Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 104

Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 104
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR68 Styrktartónleikar Caritas verða haldnir í Kristskirkju á sunnudag- inn. Tónleikarnir eru árlegur við- burður, en þetta er í nítjánda sinn sem þeir eru haldnir í Kristskirkju í aðdraganda jóla. „Þetta hefur gengið mjög vel frá byrjun,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem staðið hefur fyrir tónleikunum frá upp- hafi. Allur ágóði rennur til Mæðra- styrksnefndar í ár. „Við höfum alltaf safnað fyrir einhverja sem minna mega sín og þetta er í þriðja sinn sem við styrkjum Mæðra- styrksnefnd.“ „Margir sækja tónleikana ár eftir ár til að njóta fallegrar tón- listar og leggja góðu málefni lið,“ segir Sigríður. Efnisskráin spannar vítt svið, en leikin verður jólatónlist í bland við aðra hátíðlega tónlist. Á efnis- skránni eru meðal annars verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Moz- art, Bach, Händel, Verdi og Schu- bert. Meðal flytjenda eru Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór og Helga Rós Indriðadóttir sópran. Vox Fem- inae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur koma einnig fram og sömuleiðis Gunnar Kvaran sellóleikari. Forsala aðgöngumiða er á midi. is en miðar verða einnig seldir við innganginn. Tónleikarnir verða í Krists- kirkju við Landakot sunnudaginn 20. nóvember og hefjast þeir klukk- an 16. Jólalög og aðrar perlur AÐSTANDENDUR CARITAS-TÓN- LEIKANNA Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Sigríður Ingvarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mig langaði að gera bók sem fræðir börnin um íslensku húsdýr- in og sýnir hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið,“ segir Berg- ljót Arnalds, rithöfundur og söng- kona, en barnabókin Íslensku hús- dýrin og Trölli kom út í vikunni. Bókin fjallar um lítinn trölla- strák sem villist og þarf hjálp frá íslensku húsdýrunum til að finna leiðina heim. Lesendur fræðast um dýrin, fá að vita hvaða dýr er með tagl og hvaða dýr eru með skott, hver gefur ullina og hvaða dýr gefa okkur mjólkina. „Hvert dýr hefur sinn karakter og býður sagan upp á að foreldr- arnir sýni leikræna tilburði við lesturinn,“ segir Bergljót hlæj- andi en ýmsa leiki og spurningar er að finna aftast í bókinni. Jón Hámundur Marínósson sér um teikningarnar í bókinni. Þetta er níunda bók Bergljótar en hún hefur hlotið viðurkenning- ar fyrir bækur sínar og tölvuleiki, eins og til dæmis Stafakarlana. Hugmyndina að þessari bók fékk Bergljót í vor þegar hundur hennar, Draco Silfurskuggi, 14 ára drapst. „Það er mikill söknuð- ur að honum og mér fannst hann eiga skilið heila bók til minningar um sig.“ Bergljót kynnir bókina með sér- stökum hætti á Barnabókamessu í Iðnó í dag en þar ætlar hún að bjóða börnum á hestbak klukkan 14 og lesa upp ásamt öðrum barna- bókahöfundum landsins. - áp Bergljót Arnalds fræðir um húsdýrin BARNABÓK UM HÚSDÝRIN Bergljót Arnalds var að gefa út nýja bók um íslensku hús- dýrin og býður börnum á hestbak í dag í tilefni þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 19. nóvember ➜ Tónleikar 22.00 KK og Magnús Eiríksson troða upp á Rósenberg. Miðaverð er tvö þúsund krónur. 22.00 Hljómsveitin Spottarnir leika á tónleikum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Miðaverð er 1.000 krónur. 20.00 Nýdönsk spilar plötuna Deluxe á 20 ára afmælistónleikum á Græna hattinum á Akureyri. Miðaverð er 2.900 krónur. 