Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 106

Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 106
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR70 folk@frettabladid.is Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC og Standard- hótelin í Bandaríkjunum. Mynd- bandið hefur vakið mikla athygli og fjallaði Vogue.it meðal annars um það á vefsíðu sinni. Hljóm- sveitarmeðlimum hafa nú boðist ófá atvinnutilboð í kjölfar vin- sældanna. Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, segir þau hafa leik- stýrt auglýsingunni, tekið hana upp, samið tónlistina og séð um alla eftirvinnslu. „Hugmyndin spratt út frá samtali sem við áttum við Standard og WeSC um ferða- lög, flugþreytu og upplifunina af að vera ferðamaður í ókunnugu landi. Við fengum að skjóta eins mikið efni og við vildum á Stand- ard-hótelinu í miðbæ Los Ange- les og þar fæddust enn fleiri hug- myndir.“ Myndbandið endaði sem draum- kennd „film noir“ stuttmynd að sögn Svölu þar sem hún og Eddi Egilsson, annar meðlimur Steed Lord, fara með aðalhlutverkin. Vogue.it er ekki eina vefsíð- an sem hefur sýnt myndband- inu áhuga og viðurkennir Svala að ýmis atvinnutilboð hafi borist þeim í kjölfarið. „Við höfum feng- ið svakalega fín viðbrögð á hinum ýmsu tísku- og menningarblogg- um og svo hafa umboðsmenn hér í LA einnig sýnt okkur áhuga og boðið okkur samning hjá sér, sem er alveg frábært. Það er aldrei að vita nema maður fari að vinna fyrir einhverja auglýsingastofu við auglýsingagerð.“ Það er sjaldan lognmolla í kring- um Steed Lord og eru meðlimir sveitarinnar að leggja lokahönd á nýja plötu um þessar mundir. Auk þess er fyrirhugað tónleikahald í Brasilíu og Singapore eftir áramót. - sm Fengu atvinnutilboð í kjölfar auglýsingar HÆFILEIKARÍK Auglýsing sem Steed Lord leikstýrði fyrir Standard-hótelin og tískumerkið WeSC hefur vakið athygli og hljómsveitarmeðlir fengið ýmis atvinnu- tilboð í kjölfarið. 17 ÁRA GÖMUL mun Dakota Fanning takast á við eitt af sínum erfiðari hlutverkum. Hún hefur samþykkt að leika Effie í samnefndri mynd sem fjallar um ástarþríhyrning. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan skrifstofur People Magazine í Manhattan á miðvikudag og kröfðust þess að Ryan Gosling yrði útnefndur kynþokkafyllsti maður heims árið 2011. Um fimmtán manns með Gosling-grímur tóku sér stöðu fyrir utan skrifstofur tímaritsins og kröfðust þess að Gosling hlyti titilinn í stað Bradley Cooper. „Við erum miður okkar. Hægri handleggur Goslings nægir til þess að hann hljóti titilinn. Hafið þið séð magavöðvana á honum,“ hrópaði einn mótmælandinn að blaðamanni People. Tímaritið stendur þó við val sitt og sagði ritstjóri blaðsins að Cooper ætti titilinn fyllilega skil- ið. „Hann er með allan pakkann; myndarlegur, hæfileikaríkur, góður kokkur, talar frönsku og elskar mömmu sína.“ Mótmæla vali People Magazine MÓTMÆLI Hópur manna safnaðist fyrir framan skrifstofur People og krafðist þess að Ryan Gosling hlyti titilinn Kynþokkafyllsti maður ársins. NORDICPHOTOS/GETTY Það er ekki hægt að segja annað en að Íslendingar hafi tekið sænsku verslanakeðjunni Lindex opnum örmum um síðustu helgi. Rooy Rodriguez hefur ferðast út um allan heim til að opna Lindex-búð- ir en hann hefur aldrei upplifað annað eins. „Ég bjóst við að mesti spenning- urinn væri búinn á mánudaginn og þá yrði svona venjuleg mánudags- umferð. En nei, nei, eftirvænting- in var ekki minni þennan daginn. