Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 19.11.2011, Qupperneq 32
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR32 E inelti er marktækt minna í skólum sem nota Olweus-áætlun gegn einelti en í þeim sem gera það ekki. Munurinn er þó ekki mikill, og er mismunandi eftir bekkjardeildum. Þetta kemur fram í rannsókn sem Almar Halldórsson hjá Skólapúlsinum gerði fyrir Kol- brúnu Baldursdóttur sálfræðing. Rannsóknin náði til allra skóla sem nota Skólapúlsinn, en það eru 70 grunnskólar um allt land. Tæp- lega helmingur þeirra notast við Olweus-áætlunina. Ákveðið var að skoða þrennt í rannsókninni að sögn Almars. Hvort einelti er minna í skólum sem starfa eftir áætluninni en þeim sem gera það ekki, hvort l í ð a n n e m - enda er betri og hvort minni tengsl eru milli eineltis og líðan nemenda í skól- um sem starfa eftir Olweus en þeim sem gera það ekki. „Í heild- ina er minna einelti og minni van- líðan í skólunum sem eru flokk- aðir Olweus-skólar, en þetta er lítill munur á heildina litið,“ segir Almar. Við því hafi verið að búast þar sem svo margir skólar hafi verið skoðaðir. Munurinn teng- ist bæði aldri nemenda og aldurs- skiptingu í skólunum. Mikill munur eftir aldri Minna einelti reyndist vera í Olweus-skólum í sjötta, sjöunda og tíunda bekk en í öðrum skólum. Í áttunda og níunda bekk var ekki marktækur munur. Þá reyndist minni vanlíðan og kvíði hjá nem- endum í sjötta og sjöunda bekk í Olweus-skólum auk þess sem sjö- undu bekkingar hafa meira sjálfs- álit og upplifa meiri stjórn á eigin lífi. Þá er munur eftir því hvort við- komandi skólar ná upp í tíunda bekk eða bara upp í sjöunda bekk. Áhrifin eru áberandi mest af Olweus-áætluninni í sjöunda bekk þar sem ekkert unglingastig er. „Þá er munurinn mjög mikill á vanlíðan, kvíða og einelti og þetta eru stærstu niðurstöðurnar sem við fáum. Í þeim skólum sem eru með unglingadeild þá er aðeins minna einelti í sjötta og sjöunda bekk en ekkert annað.“ Þegar ekk- ert unglingastig er í skólunum eru sjöundu bekkingar elstir og ein- eltið því bundið við jafnaldra, en í skólum þar sem unglingadeild er geta þeir einnig orðið fyrir einelti af hendi eldri nemenda. Fátítt er að nemendur verði fyrir einelti af hendi yngri nemenda, að því er fram kemur í skýrslunni. Það virðast vera elstu nemendur hvers grunnskólastigs sem helst njóta góðs af áætluninni. Sjöundi bekkur sker sig úr Tengsl eineltis og líðan nemenda voru svipuð hvort sem um var að ræða skóla sem notast við Olweus- áætlunina eða aðra skóla. Undan- tekningin var sjöundi bekkur. Þar mældist vanlíðan með áberandi minni tengsl við einelti í Olweus- skólum en öðrum. „Einelti skýrir aðeins átján prósent af vanlíðan nemenda í sjöunda bekk í Olweus- skólum en 28 prósent í öðrum skól- um, sem er verulegur og mark- tækur munur,“ segir í skýrslunni. Þetta er óháð því hvort unglinga- stig er eða ekki í skólunum. Miklu meira einelti hjá stelpum Einelti er algengara hjá stúlkum en drengjum hvort sem um er að ræða Olweus-skóla eða ekki. Líðan stúlkna er mun verri en drengja, sérstaklega þjást stúlkurnar meira af kvíða en einnig er mun meiri vanlíðan, minna sjálfsálit og minni stjórn á eigin lífi hjá þeim en drengjunum.„Munurinn er mjög áberandi á stelpum og strákum og það eykst með aldrinum,“ segir Almar. Þó er ekki kynjamunur á áhrif- um Olweus-áætlunarinnar, sem hann segir gott. „Einelti er minna hjá báðum kynjum í Olweus-skól- um en öðrum, og áætlunin virðist hafa svipuð áhrif.“ Hefur haft jákvæð áhrif á umræðuna Eftir að hafa gert rannsóknina og farið ofan í saumana á þessu segir Almar að árangurinn sé frábær í lok miðstigs grunnskólans, í sjö- unda bekk. Þar sé ásættanlegur árangur, „og það virðist vera í áttina í sjötta og tíunda bekk“. Árangur í einum árgangi bendi til þess að kennarar og fram- kvæmdin á verkefninu hafi áhrif og skipti máli frekar en að áætl- unin sem slík henti betur fyrir ein- hver aldursstig. „Það er frekar það hvernig leyst er úr þessu. Svo þarf að huga aðeins að því hvað gert er í áttunda og níunda bekk.“ Þessir bekkir virðist týnast svolítið. Þar bætist eldri nemendur við sem hugsanlegir gerendur en forvarn- irnar í anda Olweus-áætlunarinnar taki kannski ekki mikið mið af því. „Það er verið að einblína á jafn- aldranna, það virkar í sjöunda og tíunda bekk en nær ekki til hinna.“ Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að skoða þetta að mati Almars og skólastjórar þurfi að velta þessu fyrir sér. „Er svona mikið gert fyrir þessa bekki í hinum skól- unum eða er minni áhersla á þá í Olweus-skólunum? Það getur verið bæði.“ Eineltisvandamál eru í öllum skólum og hver skóli þarf að finna leið til að taka á því, segir Almar. „Það að þessi áætlun er til staðar og er mjög sýnileg skiptir máli. Ég held að allir grunnskólar séu með einhvers konar áætlun um hvernig eigi að verjast einelti. Þær aðferð- ir eru ekki teknar saman. Verið getur að Olweus-áætlunin hafi haft gríðarlega jákvæð áhrif á umræðuna og það sé mikilvægt að hafa svona aðgerðir. Þekkir til margra fullorðinna gerenda sem líður illa Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur ■ NIÐURSTÖÐUR EFTIR KYNI 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Stjórn á eigin lífi St úl ku r D re ng ir St úl ku r D re ng ir Kvíði St úl ku r D re ng ir Sjálfsálit ■ Olweus skólar ■ Aðrir skólar * Marktækur munur miðað við 95% vissu Skólapúlsinn mælir ýmsa þætti í lífi nemenda á kvarðanum 1 til 10. Einelti St úl ku r D re ng ir St úl ku r D re ng ir Vanlíðan Einelti meðal stúlkna og drengja í Olweus skólum og öðrum skólum VIRKAR BEST Á SJÖUNDA BEKK Olweus-áætlunin virkar best fyrir nemendur í sjöunda bekk þar sem engin unglingadeild er. Áætlunin hefur svipuð áhrif á stráka og stelpur, en miklu meira einelti er almennt hjá stelpum. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur lengi starfað í eineltismálum og segist hafa leikið forvitni á að vita hver áhrifin væru. „Með því að staldra við og gera á þessu athugun og greina hlutina held ég að við séum á góðri leið,“ segir hún. Skoða þurfi hvort ekki ætti að gera rannsóknir á hverju ári eða annað hvert ár. Það hljóti að vera gott fyrir skólastjóra og aðra að hafa þessar upplýsingar, hvort sem skólar þeirra noti áætlunina eða séu að hugsa um að taka hana upp. „Svo má líka spyrja hvar við værum ef þessi áætlun Olweusar hefði ekki verið tekin upp. Ég er þeirrar skoðunar að við værum verr stödd í þessum málaflokki þá, þetta hefur skerpt á umræðunni og sett okkur í stellingar og það er mjög gott. Hvernig svo sem framtíðin verður með þessi mál er þetta búið að gera gott, kynna okkur fyrir þessum málum og opna á þau.“ Kolbrún hefur lengi verið skólasál- fræðingur og segist þeirrar skoðunar að hægt sé að velja önnur úrræði og búa til aðgerðaáætlun án mikils tilkostnaðar. Sjálf hefur hún komið upp heimasíðunni kolbrunbaldurs.is og deilir þar upplýsing- um og öðru sem hægt er að nota. Margir skólar hafa nýtt sér það, að hennar sögn. „Þessi umræða er mikil núna, mikil vakning og hefur verið á þessu ári finnst mér. Svo birtast auðvitað harmsögur af og til, sem maður hugsar með skelfingu til. Ef mál kemur upp og ekki er tekið á því með öllum leiðum sem til eru fylgir þetta fólki næstu tuttugu til þrjátíu árin. Ég þekki til þess að fullorðnu fólki sem var gerendur líður bara hundilla seinna. Minningin lifir líka með gerandanum, eins og með þolandanum. Svo verða þessir krakkar fullorðnir og mætir þjóðfélags- þegnar en hafa þessa eftirsjá.“ Hún seg- ist oft segja krökkum frá því og það hafi áhrif á þau. „Þetta hverfur ekkert þegar maður hættir að vera barn. Við þurfum að reyna að finna rótina. Oft er þetta einhver vanlíðan, vanmáttur, pirringur og jafn- vel afbrýðisemi. Það er eitthvað að, mér finnst ég oftast komast að því ef maður nær þangað.“ Minna einelti í Olweus-skólum Einelti er minna í grunnskólum sem hafa tekið upp Olweus-áætlun í eineltismálum en öðrum skólum. Munurinn er mestur í sjöunda bekk þegar ekkert unglingastig er í viðkomandi skóla. Almar Halldórsson hjá Skólapúlsinum og Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fóru í gegnum nýja rannsókn Almars um þessi mál með Þórunni Elísabetu Bogadóttur. ■ VÆRUM VERR STÖDD ÁN ÁÆTLUNARINNAR ALMAR HALLDÓRSSON Dan Olweus var prófessor í sálfræði við háskólann í Bergen í Noregi og er rúmlega áttræður. Hann hefur unnið að eineltismálum í meira en fjóra ára- tugi og áætlunin byggir á hans kenningum. Olweus-áætlunin var formlega tekin upp á Íslandi haustið 2002 með þátttöku 43 grunnskóla. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá. Hægt er að fræðast um Olweus-áætlunina á olweus.is. HVER OG HVAÐ ER OLWEUS?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.