23.00 Nýdönsk leikur öll sín bestu lög á Græna hattinum. Miðaverð er 2.900 krónur. ➜ Opnanir 15.00 Sýningin Endemis (ó)sýn verður opnuð í efri sölum Gerðarsafns í Kópa- vogi. Samhliða opnuninni kemur út í annað sinn Endemi: tímarit um íslenska samtímalist. Við opnun sýningarinnar mun Fríða Björk Ingvarsdóttir halda tölu, Þráinn Hjálmarsson og Ingi Garðar Erlendsson verða með Þránófónaper- formans. Sýningin stendur til 8. janúar 2012. 17.00 Monika Frycova opnar einkasýn- inguna Eilífðarvél - Perpetuum Mobile í Kling og Bang galleríi. Eitt verkanna á sýningunni er Trabant limósína sem hún hefur flutt hingað til lands frá Tékklandi og mun hún aka með viðhöfn að gall- eríinu í lögreglufylgd klukkan 17.30. 20.00 Sýning Guðmundar Thoroddsen, Feður kúka, verður opnuð í Gallerí Klósetti á Hverfisgötu 61. Sýningin samanstendur af skúlptúr og nokkrum blekteikningum og stendur hún aðeins frá kl. 20-22 þetta laugardagskvöld. Allir eru velkomnir. ➜ Hátíðir 14.00 Barnabókahátíð Forlagsins verður haldin í Iðnó á milli klukkan 14 og 17. Lesið verður upp úr nýjum bókum allan daginn og öll börn fá lítinn glaðning og geta tekið þátt í leik þar sem nýjar barnabækur eru í verðlaun. ➜ Kvikmyndir 15.00 Leikin heimildarmynd um Jónas Hallgrímsson, sem gerð var í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli þjóðskáldsins árið 2007, verður sýnd í Kamesi Borgar- bókasafns, Tryggvagötu 15. Sýningartími myndarinnar er 70 mínútur. ➜ Kynningar 13.00 Undir yfirskriftinni Kellíngabækur verða kynnt um fjörutíu ný verk kven- höfunda af margvíslegum toga í Gerðu- bergi. Í Gerðubergssafni Borgarbóka- safnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum, krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi. ➜ Dansleikir 23.00 Hljómsveitin Span treður upp á skemmtistaðnum Salthúsinu í Grinda- vík. Miðaverð er 1.500 krónur. ➜ Málþing 11.00 Málþing um sýninguna Þá og nú í Listasafni Íslands. Frummælendur eru Halldór Björn Runólfsson safnstjóri, Egill Arnarson heimspekingur, Anna Jóa myndlistarmaður, Guðni Tómasson listfræðingur, Þóra Þórisdóttir mynd- listarmaður. Fundarstjóri: Jón Proppé listheimspekingur. Ókeypis aðgangur. ➜ Tónlist 23.00 Ómar af útvarpsstöðinni X-inu 977 stýrir tónlistinni á Bar 11. ➜ Útivist 10.00 Hjólreiðaferð frá Hlemmi. Lagt er af stað kl. 10.15 og hjólað í 1-2 tíma um borgina. Allir eru velkomnir og þátt- taka ókeypis. Upplýsingar á vef LHM.is. Sunnudagur 20. nóvember ➜ Tónleikar 16.00 Marta Halldórsdóttir sópran- söngkona og Páll Eyjólfsson gítarleikari flytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Sigursvein D. Kristinsson, auk þjóðlagaút- setninga eftir ýmsa höfunda í Sal Tón- skóla Sigursveins Engjateigi 1. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Fundir 11.00 Kristín Sætran leiðir umræður um heimspekilega nálgun í framhaldsskóla, hvers slík nálgun krefst og hvers vegna hún er mikilvæg á heimspekikaffi á Bláu könnunni á Akureyri. ➜ Upplestur 20.30 Bókakonfekt Forlagsins verður haldið á Café Rosenberg. Höfundar lesa upp úr nýjum verkum sínum, aðgangur ókeypis. Konfekt og huggulegheit. ➜ Sýningarspjall 14.00 Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur mun fjalla um geómetríska og ljóðræna abstraktlist eftirstríðsáranna eins og hún birtist á sýningunni Þá og nú í Listasafni Íslands. ➜ Kvikmyndir 15.00 Kvikmyndasýning í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105: Fávitinn (Hakuchi), fyrri hluti kvikmyndar Akira Kurosawa frá 1951, sem byggð er á samnefndri skáldsögu rússneska skáldsins Dostojevs- kíjs (1821-1881). Enskur texti. Aðgangur ókeypis. 