Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 30
JÓLABAKSTUR „Ensk jólakaka er sparikaka og engin jól í Ástralíu ef kökuna vantar á borðið,“ segir Deborah yfir bakstrinum sem hún hóf að þróa þegar hún flutti til Íslands fyrir 21 ári, því heima í Ástralíu er vaninn að kaupa jólakökuna úr búð. „Það er lítið mál að baka enska jólaköku þótt í hana fari margvís- legt hráefni. Ég vil vökva hana í mánuð og geta byrjað að smakka um miðja aðventu, en kakan er svo mikið spari að maður fær sér nett- ar sneiðar og lætur hana duga til áramóta. Heimilisfólkið er sólgið í kökuna, en ég fel hana í lokuðu boxi þar sem enginn finnur hana,“ segir Deborah hlæjandi og sæl á íslenskum vetri, þegar sumartíð stendur sem hæst í Ástralíu. „Jól í Ástralíu eru yfir grilli á ströndinni eða við sundlaug. Þar er útilokað að innbyrða þungan mat vegna hita og flestar jólagjaf- ir snúa að sumrinu. Íslensk jól eru því miklum mun hátíðlegri og það þykir mér yndislegt, eins og ljós í glugga, bakstur á aðventu og allar hefðirnar. Mamma hefur átt ein jól hjá okkur og fannst þau henn- ar allra bestu á ævinni,“ segir Deborah, sem ávallt heldur tvenn pakkajól við fögnuð barna sinna. „Ég vil opna pakkana frá minni fjölskyldu á jóladagsmorgun eins og tíðkast í Ástralíu en á aðfanga- dagskvöld höldum við íslensk jól. Ég fæ alltaf heimþrá af og til, þótt mér líði vel á Íslandi, en það á trú- lega við alla sem búa fjarri ætt- jörð sinni og ekki síst um jól.“ thordis@frettabladid.is Ekki jól án jólakökunnar Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku. Deborah er fædd á Nýja-Sjálandi en fluttist átta ára til Ástralíu. Hún útskrifaðist af skrifstofubraut MK í vor og leitar nú að vinnu. Hér bakar hún með syninum Andrew og setur líka jólakökudeig í múffuform til fallegra vinagjafa á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kökukefli og piparkökuform sem og annað dót til jólabaksturs er gott að vera búinn að finna til nokkrum dögum áður en sjálfur baksturinn hefst. Stundum eru þessir hlutir ekki á vísum stað og þarf að eyða drjúgum tíma í að finna þá. Eða þá kaupa einhver tól til bakstursins sem vantar upp á. 340 g smjör (mjúkt) 2 bollar púðursykur 6 egg 2 og 2/3 bollar hveiti klípa af salti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. allrahanda 1 tsk. negull 1 tsk. kanill 340 g ljósar rúsínur 340 g dökkar rúsínur 340 g kúrennur (ég hef notað þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita) 115 g súkkat 180 g kokkteilber (bland- aðir litir) ½ bolli afhýddar möndlur, hakkaðar fínt fínt rifinn börkur og safi úr sítrónu ¼ bolli romm/sérrí/ brandí (eða appelsínu- safi) Setjið bökunarpappír í kringlótt kökuform. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við eggjum, einu í einu, ásamt hluta hveitis. Sigtið nú hveiti í aðra skál og bætið við salti, lyftidufti og kryddi. Hrærið saman og blandið út í þurrkuðum ávöxtum, súkkati, kokkteil- berjum og hökkuðum möndlum. Hrærið eggja- og smjörblöndu, sítrónuberki, sítrónu- safa og helmingi áfengis saman við. Hellið deiginu í form og sléttið úr. Bökunartími ræðst af lögun og stærð forms- ins. Mælt er með bökun í 3½ klukkustund, en best að athuga kökuna eftir 1½ klukkustund. Stingið þá prjóni í kökuna. Ef hann er þurr og kakan hæfilega stíf er hún tilbúin. Bakist við 140°C. Vökva þarf kökuna einu sinni í viku með afgangi af víni eða appelsínusafa, um 2-3 matskeiðar hverju sinni. Best er að stinga á hana göt með prjóni svo vökvinn renni betur inn í hana. Kakan er tilbúin eftir mánuð en sumir geta ekki beðið svo lengi. ENSKA JÓLAKAKAN HENNAR DEBORUH Krydduð, áfeng og gómsæt á aðventunni og yfir hátíðarnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.