Fréttablaðið - 19.11.2011, Síða 30
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR30
S
ystkinin Þórarinn, Sig-
rún og Ólöf Eldjárn hafa
öll lifað og hrærst í heimi
bókmenntanna um ára-
bil, hvert á sínu svið-
inu. Öll komu þau með
myndarlegum hætti að bókaút-
gáfu þetta haustið. Nýútkomin er
bók Sigrúnar, Náttúrugripasafnið,
sem er framhald af Forngripasafn-
inu sem kom út í fyrra. Hávamál
hafa verið gefin út í nýrri útgáfu,
þar sem Þórarinn enduryrkir spak-
mæli Óðins við myndir Kristínar
Rögnu Gunnarsdóttur.
Ólöf heldur sig meira á bak við
tjöldin en þau hin. Hún þýddi hina
vinsælu bók Húshjálpina eftir Kat-
hryn Stockett yfir á íslensku og þá
sat hún í ritnefnd fyrir Íslenska
listasögu, sem kom út fyrr í haust
í fimm bindum. Það má því fast-
lega gera ráð fyrir að Eldjárn-
snafnið komi upp úr ansi mörgum
jólapökkum þetta árið. Aðeins eitt
systkinanna gefur ekkert út fyrir
jólin. Það er yngsti bróðirinn,
Ingólfur Eldjárn tannlæknir.
Ólöf: „Það hefði nú verið gaman
að hafa hann með í þessu viðtali.“
Sigrún: „Já, en hann er náttúr-
lega að vinna, annað en við hin!“
Engin stimpilklukka heima
Öll starfa þau sjálfstætt, bóka-
systkinin þrjú. Það hefur ýmsa
kosti, svo sem þá að hægt er að
bjóða blaðamanni í kaffispjall og
súkkulaði klukkan 10 að morgni.
En eru þau ekki alltaf í vinnunni?
Ólöf: „Ég fer í vinnuna inn í
mitt vinnuherbergi og er farin úr
vinnunni þegar ég er komin út úr
því.“
Sigrún: „En ertu ekki stundum
inni í herberginu þegar þú átt að
vera komin út úr því?“
Ólöf: „Jú, reyndar stundum, sér-
staklega þegar ég er að þýða.“
Þórarinn: „Ertu með stimpil-
klukku í þessu herbergi?“
Ólöf: „Nei, svo er ei!“
Sigrún: „Ég veit eiginlega aldrei
hvort ég er í vinnunni eða ekki.
Annaðhvort er ég alltaf í vinnunni
eða alltaf í fríi. Ég geri engan
greinarmun á þessu.“
Þórarinn: „Þetta er eiginlega
þannig hjá mér líka, þótt það sé
misjafnt eftir því hvar verkefnin
eru stödd. Annars eru þeir sem
eru að semja eitthvað aldrei í fríi.
Því jafnvel þegar maður sefur
getur mann dreymt eitthvað sem
er mikilvægt að ná niður á blað.“
Sigrún: „Það er alveg hræðilegt
að vita að maður hafi fengið alveg
ofboðslega góða hugmynd en geta
engan veginn munað hver hún var.“
Þórarinn: „Og hugmyndin verð-
ur æ betri eftir því sem maður
gleymir henni rækilegar.“
Æskuárin á Þjóðminjasafninu
Nýja bókin hennar Sigrúnar, Nátt-
úrugripasafnið, er önnur bókin í
þríleik um Rúnar, sem flytur út
á land með pabba sínum þar sem
hann verður safnstjóri.
Sigrún: „Þetta er sprottið út frá
því að við ólumst upp á Þjóðminja-
safninu, þar sem pabbi var þjóð-
minjavörður. Í þá daga var ekk-
ert náttúrugripasafn til sýnis, en
það var í geymslu niðri í kjallara.
Maður rakst því stundum á þessi
uppstoppuðu dýr. Í húsinu var líka
Listasafn Íslands og vaxmyndsafn.
Alls konar spennandi hlutir!“
Ólöf: „Okkur fannst þetta svo
sem ósköp eðlilegur staður til að
alast upp á. Það var helst að vinum
manns úr skólanum hafi þótt þetta
spennandi staður.“
Af safninu á Bessastaði
Eins óvenjulegt æskuheimili og
Þjóðminjasafnið var tók ekki
venjulegra heimili við næst. Faðir
þeirra systkina, Kristján Eldjárn,
tók við forsetaembættinu árið 1968
og þá fluttist hersingin að Bessa-
stöðum, að Ólöfu undanskilinni.