15.00 Leikin heimildarmynd um Jónas Hallgrímsson, sem gerð var í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli þjóðskáldsins árið 2007, verður sýnd í Kamesi Borgar- bókasafns, Tryggvagötu 15. Sýningartími myndarinnar er 70 mínútur. 20.00 Þýska stórmyndin Morgunn lífs- ins (Du darfst nicht länger schweigen)frá 1955 er sýnd í Bíó Paradís. Myndin, sem er eftir samnefndri metsölubók Krist- manns Guðmundssonar, er á þýsku með enskum texta. ➜ Uppákomur 14.00 Félagsvist spiluð í Breiðfirðinga- búð Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík að Stangarhyl 4. Danshljóm- sveitin Klassík leikur fyrir dansi til kl. 23.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 1.300 krónur fyrir félagsmenn FEB. ➜ Tónlist 20.00 Þriðja Tómasarmessan í Breið- holtskirkju í Mjódd á þessu hausti. Þema þessarar messu er: „Sá sem trúir hefur eilíft líf” og er það nývígður Skálholts- biskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sem flytur prédikun dagsins. Umsjón með tónlistarflutningi hefur Þorvaldur Hall- dórsson. ➜ Leiðsögn 14.00 Ágústa Kristófersdóttir sýningar- stjóri leiðir gesti um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu á Þjóðminja- safninu. Aðgangur ókeypis. FYLG IRIT F RÉTT ABLA ÐSIN S • Á GÚST 2011 VICK Y MÝK RI LÖ G Á N ÝRRI PLÖ TU BJÖR K GEFU R ÚT RÁN DÝRT BOX FYRI R SA FNAR A vodaf one.is Í skóla nn Stórsn jallir s ímar á frábæ ru ver ði í vers lunum Voda fone SEPTEMBER TILBOÐ HITAKÚTAR OG OFNAR MEÐ 15% AFSLÆTTI Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir ryðfríir hitakútar H ópur áhugafólks um Tyrk-land er á leið í menningar-ferð til landsins um miðjan október með rithöfundinn og sálfræðinginn Jón Björnsson í broddi fylkingar. Hópurinn varð til á tveimur námskeiðum um Tyrkland sem Jón hélt í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Það var í raun fólkið á nám- skeiðinu sem kallaði eftir ferðinni en það langaði til að heimsækja þá staði sem við fjölluðum um. Við sett- um okkur því í samband við starfs- fólk ÍT-ferða sem tók að sér að skipu- leggja ferðina.“ Jón segir sífellt fleiri Íslendinga leggja leið sína til Tyrklands en þá helst á suður- og vesturströndina. „Þar er ekki endilega að finna það sem er allra markverðast en Istan- bul er til að mynda engu lík. Cappad- ocia-héraðið, þar sem menn hafa holað bústaði og kirkjur í stein, er svo ennþá fjarri því að vera nokkru öðru líkt.“Jón hefur hingað til ekki farið fyrir hópi ferðafólks en hann fer sjálfur í eina hjólaferð á ári og hefur talsvert hjólað um Istanbul og Tyrkland. Hann hefur skrifað tvær ferðabækur. Hin síðari kom út árið 2006 og heitir Með skör járntjaldsins. Hún lýsir ferð hans meðfram gamla járntjaldinu frá Pól- landi og suður til Istanbul. „Ég hef [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög SEPTEMBER 2010 Heillandi Heidelberg Kastalinn er stolt borgarinnar, segir heimamaður- inn Þórdís Linda Þórarinsdóttir. SÍÐA 6 Smæsta landið Íbúar Vatikansins eru aðeins tæplega þús- und og eru allir læsir. SÍÐA 4 FRAMHALD Á SÍÐU 6 HEIMSVELDI OG KLETTABORGIR Menningarferð um Tyrkland er fyrirhuguð í október en þar mun ótal sögu- legar minjar bera fyrir augu. