama gerðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og daginn eftir gat Fréttablaðið sagt frá því að saksóknari hygðist nú efla eftirlitið og krefðist þess af dómstólum að fá afrit af öllum úrskurðum í hlerunarmálum, sama hvort hleranir væru samþykktar eða ekki. Í gær sagði Fréttablaðið síðan frá því að starfsmaður símafyrir- tækis lægi undir grun um að hafa hlerað símtal í heimildarleysi. Það er ósannað hvort svo er, en einnig kom fram að ekkert ytra eftirlit væri með framkvæmd símahlerana hjá símafyrirtækjunum. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, telur að nauðsynlegt sé að lögreglan athugi bakgrunn starfsmanna sem taki þátt í framkvæmd símahlerana. Almenningur verður að geta treyst því að lögregla beiti ekki símahlerunum nema rík ástæða sé til og grunur leiki á alvarlegum glæpum. Fólk verður sömuleiðis að geta treyst því að fjarskipta- leynd sé rækilega tryggð hjá símafyrirtækjunum. Það eru gagn- kvæmir hagsmunir þeirra og viðskiptavinanna að meira eftirlit sé með þeim starfsmönnum sem taka þátt í að framkvæma hleranir. Síðast en ekki sízt hlýtur ríkissaksóknari að verða að gegna sínu lögbundna eftirliti með rannsóknum lögreglunnar. Þar geta menn ekki borið fyrir sig fjárskort. Ef lögreglan hefur mannskap til að hlera 170 manns á ári verður saksóknari að hafa mannskap til að hafa eftirlit með þeirri starfsemi. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Nú hillir undir að Rammaáætlun fái formlega stöðu eftir afgreiðslu Alþingis. Fjöldi fólks hefur komið að undirbúningi áætlunarinnar, þar á meðal margt færasta vísindafólk þjóðar- innar. Orkuveita Reykjavíkur hefur átt þess kost að koma að undirbúningi og mótun þeirra aðferða sem beitt hefur verið til að ná víðtækri sátt um orkumál eftir áralangan ágreining. Fyrir það er þakkað. Allt frá því snemma á síðustu öld hafa Reykvíkingar þurft að sækja sér orku til lýsingar og hitunar í önnur sveitar félög. Höfuðborgin stendur á nesi og hefur neysluvatn, rafmagn og heitt vatn verið sótt sífellt austar, fyrst í Elliðaárnar og nú síðast upp undir Hengil. Hagsmunir borgarsamfélagsins hafa því lengi legið í því hvaða aðgang það hefur að orku- gjöfum til langrar framtíðar. OR sér þorra Íslendinga fyrir hita- veitu. Í umsögn sinni um Rammaáætlun leggur fyrirtækið áherslu á að orku- vinnsla til lengri framtíðar sé ekki úti- lokuð á þeim hluta Hengilssvæðisins sem talið er best fallið til slíkra umsvifa, þ.e. við Bitru. Það er mikilvægt að Orku- veitan hafi tiltæk nokkur vinnslusvæði í Henglinum sem sátt er um að nýta í áföngum. Þau þurfa að tryggja örugga orku á veitusvæðinu en einnig þurfa þau að standa undir sjálfbærum rekstri jarð- hitasvæðanna. Stjórn OR hefur nýlega ítrekað að engin áform séu að svo stöddu um bygg- ingu Bitruvirkjunar. Litið til framtíðar leggur OR til að Bitru verði raðað í bið- flokk. Með því að setja nýtingu þar í bið er skapað svigrúm til að fara heild- stætt og vandlega yfir mið- og austur- hluta Hengilsvæðisins og ganga lengra í greiningu, samráði og stefnumörkun en gert hefur verið til þessa. Þannig verður unnt að afla frekari upplýsinga og fá fram betri lausnir, byggða á reynslu, en hingað til um hvaða áhrif orkunýting þar muni hafa á náttúrufar og útivistargildi svæðisins. Það er sú leið sem OR vill fara. Þeim upplýsingum og sjónarmiðum sem að baki henni búa er lýst í umsögn OR sem birt er á www.rammaaaetlun.is. Langtímaáætlun um verndun og orkunýtingu Orkumál Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Valið af handahófi? Frumtök, Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar og þjónustu hafa unnið heljarinnar greiningu á íslenskum lyfjamarkaði og falið hana velferðarráðuneytinu til úrvinnslu. Greiningin er allrar athygli verð, og ekki síður myndavalið í skýrslunni. Forsíðuna prýðir mynd af dreyminni ungri konu sem flatmagar á grasbala og er ekki sýnilega lyfjuð eða lasin. Inni eru tvær myndir, önnur af miðaldra fólki í gönguferð og hin af konu sem liggur innan um haustlauf og les í bók. Það þarf býsna skapandi hugsun til að tengja þetta íslenska lyfjamarkaðnum og að manni læðist sá grunur að höfundar hafi tekið rannsóknir sínar á honum skrefi of langt. Engin meiri háttar mistök Jónas Fr. Jónsson hefur frá hruni haldið því sjónarmiði ötullega á lofti að hann hafi ekki gert nein alvarleg mistök við stjórnvölinn hjá Fjármála- eftirlitinu. Stofnunin hafi bara verið undirmönnuð og því ekki í stakk búin til að fylgja eftir örum vexti bankanna. Íslenski súrrealisminn Þess vegna jaðrar það við súrrealisma að Jónas skuli núna verja hendur Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslenska lífeyris- sjóðsins, í dómsmáli gegn FME. FME telur að Ingólfur hafi sýnt lausatök við stjórn sjóðsins árið 2008, ekki brugðist rétt við aðstæðum og matað FME á röngum upplýsingum – og það í forstjóratíð Jónasar. Hlutverk Jónasar er að reyna að sannfæra dómara um að starfsfólk FME, þeirra á meðal Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri hans um árabil, sé úti að aka í málinu. Þessu rugli tryðu líklega fáir utan landsteinanna. stigur@frettabladid.is Eftirliti með símahlerunum ábótavant: Hver er að hlusta?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.