Ólöf: „Ég var flutt að heiman
þegar þau fóru á Bessastaði. Ég
var farin til útlanda til náms en ég
dvaldi á Bessastöðum á sumrin og
part úr vetri.“
Þórarinn: „Fyrsta árið sem pabbi
og mamma voru þarna var ég í 6.
bekk í Menntaskólanum. Svo fór
ég utan til náms. Eftir að ég gifti
mig bjuggum við hjónin svo eitt ár
á Bessastöðum.“
Sigrún: „Ég var 14 ára þegar
pabbi varð forseti og bjó á Bessa-
stöðum í fimm ár. Ég var náttúr-
lega unglingur og mig langaði
ekkert sérstaklega að flytja út í
sveit. En ég gerði það nú samt.
Við vorum keyrð í skólann á
morgnana, ég, dóttir bílstjórans
og sonur ráðskonunnar. Oft tók
ég Hafnarfjarðarstrætó heim og
þurfti þá að fara út við afleggjar-
ann. Þangað var ég oftast sótt, en
stundum gleymdist það og þá fór ég
bara heim á puttanum. Það var að
mörgu leyti ágætt að vera þarna.
Það var hægt að fara á skauta á
tjörninni og svo var þarna æðar-
varp sem var gaman að ganga um,
ef maður mundi eftir að girða bux-
urnar ofan í sokkana svo maður
fengi ekki á sig fló.“
Ólöf: „Það var nú eiginlega bara
yngsti bróðir okkar sem má segja
að hafi alist upp á Bessastöðum.
Hann var sjö ára þegar var flutt á
Bessastaði og fór í sveitaskólann.“
Fólkið valdi sinn mann
En var það ekki undarleg stund
þegar pabbi þeirra varð forseti?
Ólöf: „Þetta var auðvitað stórt
skref að stíga en maður tók þessu
bara eins og öðru.“
Sigrún: „Það var kannski aðal-
lega í kosningabaráttunni sem
þetta var svolítið skrýtið.“
Þórarinn: „Já, en maður bara
reyndi að leiða hana hjá sér eins
og hægt var.“
Ólöf: „Hann var kosinn með
miklum meirihluta.“
Sigrún: „Hann var náttúrlega að
keppa við pólitíkus, en fólkið valdi
sinn mann.“
Þórarinn: „Ég held að hann sé
eini forsetinn sem hefur verið
kjörinn með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Að vísu var einu
sinni kona sem gerði Vigdísi þann
greiða að bjóða sig fram gegn
henni. Þar með fékk hún um 90 pró-
sent atkvæða þeirra sem mættu á
kjörstað.“
Ólöf: Hann sat þrjú kjörtímabil
en ætlaði svo að snúa sér af fullu
afli að fræðunum.“
Sigrún: „En hann fékk bara tvö
ár. Það var svolítið svindl.“
Þórarinn: „Hann þurfti að fara
í hjartaaðgerð í Bandaríkjunum
vegna kransæðasjúk-
dóms. Þessi ferð end-
aði öðruvísi en til stóð
en hann fékk blóðtappa
eftir aðgerðina. Hann
var 65 ára. Maður áttar
sig æ betur á því, eftir
því sem maður færist
nær í aldri, að hann var
kornungur maður þegar
hann lést.“
Myndskreytt og
ljóðskreytt
Allir sem hafa fylgst
með íslenskum barna-
bókmenntum undan-
farin 20 ár vita að
þau Sigrún og Þórar-
inn vinna oft saman
að bókum sínum. Oft-
ast er það Sigrún sem
myndskreytir bækur
Þórarins en stundum
ljóðskreytir Þórarinn
bækur Sigrúnar.
Sigrún: „Það er svo-
lítið skemmtilegt að
breyta til á þennan máta. Við höfum
unnið nokkrar bækur þannig að ég
mála myndirnar fyrst og Þórarinn
ljóðskreytir svo. Fyrst var það bók
sem heitir Gleymmérei og svo bæk-
urnar Stafrófskver og Talnakver.“
Þórarinn: „Og svo náttúrlega
bókin Tíu litlir kenjakrakkar. Þar
settum við líka Íslandsmet í hraða.
Sigrún kom með hugmyndina, í
kjölfarið á þessu mikla uppþoti
vegna endurútgáfu Tíu lítilla neg-
rastráka. Frá því hugmyndin kvikn-
aði og þangað til bókin kom út liðu
6 vikur.“
Sigrún hefur ritað á fimmta tug
barnabóka en hún hefur ekki alveg
nákvæma tölu á því. Þórarinn skrif-
ar líka ljóð og skáldsögur fyrir full-
orðna en tekur alltaf upp pennann
fyrir börnin af og til. Af hverju
halda þau bæði svona mikilli tryggð
við barnabókmenntirnar?