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 29. júlí 2011 ● Harpa Einarsdóttir hannar nýja fatalínu ● Á rúmstokknum ● Tískutáknið A y Winehouse THELMA BJÖRKEINARSDÓTTIR Stefnir á atvinnumennsku Kr. TILBOÐ 47.950 TILVALIN Í FERÐALAGIÐ 10.1” heimi li& hönnu n  SÉRB LAÐ FR ÉTTAB LAÐSIN S UM H ÍBÝLI  júlí 201 1 UNAÐ SREITU R Hjónin Janina og Joz ef Mis iejuk r ækta g arð me ð alls ky ns fög rum b lómum og su mum f raman di. BLS. 4 Faldir fjársj óðir Sigga Heimi s fjalla r um eftirsó tta nyt jahluti . SÍÐA 2 Margt að sjá Kaupm annah öfn kraum ar af sp ennan di hönnu narvið burðum . SÍÐA 6 VIKU TILBO Ð Á 5 00GB FLAK KARA REYKJ AVÍK AKUR EYRI EGILS STAÐI R K EFLAV ÍK S ELFOS S H AFNA RFJÖR ÐUR BETRA ALLTAF VERÐ SEX V ERSLA NIR WD Passp ort 500 GB 2,5" flak kari með 500GB h örðum disk, USB 3.0, einf öldum my nd- rænum af ritunarhug búnaði og 256-bita lás sem v erndar gö gnin. 13.99 0 TILBOÐ menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] ágúst 2011 SÍÐA 4 Listasagan Líftækni í ljósi bókmennta Vélmenni, gervimenni og klón eru viðfangsefni bókar Úlfhildar Dagsdóttur.SÍÐA 6 Hrafninn kyssir í RekavíkEvan Fein hefur samið kammeróperu sem gerist í Rekavík á Hornströndum. SÍÐA 2 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEFUR ORÐIÐ VIKUTILBOÐ Á GEISLADISKU ALLTAF matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]júlí 2011 Feta og fersk jarðarberSumarlegt salat að hætti mat- reiðslumanna veitingahússins 73. SÍÐA 6 LífræntlostætiMarentza Poulsen töfrar fram veislu úr garðinum.SÍÐA 2 Ástríða er besta kryddið Hjónin Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir elda af alúð og natni. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR VIKUTILBOÐ Á ÞRÁÐLAUSU 19.990ogitech ClearChat PCÞráðlaus heyrnatól með hljóðnemaDrægni er u.þ.b. 10 metrarHljóðnemi með umhverfishljóðsíu2.4GHz USB sendir fylgir BETRA ALLTAF VERÐ SEX VERSLANIR fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] CANDY AFSLÁTTARDAGAR 15% afsláttur september 2011 Börnin velja bækurnar Sara Hlín Hálfdánardóttir hefur gefið út barnabækur undir nafninu Unga ástin mín í fimm ár. SÍÐA 6 Leikið með grænmeti Bregðið á leik með fat af nýuppteknu grænmeti. Búið til skóg úr brokkólí-stönglum (hægt að stinga þeim ofan í kork) og skerið gulrætur í bita og leik-ið með bitana á eldhúsborðinu; látið þá mynda andlit og hlaðið hús og blokkir. Ræðið liti grænmetisins og skoðið form og áferð. Þroskandi og hollustu-hvetjandi. Létt matreiðsla Finnið uppskrift að hollum ávaxta-drykk sem hægt er að setja í bland- ara og er líklegt að falli barninu í geð. Tínið hráefnið til, ávexti, ber, ísmola og annað, skerið það niður í bolla og leyfið barninu að hella úr bollunum ofan í blandarann. Lokið blandar- Brugðið á leik eftir vinnu og leikskóla NORDICPHOTOS/GETTY Þær klukkustundir sem foreldrar eiga með börnum sínum að loknum vinnu- og leikskóladegi eru dýrmætar enda ekki alltaf svo margar. Þær má nýta á margvíslegan og skemmtilegan hátt en Fjölskyldublaðið tíndi til nokkrar hugmyndir að eftirmiðdagsskemmtun. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Sannir skógarmenn Feðgarnir Hannes Pétursson og Fannar Logi Hannesson skemmtu sér ærlega saman á feðgahelgi í Vatnaskógi.SÍÐA 2 Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi mismunandi sérblaða kemur út í hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá ráðgjöfum okkar um hvar auglýsingin þín nær best til markhópsins. AUGLÝSINGAR Í SÉRBLÖÐUM Benedikt Freyr Jónsson S: 5125411, gsm 8235055 benediktj@365.is Ívar Örn Hansen S: 5125429 , gsm 6154349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 5125462, gsm 8233344 sigridurdagny@365.is AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI! *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí – september 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.