Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 34
4 föstudagur 11. nóvember
B
ryndís er uppalin í
Þorlákshöfn og hóf
snemma að æfa sund
hjá móður sinni sem
var sundþjálfari. Hún
náði góðum árangri sem sund-
kona og setti alls sjötíu Íslandsmet
í sundi, keppti fyrir hönd Íslands
á þremur Evrópumeistaramótum
og einnig á Ólympíuleikunum
árið 1988. Bryndís kemur úr mik-
illi sundfjölskyldu og á tímabili
voru öll fjögur systkinin í lands-
liðinu á sama tíma. „Við höfum öll
synt með landsliðinu og á einum
tímapunkti vorum við öll í lands-
liðinu á sama tíma, sem þótti afar
sérstakt.“
Tuttugu og fjögurra ára gömul
ákvað Bryndís að tími væri kom-
inn til að huga að framhalds-
lífi eftir sundið og hóf nám við
Íþróttakennaraskólann á Laugar-
vatni. Hún vildi þó ekki hætta al-
farið allri íþróttaiðkun þó að sund-
gleraugun voru komin á hilluna og
hóf að æfa kraftlyftingar og júdó.
Árið 1995 útskrifaðist Bryndís frá
Laugarvatni og sama ár vann hún
titilinn Sterkasta kona Íslands í
fyrsta sinn.
„Ég kynntist síðan þýskum
manni og flutti út til Þýskalands
og bjó þar í ein tíu ár og keppti á
meðan bæði í sundi og í aflraun-
um. Ég bjó í litlum bæ rétt fyrir
utan München í Suður-Þýskalandi
og þar ríkti mikil sveitamenning
sem átti ágætlega við mig.“
DREGUR OG ÝTIR BÍLUM
Bryndís segist alltaf hafa verið sterk
og að það sé ekki mikill munur á
styrk hennar nú og árið 1995. „Það
er helst munur á styrk í búknum
sjálfum, ég hef lagt meiri áherslu á
það undanfarið. En einhvern tímann
náði ég að lyfta 200 kílóum í rétt-
stöðulyftu með stöngina fyrir ofan
hné. Ég tel að ég gæti náð því líka
í dag ef ég reyndi. Ég tók 180 kíló á
æfingu um daginn og ég held ég sé
alveg jafn sterk núna og ég var þá.“
Innt eftir því hvort aflraunum
fylgi mikil slysahætta segir Bryn-
dís slysahættuna helst fólgna í því
að vera illa undirbúin fyrir keppni.
„Maður þarf að þjálfa með það í
huga að það koma alltaf hreyfing-
ar sem eru ekki væntanlegar. Maður
þarf að vera í góðu formi og beita
sér rétt.“
Bryndís segir kraftakeppni í
raun ganga út á það að hreyfa hluti
sem eru sýnilegir í okkar daglega
lífi. „Við drögum og ýtum bílum,
lyftum lóðum, berum sandpoka
og lyftum trédrumbum. Við þurf-
um líka að halda á alls konar hlut-
um út frá líkamanum eins lengi og
hægt er, þetta eru til dæmis ket-
ilbjöllur eða sverð. Til að sigra í
svona keppni þarf maður að vera
ofarlega í öllum greinunum, það er
vont að vera lélegur í einni grein
því þá á maður á hættu að tapa
niður stigum.“
Þegar Bryndís er spurð hvort
hún sé ekki fyrsta manneskj-
an sem vinir og vandamenn leiti
til ef bíllinn festist í skafli skell-
ir hún upp úr. „Ég geri ekki svo-
leiðis og reyni sjálf að eiga góðan
bíl sem festist ekki í sköflum. Það
er þó vissulega praktískt að vera
sterkur, ég finn til dæmis sjaldan
til mikillar þreytu eftir vinnudag-
inn og get því komið heim og átt
góðan eftirmiðdag með börnun-
um og góðan svefn. Þetta fæst allt
með íþróttaiðkun og því að halda
sér í góðu formi.“
„FJÓRBURAR“ Á HEIMILINU
Bryndís er í sambúð með Bene-
dikt Magnússyni, heimsmeistara
í kraftlyftingum og þjálfara. Þau
kynntust árið 2009 þegar Bryn-
dís var dómari í keppninni um
sterkustu konu landsins og var
Benedikt aðstoðardómari henn-
ar. „Það skemmtilega við þetta er
að við eigum bæði tvíbura sem
fæddust með fjögurra daga milli-
bili. Ég á stelpu og strák og hann á
tvær stelpur og öll eru þau þriggja
og hálfs árs gömul. Heimilinu er
stjórnað með harðri hendi og
við reynum að halda uppi mikl-
um aga. Við öðluðumst bæði mik-
inn sjálfsaga með öguðu uppeldi
og viljum að börnin okkar öðlist
þennan sjálfsaga líka. Það gerir
eigið líf mikið auðveldara. Það er
ofboðslega mikil vinna að ala upp
„fjórbura“ og við skiljum hvort
annað ógjarnan eftir eitt með öll
fjögur heldur reynum að vera allt-
af tvö,“ segir hún og hlær.
Benedikt stundar sjálfur kraft-
lyftingar og þjálfar einnig Bryn-
dísi fyrir mót og því er ekki nema
von að börnin séu farin að sýna
íþróttinni einhvern áhuga. „Þau
fylgjast með æfingum og lyfta öllu
sem hægt er að lyfta og vilja endi-
lega prófa að taka í lóð. Þau herma
eftir því sem fyrir þeim er haft.“
SKILUR FORVITNINA
Bryndís segist aldrei hafa upplif-
að annað en jákvæð viðbrögð frá
fólki í kringum sig en segir Bene-
dikt oftar fá spurningar frá for-
vitnu fólki en hún sjálf. „Ég held
að fólk sé frekar að læða spurn-
ingum að Benedikt en að mér. Ég
skil svo sem forvitnina því ég er 85
kíló að þyngd og er „humongous“
núna þar sem ég át á mig ein fimm
kíló fyrir keppnina og vöðvarnir því
allir fullir af næringu og vatni. Ég
veit ekki hvaða álit karlmenn hafa
á þessu, sumir hrífast en þeir sem
eru neikvæðir halda því oftast bara
fyrir sig,“ segir hún glettnislega.
„Það eru margir sem pæla í kven-
leika og lyftingum og ég hef áður
sagt að maður eigi ekki að blanda
þessu tvennu saman. Maður á að fá
að vera íþróttakona í friði án þess
að þurfa að vera í G-streng og með
tútturnar út í loftið. Fólk á að virða
íþróttamanninn, sama hvort það
sé karl eða kona, og leyfa honum
að stunda þá íþrótt sem hann vill
án úreldra hugmynda um hvað sé
karlaíþrótt eða konuíþrótt. Fitness
finnst mér til dæmis út í hött því ef
tveir kvenkyns keppendur eru jafn-
ir að stigum og önnur er flöt en hin
með sílíkon þá vinnur þessi með
sílíkonið. Mér finnst það gera lítið
úr konunni og ég færi sjálf aldrei í
fitness bara út af þessu.“
Bryndís Ólafsdóttir
hlaut titilinn Sterkasta
kona Íslands á laugar-
daginn var. Hún er marg-
faldur meistari og er
þetta í fimmta sinn sem
hún hampar titlinum.
Viðtal: Sara McMahon
Mynd: Valgarður Gíslason
Ég veit ekki hvaða álit karlmenn hafa
á þessu, sumir hrífast en þeir sem eru
neikvæðir halda því oftast bara fyrir sig.
DREGUR EKKI
BÍLA UPP ÚR
SNJÓSKÖFLUM