Fréttablaðið - 19.11.2011, Síða 92
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR56
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jens Pétur Clausen
Fögrubrekku 7, Kópavogi,
lést á Landspítalanum mánudaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju miðvikudaginn
23. nóvember kl. 13.00.
Marsibil Jóna Tómasdóttir
María Anna Clausen Ólafur Vigfússon
Arinbjörn Clausen Sigríður María Torfadóttir
Bjarki Þór Clausen Margrét Jakobsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín,móðir okkar,
dóttir, systir, og amma,
Erla Kamilla
Hálfdánardóttir
Laufrima 4, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild LSH í
Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin hefur
þegar farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Jón Albert Óskarsson
Róbert Daníel Jónsson Erna Björg Jónmundsdóttir
Albert Þór Jónsson Tinna Sif Jensdóttir
Svava Rut Jónsdóttir Gunnbjörn Gísli Kristinsson
Anný Dóra Halldórsdóttir
Hálfdán Hálfdánarson Ólöf Helgadóttir
Anný Dóra Hálfdánardóttir Guðmundur Thorlacius
barnabörnin tíu.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall systranna
Erlu og Svönu Tryggvadætra
Sigríður Svana Pétursdóttir Ólafur Tryggvi Egilsson
Arndís Erla Pétursdóttir Snorri Már Egilsson
Tryggvi Pétursson Guðrún Björg Egilsdóttir
Katrín Pétursdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna andláts yndislegrar
móður minnar, dóttur, systur
og barnabarns,
Stellu Rögnu
Einarsdóttur.
Míra Katrín Abbas Stelludóttir
Ásta Gunnarsdóttir
Gunnar Óðinn Einarsson
Guðrún Ragna Valdimarsdóttir
timamot@frettabladid.is
Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönn-
uður, hlaut styrk úr Hönnunarsjóði
Auroru á fimmtudaginn var. Styrkinn
hlaut hún til frekari þróunar og fram-
kvæmdar á verkefni sínu Hönnun og
nýsköpun til jafnréttis.
„Verkefnið mitt er innblásið af
öðrum verkefnum þar sem samfélags-
bætur eru markmiðið,“ útskýrir Sóley
og nefnir verkefnið Hönnun gegn
glæpum í Central Saint Martins-skól-
anum í London sem dæmi, en í því er
skapandi hugsun beitt til að torvelda
glæpamönnum ætlunarverk sitt.
„Í stað þess að setja upp eftirlits-
myndavélar eru tækifærin til glæpa
hönnuð í burtu úr umhverfinu. Dæmi
um það er stóll þar sem hægt er að
hengja töskuna að framan milli fóta.
Ég er menntuð bæði í kynjafræðum
og hönnun og hef mikinn áhuga á að
tvinna það tvennt saman. Við búum í
manngerðum veruleika og hugmyndir
okkar um kynin hafa áhrif á hvern-
ig umhverfi okkar er hannað,“ segir
Sóley.
Vinna hennar að verkefninu hófst
árið 2007 í samvinnu við Halldór
Gíslason prófessor í hönnun við
Listaháskólann í Ósló. Þá fékk hún
einnig til liðs við verkefnið Háskóla
Íslands, Listaháskóla Íslands og
Listaháskólann í Ósló auk Hönnunar-
miðstöðvar í Ósló. Annars vegar segir
Sóley verkefnið rannsóknartengt, en
hún skoðaði hvernig kynjasjónarmið
vantar inn í hönnun í samfélaginu
og safnaði dæmum þar sem hönnun
hefur verið afl í átt að jafnrétti. Þá
snúist verkefnið um verklega fram-
kvæmd.
„Hönnun reiðhjólsins undir lok
19. aldar er dæmi um hönnun sem
hafði mikil áhrif á jafnréttisþróun,
ferðafrelsi kvenna og fatatísku,“ út-
skýrir Sóley. „Annað dæmi er hönn-
un skíða, en þegar farið var að skoða
af hverju slys voru mun tíðari hjá
konum en körlum í alpagreinum á
skíðum í Noregi kom í ljós að skíðin
voru hönnuð fyrir karlmannslíkama,
sem hefur annan þyngdarpunkt en
líkami kvenna. Í framhaldinu er svo
hugmyndin að keyra verkefni þar sem
sérfræðingar á sviði jafnréttismála
og hönnuðir vinna saman að lausn
vandamála. Þá er ég í sambandi við
Listaháskólann um að þróa námskeið
fyrir nemendur út frá þessu verkefni,“
segir Sóley sem er að vonum ánægð
með styrkinn.
„Ég er í skýjunum og þakka Hönn-
unarsjóði Auroru. Markmiðið er auð-
vitað að skapa meiri umræðu og vit-
und um hönnun og áhrif hennar á
samfélagið.“ heida@frettabladid.is
AFL TIL SAMFÉLAGSBREYTINGA Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, bendir á að allt okkar umhverfi sé hannað og vill nota hönnun í
baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður,
sonar, bróður, frænda og afa,
Páls Hersteinssonar
prófessors.
Ástríður Pálsdóttir
Hersteinn Pálsson Elínborg Hákonardóttir
Páll Ragnar Pálsson Ragnhildur Kristjánsdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir
Inga Hersteinsdóttir
Anna Margrét, Sigmundur og Elfur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar,
Ingibjargar Halldórsdóttur
frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80,
Kópavogi.
Fyrir hönd allra aðstandenda,
Ingólfur Guðjónsson.
76
Íslendingar eignuðust sína fyrstu mynda-
styttu þennan dag fyrir 136 árum þegar eir-
stytta af listamanninum Bertel Thorvaldsen
var afhjúpuð með viðhöfn á Austurvelli.
Styttan var eftir Thorvaldsen sjálfan og
fór athöfnin fram á 105 ára afmæli lista-
mannsins. Styttan var gjöf Kaupmanna-
hafnarbúa til Íslendinga í tilefni af þúsund
ára afmæli byggðar á Íslandi árið 1874.
Árið 1931 var styttan flutt í Hljómskála-
garðinn, þar sem hún hefur staðið síðan.
Bertel Thorvaldsen fæddist í Danmörku
árið 1770 og lést árið 1844. Hann var
sonur Gottskálks Þorvaldssonar, íslensks
trésmiðs sem flust hafði til Danmerkur,
og danskrar konu hans Karen Grønlund.
Þrátt fyrir að listamaðurinn hafi fæðst í
Danmörku og búið lengst af á Ítalíu hefur
íslenska þjóðin ávallt gert tilkall til hans
sem Íslendings.
ÞETTA GERÐIST: 19. NÓVEMBER ÁRIÐ 1875
Stytta af Thorvaldsen afhjúpuð
SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR: FÉKK STYRK FRÁ HÖNNUNARSJÓÐI AURORU
Hönnun til jafnréttis kynjanna
GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR leikkona er 76 ára.
„Rassstóra dúkkan komst aldrei í sátt við eiganda sinn og
allra síst eftir að bróðir minn gaf henni nafnið Rassa.“
Merkisatburðir
1594 Hvítá í Árnessýslu þornar upp á tveim stöðum.
1875 Thorvaldsensfélagið er stofnað í Reykjavík.
1899 Fríkirkjusöfnuður er stofnaður í Reykjavík.
1919 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna er stofnað.
1946 Ísland fær aðild að Sameinuðu þjóðunum.
1959 Auður Auðuns er kjörin borgarstjóri í Reykjavík fyrst kvenna.
1974 Geirfinnur Einarson hverfur í Keflavík.
1983 Fyrsta bjórkráin er opnuð í Reykjavík, Gaukur á Stöng.