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta séu búnir að vera spenn- andi dagar í Lindex,“ segir Rooy Rodriguez verkefnisstjóri bros- andi en hann kom alla leið frá Nor- egi til að aðstoða við opnun Lindex á Íslandi. Eins og frægt er orðið þurfti verslunin að loka vegna vöru- skorts á þriðjudaginn og var komið á loftbrú milli Svíþjóðar og Íslands til að koma vörum til landsins. Nú er búðin og lagerinn að fyllast á nýjan leik og verslunin opnar aftur fyrir viðskiptavini í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Lindex hefur opnað sömu verslun tvisvar sinnum á einni viku. Rodriguez hefur séð um 150 opnanir fyrir Lindex úti um allan heim en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í rúmlega sex ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hann upplifir að viðskiptavinir tæmi búðina og lagerinn á aðeins þrem- ur dögum eins og gerðist um liðna helgi. Hann ætlaði að fara heim síðastliðinn sunnudag en þurfti að lengja dvölina um viku og segir að allt fyrirtækið hafi næstum verið sett á annan endann til að koma vörum til Íslands. „Ég hugsaði bara: Hvaðan kemur allt þetta fólk? Erum við ekki á Íslandi?“ Ég vissi að það lá mikil eftirvænting í loftinu hjá Íslendingum en ég bjóst sko aldrei við þessu. Ég var hlaupandi út um alla búð um helgina og reyndi að sjá til þess að fullt væri á öllum fataslám. Ég var meira að segja farinn að rífa gínurnar úr fötunum fyrir viðskiptavini en það gerist sjaldan. Það kom mér á óvart hvað Íslendingar voru kurteisir, þolin- móðir og stóðu prúðir í röð. Allt öðruvísi en skandínavíski kúnn- inn,“ segir Rooy og bætir við að hann sé hrifinn af tískunni hér á landi. „Þið eruð alþjóðleg í klæða- burði miðað við hversu fámenn þið eruð og kunnið að klæða ykkur. Hver og einn hefur sinn fatastíl og það er gaman að sjá.“ Rodriguez er búsettur í Noregi og það kom honum á óvart hversu há verðlagning er á fatnaði hér. Miðað við það segist hann skilja það vel að Íslendingar fagni komu Lindex og hinu lága vöruverði. alfrun@frettabladid.is Íslendingar alþjóðlegir í klæðaburði ALDREI UPPLIFAÐ ANNAÐ EINS Root Rodriguez, verkefnastjóri Lindex, þurfti að klæða þessar gínur í ný föt fjórum sinnum á opnunardegi Lindex á Íslandi. Hann hefur séð um opnanir á yfir 150 búðum víðs vegar um heiminn en aldrei upplifað annað eins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ 12.200 gestir heim- sóttu Lindex á þremur dögum en það jafngildir um 4% þjóðarinnar. ■ Búðin á 19.000 vini á Facebook en það er svip- aður vinafjöldi og Lindex í Noregi, sem rekur 98 búðir. ■ Opnunin sló met í 60 ára sögu Lindex. ■ Verslanakeðjan er fyrsta sænska keðjan sem opnar útibú hér á landi. ÓTRÚLEGAR VIÐTÖKUR TÓMIR VEGGIR Það er ekki hægt að segja annað en að sænska lágvöruverslunin hafi farið vel í lands- menn sem létu meðal annars nærfatnaðinn ekki fram hjá sér fara. Lærðu að kaupa inn og nota lífrænar vörur Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Betri næring - betra líf Þriðjudaginn 22. nóvember | kl. 18:00 - 20:00 | Verð: 2.900 kr. Miðvikudaginn 23. nóvember | kl. 20:00 - 22:00 | Verð: 3.500 kr. Fimmtudaginn 24. nóvember |18:00 - 19:30 | Verð: 2.900 kr. Kristín Kristinsdóttir kennir hversu einfalt það er í raun að skipta út óhollum og næringarsnauðum vörum fyrir hollar og næringarríkar lífrænar vörur. Fyrirlestur Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis er hannaður fyrir þá sem hafa áhuga á betri líðan, bættu heilsufari og ferskari sýn á lífið. Á þessu námskeiði fer Ebba Guðný Guðmundsdóttir m.a. yfir hvernig best sé að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri og upp úr. LIFANDI markaður www.lifandimarkadur.is | Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu LIFANDI markaðar www.lifandimarkadur.is Áhugaverð námskeið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.