Sigrún: „Mér finnst í fyrsta lagi
mjög skemmtilegt að gera bækur
fyrir krakka og svo finnst mér
afskaplega mikilvægt að einhver
sé að sinna þessu.“
Þórarinn: Ég hafði
samið bækur fyrir
fullorðna áður en
fyrsta ljóðabókin
mín fyrir börn kom
út, Óðfluga, sem Sig-
rún myndskreytti. Þá
var gjarnan talað um
þetta eins og ég hefði
gert einhverja stór-
kostlega uppgötvun,
að það væri hægt að
yrkja ljóð fyrir börn.
Ég hef síðan lagt mig
eftir því að þefa uppi
ljóðabækur handa
börnum og það er til
fullt af þeim.“
Sigrún: „En það
hafði myndast eitt-
hvert gat þarna í
millitíðinni.“
Þórarinn: „Já, það
hafði enginn verið
að sinna þessu í ein-
hvern tíma. Í svona
rímuðum og hátt-
bundnum ljóðum
er eitthvað sem höfðar til barna á
alveg sérstakan hátt. Þetta renn-
ur oft inn í þau á þann hátt sem ég
kalla skapandi misskilning, sem er
mjög frjór.“
Siglt milli skers og báru
En hefur Ólöf ekkert komið að sam-
starfi þeirra Sigrúnar og Þórarins?
Ólöf: „Nei, nei, ekki svoleiðis.
Nema hvað þegar Þórarinn gaf út
fyrstu sjálfútgefnu ljóðabókina
sína, Kvæði árið 1974, teiknaði Sig-
rún myndirnar, en ég sá um fjöl-
ritun, innheimtu og dreifingu með
dyggri aðstoð yngsta bróðurins,
Ingólfs, sem hjólaði með ritið um
allan bæ. Annars er helst að ég
hafi lesið yfir eitthvað af því sem
þau hafa verið að gera.“
Þórarinn: „Já, því fyrir utan að
vera þýðandi er hún einhver magn-
aðasti yfirlesari sem til er. Það er
ekki margt sem fer framhjá henni.“
Ólöf: „Ég hef verið í bókabrans-
anum nær alla mína starfsævi,
meðal annars í 17 ár sem ritstjóri.
Fyrir fjórum árum sagði ég upp og
fór að vinna sjálfstætt. Síðan hef ég
þýtt meira en ég gerði áður.“
Nýjasta þýðingin er bókin Hús-
hjálpin eftir, sem á sér stað í Suð-
urríkjum Bandaríkjanna árið 1962.
Ólöf: „Það var svolítill vandi að
þýða þessa. Hún er sögð af þremur
konum, tveimur svörtum og einni
hvítri. Þær svörtu tala Suðurríkja-
ensku, segja ain‘t og svona, þannig
að það var dálítill vandi að láta þær
tala öðruvísi en þá hvítu.“
Sigrún: „Þessi munur er náttúr-
lega ekki til í Íslandi.“
Ólöf: „Nei, það er vandinn. Ég
leysti þetta með því að hugsa
meira um talmál heldur en ritmál.
Það skipti miklu máli að láta þær
ekki tala bjánalega eða barnalega.
Maður siglir milli skers og báru.“
Bíómyndin sem gerð var eftir
bókinni hefur notið mikilli vin-
sælda. Hvernig þótti þýðandanum
takast til?
Ólöf: „Ég er sátt við þessa bíó-
mynd. Það hefði verið hægt að gera
hana svo miklu verr. Það eru auð-
vitað alls konar smáatriði sem eru
ekki með og stundum er atburðarás-
inni þjappað saman, enda er ekki
hægt að gera bíómynd upp úr 500
síðna bók öðruvísi.“
Sigrún: „Ég á eftir að sjá hana.
En ég er hins vegar búin að sjá
Bakka-Baldur, hún var mjög flott.“
[Innskot: Bakka-Baldur fjallar um
Baldur Þórarinsson, frá Bakka í
Svarfaðardal. Úr dalnum eru þau
systkinin ættuð.]
Þórarinn: „Þær eru að hlaðast
upp bíómyndirnar sem ég á eftir að
sjá. Ég er alveg kominn í vandræði.
Ég þarf helst að vera í bíói næsta
mánuðinn.“
Skapandi og frjór misskilningur
Sigrún, Þórarinn og Ólöf Eldjárn koma öll nokkuð við sögu í bókaútgáfu haustsins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við þau
um æskuár í Þjóðminjasafninu, unglingsár á Bessastöðum og síðast en ekki síst um bækur, sameiginlega ástríðu systkinanna þriggja.
SYSTKININ ELDJÁRN Þau Sigrún, Þórarinn og Ólöf eru öll á kafi í bókmenntum, hvert á sínu sviðinu. Þau eiga einn bróður til viðbótar, Ingólf. Hann var sá eini í hópnum sem
valdi ekki bækurnar að ævistarfi, en hann er tannlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sigrún: „Ég var
14 ára þegar
pabbi varð
forseti. Mig
langaði ekkert
sérstaklega
að flytja út í
sveit.“