Fréttablaðið - 19.11.2011, Side 40
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR40
A
lmenningur í Suður-
Ameríku hefur árum
og jafnvel áratugum
saman búið við land-
lægt ofbeldi, sem
færst hefur í aukana
á síðustu árum frekar en hitt.
Ástandið er einna verst í þrem-
ur ríkjum Mið-Ameríku, nefnilega
Gvatemala, Hondúras og El Salv-
ador, ásamt Kólumbíu, Mexíkó og
eyjum Karíbahafsins.
Tölurnar í töflunni hér til hlið-
ar, sem tekin er úr splunkunýrri
skýrslu frá Alþjóðabankunum um
ofbeldi í rómönsku Ameríku, eru
reyndar frá árinu 2006. Síðan þá
hefur ástandið bara versnað, eins og
tölur fyrir Mið-Ameríku frá árinu
2010 sýna. Ástandið er nú verst í
Hondúras, þar sem 77 manns af
hverjum 100 þúsund voru myrtir
árið 2010, en El Salvador og Gvat-
emala komu skammt á eftir með 66
og 50 morð á hverja hundrað þúsund
íbúa.
Rétt fyrir norðan, í Mexíkó, þar
sem ástandið þykir með verra móti,
er það þó samt töluvert skárra, því
þar voru fram 18 morð á hverja 100
þúsund íbúa árið 2010.
Stríðið gegn fíkniefnum
Ástæðurnar eru að stórum hluta
sagðar rekjanlegar til fíkniefna-
glæpa, en almenn fátækt, misskipt-
ing auðæfa, umrót í kjölfar lang-
varandi borgarastyrjalda einnig
sagt eiga sinn þátt í ástandinu.
Vítahringur ofbeldis og örvæntingar
Íbúar rómönsku Ameríku virðast fastir í vítahring ofbeldis, áratugum eftir fall einræðisherranna sem stjórnuðu flestum löndum
þar. Stríðið í Mexíkó gegn fíkniefnum virðist bara auka á vandann. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér nokkrar skýrslur.
HARMLEIKUR Fjöldi fólks á um sárt að binda vegna morða og hvers kyns ofbeldis sem undanfarin ár hefur versnað frekar en hitt, þrátt fyrir mikinn viðbúnað stjórnvalda og
öflugan hernað gegn fíkniefnaglæpamönnum. NORDICPHOTOS/AFP
arionbanki.is – 444 7000